Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.02.1986, Blaðsíða 27
heimilisvinir. Þeir eiga sitt sérstaka borð og það get ég sagt þér að oft er glatt á hjalla — enda hressir kallar" — segir Jóhann og hlær. Þörf á sérstökum viðskiptaklúbbi Guðbjörn Karl Ólafsson, fram- kvæmdastjóri veitingahússins Arn- arhóls telur mun minna um það hér á landi en erlendis að menn hittist yfir málsverði til þess að ræða viðskipti. Mun algengara sé að forráðamenn fyrirtækja og stofnana bjóði við- skiptavinum sínum eða samstarfsað- ilum til kvöldverðar eftir vel heppn- aða heimsókn eða að loknum við- skiptum. Guðbjörn telur þó vera Grjónapungarnir voru hressir að vanda. Þeir sem mættir voru heita talið frá vinstri: Guðjón Magnússon, Bergur Guðnason, Hilmar Björnsson, Karl Harrý Sigurðsson, Pétur Guömundsson, Jón Pétur Jónsson og Garöar Kjartans- son. mikla þörf á sérstökum „viðskipta- klúþb“ eða óformlegum félagsskap þar sem menn úr viðskiptaheiminum geti hist reglulega. „Hugmyndin er að Arnarhóll ríði á vaðið og kanni áhugann fyrir slíkum félagsskap" — segir Guðbjörn. „Þetta gæti verið óformlegur félags- skapur þar sem menn geta hist í notalegu umhverfi og borðað góðan mat á meðan þeir ræða viðskiptamál. Þannig gætu slík samtök komið í stað hádegisverðafunda sem oft eru haldnir við fremur ófullkomnar að- stæður. Guðbjörn taldi nauðsynlegt og oft einnig árangursríkt að skipta um umhverfi og í því fælist ákveðin afslöppun frá hversdagsleikanum. Fastakúnnar í hádeginu Guðmundur Ingvarsson, yfirmat- sveinn og meðeigandi veitingahúss- ins Lækjarbrekku kveðst iðulega verða var við viðskiptavini sem koma gagngert til þess að ræða við- skipti yfir málsverði. Til þess að mæta þörfum þessa hóps byði veit- ingahúsið upp á sérstakan hádegis- réttaseðil þar sem lögð væri áhersla á hraða afgreiðslu. Eins og Hótel Borg hefur Lækjarbrekka einnig sína fastakúnna þ.e. hópa sem hittast reglulega í hádeginu ýmist daglega eða einu sinni í viku. Þessir hópar fá ákveðinn afslátt og einnig aðrir hóp- ar sem koma sérstaklega til þess að halda hádegisverðafundi en slíkir fundir hafa færst í vöxt að undan- förnu og telja margir að ástæðan sé almennur tímaskortur. Sigþór Sigurjónsson aðstoðar- framkvæmdastjóri Gildis h/f sem rekur Grillið á Hótel Sögu tekur í sama streng — þangað koma iðulega smærri hópar þar sem menn snæða saman málsverð um leið og rædd eru viðskipti. Grillið á sína hópa eins og önnur veitingahús — þangað koma ritstjórar fyrr og nú og snæða saman í hádeginu og Freeport félagar hitt- ast einnig reglulega í sömu erindum. „Annars þjónar Grillið mjög breiðum hópi viðskiptavina" — segir Sigþór „Við leggjum áherslu á góða þjón- ustu og hraða afgreiðslu og höfum jafnan boðið upp á „heimilislegan“ mat sem gestir okkar kunna vel að meta. Við leggjum einnig áherslu á að sérstakir hópar sem koma til þess að ræða málin og snæða saman geti sem mest verið út af fyrir sig og bjóðum því upp á litla sali í því skyni.“ Hagkvæmni í fyrirrúmi Hluti af „fasta kjarnanum" — talið frá vinstri: Magnús Jónsson, Ásgeir Kristinsson, Sveinbjörn Bjarkason, Sævar Baldursson, Þorsteinn Magnús- son, Jón Baldursson og Björn Blöndal. Davíð Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Sól h/f segist sjaldan ræða viðskipti á veitingahús- um. Hins vegar segist hann oft sam- eina það tvennt að vinna í hádeginu 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.