Frjáls verslun - 01.06.1987, Blaðsíða 16
tryggingasjóði vaxa um 22% og er það nokkuð umfram
verðbólgu. Þessi mælikvarði á eignir er að mörgu leyti
heppilegri en sá sem notaður er í ársreikningum trygg-
ingafélaganna. Með þessu móti er auðveldara að bera
saman eignastöðu tryggingafélaganna og fyrirtækja í
öðrum rekstri. Ekki er teljandi munur á breytingu veltu-
og fastafjármuna, en skammtímakröfur aukast talsvert
umfram aukningu á sjóði og bankainnistæðum. Oft er
mikil hækkun á þessum lið merki um að útistandandi
iðgjöld hafi innheimst verr en áður en svo er þó ekki í öll-
um tilfellum.
Sjóvá á mestar eignir, eða á annan milljarð ef miðað er
við eignir nettó. Næstar koma Samvinnutryggingar og
því næst Brunabótafélagið. Eignir dragast saman hjá
tveimur félögum, Hagtryggingu og Húsatryggingum og
aðeins er um 6,4% aukningu að ræða hjá Tryggingu.
Hins vegar er rétt að benda á að lækkun á eignum þarf í
sjálfu sér ekki að vera áhyggjuatriði, ef á móti kemur
samsvarandi lækkun á skuldum.
Sú stærð sem mesta athygli vekur yfirleitt úr efna-
hagsreikningum er eigið fé félaganna. í heild hækkar eig-
ið fé um 19% og lækkar að raungildi hjá nokkrum félög-
um. Mest er lækkunin hjá Abyrgð og Hagtryggingu, þar
sem eigið fé lækkar í krónum talið, eins og það gerir
reyndar einnig hjá Húsatryggingum Reykjavíkur. Einnig
vekur athygli að eigið fé hækkar aðeins um 13% hjá
Sjóvá. Hér ber þó að huga að því að á móti kemur þar
hækkun á bundnu óskattlögðu fjármagni.
Ýmsar heildartölur og hlutföll
Til fróðleiks er hér birt mynd um þróun nokkurra lykil-
Réttur
ELLI-
Tryggingastofnunar ríkisins,
hver er hann? Svariö er að finna f
bæklingum okkar. Biöjiö um þá.
f'^í@=íb
rætur
TRYGGINGASTOFN UN RÍKISINS
stærða hjá almennu tryggingafélögunum í heild á undan-
fömum árum. Allar em stærðimar færðar til verðlags
ársins 1986 með vísitölu neyslu. Þar sést að eigin iðgjöld
hafa breyst furðu lítið á undanfömum áratug og drógust
reyndar saman að raungildi snemma á 9. áratugnum. Þó
verður að gæta að því að á tímabilinu drógu félögin mjög
úr þátttöku sinni í erlendum endurtryggingum. Á síðustu
ámm em iðgjöldin svo aftur farin að aukast. Eigið fé alls
(að meðtöldum áhættusjóði og bundnu óskattlögðu fjár-
magni) hefur hins vegar stóraukist á þessu tímabili og
eigin tryggingasjóður vex um rúm 50%. Það er því ekki
nokkur vafi á því að staða félaganna í heild hefur eflst að
miklum mun á tímabilinu, þótt hvað eigið fé varðar a.m.k.
eigi batinn sér að hluta til bókhaldslegar skýringar. Hins
vegar vekur athygli, að eigið fé virðist ekki hafa aukist að
marki síðan 1982 og síðan þá hefur vöxtur trygginga-
sjóðs verið í samræmi við aukningu iðgjalda. Þetta bend-
ir til þess að staða tryggingafélaganna hafi ekki batnað
að marki á síðustu ámm. Á tímabilinu hefur þó orðið sú
mikilvæga breyting að félögin hafa fært sig yfir á heima-
völl, þ.e. stórminnkað þátttöku í erlendum tryggingum.
Við það hefur áhættan tvímælalaust minnkað.
NOKKRAR HEILDARSTÆRÐIR - ALMENN FÉLÖG
Verðlag 1986
2500
rillj. ism
1000
-e- Eigin -v-Eigidfé —Eigin
tnygginga idgjöld
sjodur
Einnig er hér birt yfirlitsmynd um reiknaða afkomu
hinna ýmsu flokka trygginga. Með afkomu er átt við
stöðu eftir að tekið hefur verið tillit til kostnaðar og
hækkunar sjóða vegna endurtrygginga. Þar kemur af-
koma erlendra endurtrygginga líklega helst á óvart, en
halli á ökutækjatryggingum þarf ekki að undra neinn.
Samkvæmt myndinni er einnig hallarekstur á slysa- og
sjúkratryggingum, en afkoma frjálsra ábyrgðartrygginga
er tiltölulega best.
Loks er hér birt tafla um iðgjöld ársins 1986. Taflan
gefur nokkra hugmynd um umsvif félaganna í hinum ein-
stöku tryggingagreinum á liðnu ári og að hve miklu leyti
þau taka áhættuna í eigin hlut.
Markaðshlutdeild
Markaðshlutdeild er eitt þeirra atriða sem trygginga-
menn fylgjast hvað nánast með. Það er auðvitað rétt að
16