Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1987, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.06.1987, Blaðsíða 41
staðsettar eru í úthverfum heldur haldið okkur við aðal- verslunargötur. En ég er þeirrar skoðunar að Kringl- an sé ekki staðsett í úthverfi og að þangað muni fólk koma til að versla í framtíðinni. Við erum einnig mjög ánægð með versiunina sjálfa. En ég verð að fá að nota tækifærið til að lýsa aðdáun minni á Kringlunni og hvernig að öllum framkvæmd- um þar var staðið. Þetta er stórglæsileg verslunarmið- stöð - einhver sú glæsilegasta í Evrópu - fullkomlega á heimsmælikvarða. Þegar við sögðum frá því erlendis að við ætluðum að opna okkar fyrstu verslun erlendis á Is- landi, þá var hlegið að okkur. Um miðjan september verður haldin hér í Reykjavík ráð- stefna sambands norrænna verslanamiðstöðva þar sem Kringlan verður kynnt. Eg er viss um að þeir hinir sömu hlæja ekki þegar þeir hafa séð staðinn." Grunnhugmynd — Á tíu árum hafið þið fest ykkur í sessi sem einhverjir vinsælustu barnafatafram- leiðendur í Svíþjóð. Á hverju byggist velgengni fyrirtækis- ins? „Polarn & Pyret byggir á ákveðinni grundvallarhug- mynd. Við leggjum höfuð- áherslu á gæði, hagkvæmni og góða þjónustu við við- skiptavinina. Ofugt við versl- anakeðjur eins og t.d. Ikea leggjum við ekki mesta áherslu á verðið. Auðvitað er okkur umhugað að halda verðinu niðri og okkur tekst það m.a. vegna þess að við sjáum sjálfir um dreifingu á okkar vörum og getum þ.a.l. skorið niður einn millilið sem eru heildsalarnir. Það hefur sýnt sig að versl- unarmynstrið hjá fólki hefur breyst. Hér áður fyrr þótti allt best sem var nógu ódýrt og sátu þá gæðin oftast á hakan- um. En nú virðist fólk tilbúið að borga dálítið meira og fá þá vandaða og endingargóða vöru. Þegar við fyrst komum fram með hugmyndir okkar fyrir þrettán árum var það ætlun okkar að framleiða og selja gæðafatnað fyrir börn og unglinga sem hentaði þörf- um þeirra - og mæðranna. Það er að segja fatnað úr náttúru- legum efnum eins og baðmull sem væri bæði þægilegur, fallegur og auðveldur í með- förum. Við hönnuðum okkar eigin línu og lögðum áherslu á að fötin væru klassísk og óháð tískusveiflum. Auðvitað fylgj- um við tískunni en við hlaup- um ekki eftir öllum þeim sveiflum og breytingum sem verða á þeim markaði. Fötin fást í öllum grunnlitunum og þeim má raða saman á ýmsa vegu og þau hafa þann kost að eftir að búið er að koma upp alklæðnaði má alltaf bæta við og breyta með litlum til- kostnaði. Þessi tegund barna- fatnaðar var einstæð fyrir u.þ.b. tíu árum og alger bylt- ing á markaðnum. Við byrjuð- um með fatnað fyrir börn en bættum fljótlega við fatnaði fyrir börn og unglinga eldri en tólf ára. Seinna var bætt við fatnaði fyrir fullorðna." Sérhönnun — fslenskur fataiðnaður hef- ur átt verulega erfitt uppdrátt- ar undanfarin ár. Þrátt fyrir gott hráefni og stórar hug- myndir hefur útfærsla þeirra og framkvæmd ekki orðið á þann veg að tekist hafi að vinna íslensku ullinni nægjan- legan markað erlendis. Við spurðum þau Tommy og Karin hvort íslendingar gætu e.t.v. lært eitthvað af Svíum í þeim efnum. „Hönnun, markaðssetning og dreifing. Það eru aðalatrið- in“ segir Tommy. „Fyrir nokkrum árum átti fataiðnað- urinn í miklum erfiðleikum í Svíþjóð. Ætli ykkar vandi sé ekki svipaður. Þetta er ekki spurning um að geta framleitt eitthvað og selt það. Laun eru há í báðum þessum löndum og þ.a.l. getum við ekki keppt við fjöldaframleiðslu frá lág- launalöndum eins og S - Kóreu eða Hong Kong. Okkar stefna verður því að vera að selja vel hannaða gæðavöru þar sem verðið er ekki aðal- atriðið. Við héldum að við gætum keppt við stórfyrir- tæki i fjöldaframleiðslu og fataiðnaðurinn var styrktur af ríkinu. Það versta sem hægt er að gera nokkrum iðnaði er að hlífa honum við allri sam- keppni. Það voru aðallega stóru fyrirtækin sem áttu við mikla erfiðleika að etja. Minni fyrirtækjum sem alltaf hafa sérhæft sig í vel hannaðri gæðavöru, þó svo hún kosti meira, hefur alltaf gengið vel. Eftir að ríkið hætti að styrkja fataiðnaðinn hefur staðan breyst mjög til hins betra. Stóru fyrirtækin lögðu upp laupana hvert af öðru, en þeir sem koma með góða hönnun sem tekur mið af markaðnum hverju sinni lifa af og gengur vel. Við framleiðum 60% af því sem við seljum í Svíþjóð, 20% er framleitt í Danmörku og Finnlandi og 20% í Portúgal og Hong Kong. Við framleið- um ekkert sjálfir sá þáttur er algerlega í höndum undirverk- taka. Við erum eingöngu Verslun Polarn & Pyret í Kringlunni er fyrsta verslunin sem opnuð er utan Svíþjóðar. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.