Frjáls verslun - 01.02.1986, Side 27
heimilisvinir. Þeir eiga sitt sérstaka
borð og það get ég sagt þér að oft er
glatt á hjalla — enda hressir kallar"
— segir Jóhann og hlær.
Þörf á sérstökum
viðskiptaklúbbi
Guðbjörn Karl Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri veitingahússins Arn-
arhóls telur mun minna um það hér á
landi en erlendis að menn hittist yfir
málsverði til þess að ræða viðskipti.
Mun algengara sé að forráðamenn
fyrirtækja og stofnana bjóði við-
skiptavinum sínum eða samstarfsað-
ilum til kvöldverðar eftir vel heppn-
aða heimsókn eða að loknum við-
skiptum. Guðbjörn telur þó vera
Grjónapungarnir voru hressir að vanda. Þeir sem mættir voru heita talið frá
vinstri: Guðjón Magnússon, Bergur Guðnason, Hilmar Björnsson, Karl Harrý
Sigurðsson, Pétur Guömundsson, Jón Pétur Jónsson og Garöar Kjartans-
son.
mikla þörf á sérstökum „viðskipta-
klúþb“ eða óformlegum félagsskap
þar sem menn úr viðskiptaheiminum
geti hist reglulega.
„Hugmyndin er að Arnarhóll ríði á
vaðið og kanni áhugann fyrir slíkum
félagsskap" — segir Guðbjörn.
„Þetta gæti verið óformlegur félags-
skapur þar sem menn geta hist í
notalegu umhverfi og borðað góðan
mat á meðan þeir ræða viðskiptamál.
Þannig gætu slík samtök komið í
stað hádegisverðafunda sem oft eru
haldnir við fremur ófullkomnar að-
stæður. Guðbjörn taldi nauðsynlegt
og oft einnig árangursríkt að skipta
um umhverfi og í því fælist ákveðin
afslöppun frá hversdagsleikanum.
Fastakúnnar í
hádeginu
Guðmundur Ingvarsson, yfirmat-
sveinn og meðeigandi veitingahúss-
ins Lækjarbrekku kveðst iðulega
verða var við viðskiptavini sem
koma gagngert til þess að ræða við-
skipti yfir málsverði. Til þess að
mæta þörfum þessa hóps byði veit-
ingahúsið upp á sérstakan hádegis-
réttaseðil þar sem lögð væri áhersla
á hraða afgreiðslu. Eins og Hótel
Borg hefur Lækjarbrekka einnig
sína fastakúnna þ.e. hópa sem hittast
reglulega í hádeginu ýmist daglega
eða einu sinni í viku. Þessir hópar fá
ákveðinn afslátt og einnig aðrir hóp-
ar sem koma sérstaklega til þess að
halda hádegisverðafundi en slíkir
fundir hafa færst í vöxt að undan-
förnu og telja margir að ástæðan sé
almennur tímaskortur.
Sigþór Sigurjónsson aðstoðar-
framkvæmdastjóri Gildis h/f sem
rekur Grillið á Hótel Sögu tekur í
sama streng — þangað koma iðulega
smærri hópar þar sem menn snæða
saman málsverð um leið og rædd eru
viðskipti. Grillið á sína hópa eins og
önnur veitingahús — þangað koma
ritstjórar fyrr og nú og snæða saman
í hádeginu og Freeport félagar hitt-
ast einnig reglulega í sömu erindum.
„Annars þjónar Grillið mjög breiðum
hópi viðskiptavina" — segir Sigþór
„Við leggjum áherslu á góða þjón-
ustu og hraða afgreiðslu og höfum
jafnan boðið upp á „heimilislegan“
mat sem gestir okkar kunna vel að
meta. Við leggjum einnig áherslu á
að sérstakir hópar sem koma til þess
að ræða málin og snæða saman geti
sem mest verið út af fyrir sig og
bjóðum því upp á litla sali í því
skyni.“
Hagkvæmni í
fyrirrúmi
Hluti af „fasta kjarnanum" — talið frá vinstri: Magnús Jónsson, Ásgeir
Kristinsson, Sveinbjörn Bjarkason, Sævar Baldursson, Þorsteinn Magnús-
son, Jón Baldursson og Björn Blöndal.
Davíð Scheving Thorsteinsson,
framkvæmdastjóri Sól h/f segist
sjaldan ræða viðskipti á veitingahús-
um. Hins vegar segist hann oft sam-
eina það tvennt að vinna í hádeginu
27