Frjáls verslun - 01.06.1987, Blaðsíða 10
Fréttir
Starfsfólki í bönkum hefur fjölgaö mjög mikiö.
Störfum í banka
kerfinu fjölgar
Á síðustu 10 árum hef-
ur störfum í bankakerfinu
fjölgað um 1.442 eða
83%. Þessar upplýsingar
koma fram í nýjasta hefti
af Hagtölum mánaðarins.
Árleg aukning á þessu
tímabili hefur að meðal-
tali verið 6.2% en seinni
hluta tímabilsins hefur
aukningin þó verið heldur
meiri eða 7.1% að meðal-
tali samanborið við 5.3%
að meðaltali á tímabilinu
1976-81. Á þessu 10 ára
timabili hefur raunvirði
innlána aukist um 109%
og framleiðni á þann
kvarða reiknað vaxið um
14% eða 1.3% á ári.
Færslufjöldi og önnur
umsýsla kynni þó að sýna
meiri aukningu.
„Það er einmitt í byrjun
þessa tímbils, sem tölvu-
væðing bankakerfisins er
að hefjast að einhverju
marki og stendur reyndar
enn yfir. Með hliðsjón af
þessum tölum um aukn-
ingu á mannafla í banka-
kerfinu virðist augljóst að
tölvuvæðing bankakerfis-
ins hefur ekki skilað
þeirri hagræðingu og
spamaði sem búist var
við“, segir í Hagtölum
mánaðarins.
STARFSMANNAFJÖLDI í BÖNKUM OG
SPARISJÓÐUM.
STÖÐUGILDI í LOK HVERS ÁRS
Viðsk,- spari-
bankar sjóðir
1976 1.426 165
1977 1.484 184
1978 1.546 199
1979 1.607 237
1980 1.698 240
1981 1.821 256
1982 1.944 277
1983 2.029 311
1984 2.206 340
1985 2.408 364
1986 2.566 386
Reikni- Seðla- Banka- kerfið
stofa banki alls
27 115 1.733
29 114 1.811
38 118 1.901
42 119 2.005
48 123 2.109
52 121 2.250
59 124 2.404
63 131 2.534
71 126 2.743
81 122 2.975
93 130 3.175
Nýr framkvæmda-
stjóri hjá Frigg
Jón Þorsteinn Gunnars-
son hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri hjá
Sápugerðinni Frigg. Jón
var stúdent frá Mennta-
skólanum við Tjömina
1974 og viðskiptafræð-
ingur frá Háskóla íslands
1982. Hann var sölumað-
ur í Frigg frá október
1975, í hlutastarfi með
námi, sölustjóri þar frá 1.
janúar 1979 og viðskipta-
fræðingur frá 1982. Jón
fór til framhaldsnáms við
Schiller Intemational
University í Heidelberg
árið haustið 1986 þar
sem hann lauk MBA prófi.
Jón Þorsteinn.
Breyttar
sparnaðarvenjur
Mikil umskipti hafa
orðið á fjármagnsmark-
aðnum hér á landi. Pen-
ingalegur spamaður hef-
ur ekki aðeins aukist
heldur hefur fjölbreytni
spamaðarforma aldrei
verið meiri. Ef dæma má
af nágrannalöndunum
em enn meiri umskipti í
vændum á sparifjármark-
aðnum en þau sem orðið
hafa hér á síðustu ámm. í
septemberfréttum
Verðbréfamarkaðar Iðn-
aðarbankans er fjallað um
þessar breytingar og með-
fylgjandi mynd birt um
skiptingu spamaðar í
Bandaríkjunum 1977 og
1987.
Skipting spamaóar í Bandaríkjunum
1977 og 1987
10