Frjáls verslun - 01.02.1986, Blaðsíða 44
u
Hryðjuverkin eru
mesta vandamálið
— segir Giinter O. Eser aðalforstjóri IATA
Giinter O. Eser, aðalforstjóri IATA og Sigurður Helgason stjórnarformaður
IATA, Alþjóðasamband
áætlunarflugfélaga er stór
og mikil stofnun sem ann-
ast ýmis hagsmunamál
aðildarfélaganna um heim
allan. Innan sambandsins
eru nú 142 flugfélög í 119
löndum og eru það öll
helstu flugfélög heimsins.
Sambandið var stofnað
1945 og minntist á liðnu
ári 40 ára afmælis síns.
Forstjóri þess nú er Þjóð-
verjinn Giinter O. Eser en
hann starfaði um árabil
hjá Lufthansa. Hann var
staddur hérlendis á dög-
unum ásamt blaðafulltrúa
sambandsins David R.
Kyd og greindu þeir frá
starfseminni á fundi með
fréttamönnum í stuttu
spjalli við Frjálsa verslun.
En hver var tilgangur
heimsóknar þeirra til ís-
lands?
— Tilgangur heimsókna minna
til aðildarfélaga IATA er sá að kynna
mér starfsemina, ræða við forráða-
menn þeirra og kanna hvort einhver
sérstök mál séu á ferðinni sem við
getum unnið að saman, sagði Gíinter
0. Eser. -Eg kem nú í fyrsta sinn til
Islands og kemur mér allt hér mjög á
óvart því menn höfðu varað mig við
kulda og trekki en hér er nú hið
besta veður. Vonandi verður þó
hægt að koma hér síðar og þá að
sumarlagi. Og hann bætti því við að
hann hefði fengið góða þjónustu um
borð í Flugleiðavél, enda þekkti hann
Flugleiðamenn að góðu einu. Um
árabil vann hann í Bandaríkjunum
og kynntist þá m.a. Sigurði Helga-
syni stjórnarformanni Flugleiða.
Ferðast mikið
Gúnter Eser tók við starfi sínu hjá
IATA fyrir ári síðan og hefur hann
síðan verið að heimsækja aðildarfé-
lögin og því verið á stöðugum ferða-
lögum. Hann kom hingað frá Banda-
ríkjunum á miðvikudagsmorgni,
ræddi við Flugleiðamenn þann dag
og hélt utan á fimmtudagsmorgni og
ráðgerði að fara til Singapore á
föstudegi. En að hvaða málum er
einkum unnið hjá IATA um þessar
mundir?
— Þau eru jafnan mörg. Helstu
málaflokkar eru flugöryggismál, við-
haldsmál, tæknimál hvers konar,
menntun starfsmanna á öllum svið-
um flugmála, samvinna um fargjöld,
áætlanir og uppgjör á farmiðum milli
félaga. Net áætlunarfélaga um heim-
inn er þéttriðið og mikil samskipti
milli félaga og því ríður á að auðvelt
sé fyrir flugfarþegann að nota far-
miða útgefinn af einu flugfélagi hjá
því næsta. Þess vegna rekum við sér-
staka miðstöð sem annast uppgjör
milli flugfélaganna. Þá er mikið um
hvers konar upplýsingastarfsemi hjá
okkur og þannig getum við miðlað
þekkingu til aðildarfélaganna. Þar
má nefna atriði eins og hvers konar
sætisáklæði eru talin minnst eldfim
og hvernig öryggisgæslu er háttað á
hinum ýmsu flugvöllum svo eitthvað
sé nefnt.
Er unnið að einhverjum nýjum
málum?
44