Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Qupperneq 32

Frjáls verslun - 01.02.1986, Qupperneq 32
forsendum og áður yrðum við að keppa við 30 — 35% verðbólgu til þess eins að halda kaupmætti óbreyttum og þaðan af meira ætluð- um við að auka kaupmátt. Við töldum því óhjákvæmilegt að leita annarra leiða. Það var gert með því að vinna samninginn út frá báð- um endum, það er að leggja jafna áherslu á að ná niður verðlagi og hækka kaupið. Þegar heildarniður- staðan er skoðuð og ef allar forsend- ur standast ætti að takast að hækka kaupmáttinn á samningstímanum stig af stigi frá því að vera að meðal- tali 4% lægri en hann var á síðasta ári í það að vera 3,5% hærri en hann va rað meðaltali á síðasta ári. Sam- hliða þessu ætti að takast að koma verðbólgunni niður í það að vera hálft prósent á mánuði síðari hluta ársins. Þarna er verið að gera tilraun til að ná árangri með aðgerðum í verð- lagsmálum. Þar með gerum við tilkall til þess að þannig sé staðið að málum af hálfu allra þeirra sem aðstöðu hafa til áhrifa á verðlagið að tilraunin takist. Það leggur skyldur á herðar ríkisvaldsins, sem ræður miklu um verðlag í landinu, en það leggur líka skyldur á fyrirtækin sem taka beinar ákvarðanir um verðlag á flestum sviðum." Samningar eru happdrætti — Er niðurfærsluleiðin ekki aðeins ein skammtímalausnin enn. Það kemur að því að hækka þarf skatta til að standa undir þessum niðurfærslum og greiða skuldir ríkis- sjóðs sem af þeim hlýst eða draga úr þjónustu eða framkvæmdum hins opinbera? Skuldir ríkissjóðs eru skattar framtíðarinnar. „Það þarf ekki að vera. Ég held að það sé fullkomlega réttiætanlegt að axla eitthvað gagnvart framtíðinni til að ná þeim árangri í baráttunni gegn verðbólgunni sem þarna er stefnt að. Ég held líka að það eigi við hjá því opinbera ekki síður en hjá fyrirtækj- um að allar forsendur breytast til að hagræða og spara í rekstrinum ef tekst að ná verðbólgunni niður. Með þessum samningum er því verið að leggja drög að spamaði sem getur orðið án skerðingar á þjónustu hjá því opinbera. A sama hátt fá fyr' tækin svigrúm til að auka afköst sín og bæta reksturinn." — Samningarnir renna út í árs- lok. Verður þá samið um skipting- una á því sem vinnst við bættan rekstur vegna lítillar verðbólgu? „Það verður hluti af því sem hægt verður að semja um í árslok. Með þessum samningum höfum við þó ekki komið á réttum skiptahlutföll- um milli launþega og atvinnurek- enda. Þannig að þar er líka svigrúm til þess að færa Iaunafólki meira í næstu samningum á kostnað at- vinnurekenda." — Er ekki of mikil áhætta tekin með því að setja gengið fast og eiga það á hættu að útflutningsgreinarnar verði reknar með bullandi tapi ef kostnaður innanlands hækkar eða dollarinn lækkar? „í þessum samningum eins og öll- um samningum er verið að taka áhættu. Ég hef orðað það þannig að allir samningar séu happdrætti. Ef við skoðum reynslu undanfarinna missera má segja að verðbólgan hafi stolið vinningunum í þessu happ- drætti hverjum á fætur öðrum. Við erum núna að reyna að festa vinn- inginn í hendi. Auðvitað er áhætta fólgin í því að festa gengið. Það er þó grundvallar- forsenda í því aðhaldi í verðlagsmál- um sem stefnt er að. Gengið ákvarð- ar ekki aðeins verðlag á erlendum vörum heldur ákvarðar það óbeint verð á stórum hluta af innlendri framleiðslu vegna þeirrar samkeppni sem innflutningurinn veitir.“ Tómarúm — Með þessum samningum voru ákveðnar forsendur sem snertu skatta-, verðlags-, og ríkisfjármál. Eru aðilar vinnumarkaðarins þarna ekki að fara inn á svið stjórnmála- manna og setja þeim hálfpartinn stólinn fyrir dymar? „Ríkisstjórn lifir aldrei í tómarúmi. Hún er hluti af þjóðfélagi og hlýtur að verða að taka tillit til þess á hverj- um tíma. Það sem gerist í þessu til- felli er það að aðilar vinnumarkaðar- ins setjast niður og skoða hvernig þeir geta tekið á þeim kjarasamning- Verzlunarskóla ÍSLANDS M.S. Project Verkáætlanagerðir CPM. Námskeiðiö hefst 2. april kl. 19.00—20.20.6 kennslustundir. Multiplan H og Chart-tengingar Framhald af Multiplan-námskeiöi 1. Fariö veröur í áætlanageröir meö aöstoö multiplan frá Microsoft og sýnt hvernig linurit, súlurit og kökurit eru tölvuunnin. 20 kennslustundir. Námskeiöiö hefst 7. april. Kennt veröur á mánudögum frá kl. 16.50 —18.18 og miövikudögum frá kl. 17.38-19.00. Kennt verður á Atlantis-tölvur, MS DOS-stýrikerfi. Þátttaka tilkynnist til Verzlunarskóla Islands i sima 688400. 32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.