Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1987, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.06.1987, Blaðsíða 51
IMEDE (International Managament Development Institute) var stofnaður árið 1957 og heldur því upp á 30 ára af- mæli sitt á þessu ári. Frumkvæði að stofnun skólans átti Nestlé fyrirtækið í Sviss í samvinnu við Harvard Business School í Bandaríkjunum og University of Lausanne auk annarra fyrirtækja. Skólinn var upphaflega ætlaður evrópskum stjórnendum, einkum hjá Nestlé og samstarfsfyrirtækjunum, en fyrr en varði sóttu skólann stjórnendur frá öllum heimsálfum. Kennslan fór þó eingöngu fram á styttri námskeiðum og var hugsuð sem þróun í starfsferli stjórnenda innan fyrirtækjanna. Árið 1972 var svo rekstrarhagfræði- deild skólans stofnuð. Þar var boðið upp á nám í rekstrarhagfræði (MBA-Master of Business Administration) er spann- aði heilt ár og var ætlað yngri mönnum en þeim sem komu á námskeiðin, hvort sem þeir nýttu sér menntunina innan þess fyrirtækis sem þeir unnu hjá eða á nýjum vettvangi. Rekstrarhagfræði- deildin hefur nú starfað í 17 ár og aflað skólanum þeirrar virðingar sem hann nýtur, án verulegra breytinga á formi, en námsskráin tekur sífelldum breyting- um eftir þörfum atvinnulífsins. Tilgangur og markmið IMEDE Tilgangur skólans er einkum tvíþætt- ur. í fyrsta lagi að vera alþjóðlegur skóli, þ.e. leggja áherslu á námsefni er beinist að því að undirbúa stjórnendur undir þátttöku í alþjóðaviðskiptum og í öðru lagi að höfða til nemenda sem víð- ast að úr heiminum svo hver og einn geti miðlað af reynslu sinni og við- skiptavenjum í sínum heimshluta. Með þessu vill skólinn leggja áherslu á þá staðreynd að erlendir markaðir, starf- semi erlendis og samstarf við erlenda aðila verða sífellt mikilvægari þættir í starfi stjórnenda fyrirtækja samfara auknum alþjóðaviðskiptum og víðari markaðsskilgreiningu fyrirtækja en áður. í öðru lagi er tilgangur skólans að veita menntun í stefnumótun fyrirtækja og almennri stjórnun frekar en sérhæf- ingu í einstökum greinum rekstrarhag- fræðinnar, s.s. fjármálum, framleiðslu, markaðsfærslu o.s.frv. Með þessu legg- ur skólinn áherslu á að starf stjórnenda, hvort heldur framkvæmdastjóra eða stjórnenda á tilteknum sviðum fyrir- tækisins, verður að taka mið af öllum þáttum í starfsemi fyrirtækisins og að innbyrðis samræmi verður að vera í stjórnun og stefnumótun þess. Stjórn- andinn verður því ekki aðeins að vera sérfræðingur á ákveðnum sviðum held- ur jafnframt að taka mið af heildar- stefnu fyrirtækisins og samhæfa alla þætti þess í starfi sínu. Námsefnið mið- ar því að því að undirbúa menn undir að takast á við verkefni á hvaða sviði sem er og/eða að samhæfa öll svið fyrir- tækisins. Auk þessa er lögð áhersla á frum- kvæði og samskiptatækni stjórnandans, hagnýtar lausnir á vandamálum frekar en fræðilegar og náin tengsl við at- vinnulífið. Inntökuskilyrði Á hverju ári berast um 400 umsóknir um skólavist. Aðeins 65 geta hins vegar komist að og því eru inntökuskilyrði mjög ströng. Við mat á umsóknum er m.a. tekið tillit til tungumálakunnáttu, aldurs, fyrra náms, starfs og starfs- aldurs, þjóðernis, niðurstaðna úr GMAT-prófi, meðmæla, persónugerðar og fyrirætlana umsækjanda. Krafist er flugfærni í ensku og kunnáttu í a.m.k. einhverju öðru tungumáli en kennslan fer þó eingöngu fram á ensku. Tveir þriðju nemenda tala a.m.k. þrjú tungumál. Meðalaldur nemenda er 30 ár, en þeir eru frá 23-38 ára. Meðal starfsreynsla eftir síðasta háskólanám er 5-6 ár, en krafist er a.m.k. 2 ára starfsreynslu að loknu viðurkenndu háskólanámi. Nær helmingur þeirra sem hljóta inngöngu hefur viðskipta-eða hagfræðimenntun að baki en aðrir koma úr ýmsum greinum tengdum við- Einar Kristinn Jónsson. Höfundur þessarar greinar er Einar Kristinn Jónsson. Einar stundar nám við IMEDE skólann og féllst hann á að skiptum, s.s. verkfræði, lögfræði o.fl. Reynt er að dreifa nemendum sem mest eftir þjóðerni og eru þeir nú frá 30 lönd- um úr öllum heimsálfum. Krafist er góðra niðurstaðna úr GMAT (Graduate Management Admission Test) og með- mæla tveggja einstaklinga. Þá eru um- sóknareyðublöð mjög ítarleg og þannig úr garði gerð að hægt sé að meta per- sónueinkenni og fyrirætlanir umsækj- anda auk þess sem leitað er eftir viðtöl- um við umsækjendur og þeir jafnframt hvattir til að verja degi við skólann til að kynna sér námsefni og tilhögun. Námsáfangar Námið tekur 12 mánuði, hefst í byrj- un janúar og lýkur um miðjan desem- ber. Námsefnið er samt sem áður um 990 kennslustundir sem jafngildir 2 kennsluárum í flestum skólum með sam- bærilegt námsefni. Þetta fyrirkomulag gefur því nemendum tækifæri á að leggja á sig tvöfalt álag en spara sér eitt ár í töpuðum launum. Námsárið skiptist í 10 áfanga, sem hver er um 4-5 vikur, og spannar sífellt víðtækari svið eftir því sem líður á námsárið. Fyrstu þrír áfangarnir leggja grunninn að þekkingu á almennri stjórnun og helstu stjórntækjum, næstu þrír fjalla um stefnumótun og fram- kvæmdastjórn og þeir síðustu um al- þjóðamarkaði, samningatækni og ýmis afmörkuð svið stjórnunar. Námsefni kynna starfsemi skólans fyrir lesendum Frjálsrar verslunar. Einar Kristinn Jónsson lauk stúdents- prófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1977 og viðskiptafræðiprófi frá Há- skóla íslands 1981 og hóf hann síðan nám í IMEDE á þessu ári. Með námi starfaði Einar hjá Arnarflugi og Endur- skoðun hf. Að námi loknu varð hann sölu- og markaðsstjóri hjá Pennanum sf. 1981 til 1984 og framkvæmdastjóri hjá SÁÁ 1984 til 1987. Á námsárum tók Einar mikinn þátt í félagsmálum. Hann var formaður Mál- fundafélags Verslunarskólans, forseti Nemendafélags Verslunarskólans og sat í deildarráði Viðskiptadeildar Há- skóla íslands sem fulltrúi nemenda. Auk annarra félagsstarfa á hann nú sæti í stjórn Foreldrasamtakanna Vímulaus æska og Samtaka um frjálsan útvarps- rekstur þar sem hann hefur verið for- maður frá 1985. Um höfundinn 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.