Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1987, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.06.1987, Blaðsíða 46
ITalið er að neðanjarðarhagkerfið i Frakklandi sé 6—9% af landsframleiðslu og kosti franska ríkið 20.6 milljónir dollara í töpuðum skatttekjum. sérfræðinga virðist vera handahófs- kenndar. Mismunandi aðferðir sem notaðar hafa verið til að meta stærð neðanjarðarhagkerfisins í Svíþjóð hafa gefið niðurstöður frá 0.5% upp í 17.2% af landsframleiðslu, í Belgíu frá 3.8% upp í 12.7% og Bretlandi frá 2.5% upp í 16%. Þótt menn séu ekki á eitt sáttir hvaða aðferð gefi rétta niðurstöðu eru flestir sammála um að neðanjarðahagkerfið stækkar ár frá ári. ítalir eru einna stórtækastir á svarta markaðnum. Nýleg rannsókn Hagstofunnar á Ítalíu leiddi í ljós að 6.5 milljónir Itala gegna tveimur ef ekki þremur störfum. Tekjur af aukastörfunum eru ekki gefnar upp til skatts. Um 2.5 milljónir voru í heilsdagsvinnu sem hvergi var skráð. Niðurstöður Hagstofunnar voru þær að neðanjarðarhagkerfið bætti að minnsta kosti 15.4% við landsfram- leiðslu ítala árið 1982. Virt ítölsk rannsóknastofnun í þjóðfélagsfræð- um, Gensis, telur að svarti markaður- inn sé miklu stærri eða 25-30% af landsframleiðslu og að hann sjái um 8-10 milljónum manna fyrir atvinnu. Samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofunni á Italíu er álitið að um 46% af öllum tekjum í þjónustu séu ekki taldar fram til skatts. Jafnvel stórfyrirtæki eru óbeint þátttakendur i neðanjarðarhagkerf- inu. Þungaiðnaðurinn er að vísu allur ofanjarðar en hann byggir á neti af undirverktökum sem að meira eða minna leyti starfa í neðanjarðarhag- kerfinu. Flest þeirra fyrirtækja eru fjölskyldufyrirtæki sem koma sér undan launaskatti og ákvæðum vinnulöggjafarinnar með því að ráða ættingja í vinnu eða menn sem gegna hlutastörfum. Mörg þessara fyrirtækja hafa svo bundist samtök- um til að sjá sjálfum sér fyrir ýmiss konar þjónustu svo sem bankaþjón- ustu. Sum þessara fyrirtækja hafa stofnað öflug útflutningsfyrirtæki sem starfa eftir öllum lögum og regl- um. Neðanjarðarhagkerfið á Ítalíu hef- ur fengið mesta athygli sérfræðinga en leiða má líkur að því að ástandið sé svipað í flestum löndum Suður- Evrópu. Arið 1985 upplýstu spönsk stjórnvöld að 2.6 milljónir af um 12.2 milljóna mannafla ynnu í neðanjarð- arhagkerfinu. Þar kom einnig fram að álitið er að 460 þúsund manns af þeim 3 milljónum Spánverja sem skráðir eru atvinnulausir hafi atvinnu. Þessar niðustöður voru byggðar á viðtölum við 64 þúsund manns. í Suður-Evrópu eru það opin- berir starfsmenn sem eru ötulastir í neðanjarðarhagkerfinu. Vinnutími þeirra er frá 8 á morgnana til klukk- an 3 á daginn og það gerir þeim auð- velt að vera í annarri vinnu um leið og léleg laun gera það nauðsynlegt. Portúgalskur embættismaður lét svo um mælt að stjórnendur í opinbera geiranum væru það margir að þeir vissu ekki hvað þeir ættu við tímann að gera. Hann sjálfur taldi að hann gæti lokið dagsverki sínu á tveimur tímum. Neðanjarðarhagkerfið er að öllum líkindum minna norðar í álfunni mælt sem hlutfall af landsfram- leiðslu. Þar sem landsframleiðslan er miklu meiri í Norður-Evrópu er samt verið að tala um stórar upphæðir. Nýlegar tilgátur gera ráð fyrir því að neðanjarðarhagkerfið í Þýskalandi sé um 10% af landsframleiðslu, sem samsvarar um 110 milljörðum doll- ara. Samkvæmt því er neðanjarðar- hagkerfið í Þýskalandi stærra en allt hagkerfi Grikklands, Tyrklands, Danmerkur eða Noregs. Talið er að neðanjarðarhagkerfið í Frakklandi, 6-9% af landsframleiðslu, kosti franska ríkið 20,6 milljarða dollara í töpuðum skatttekjum. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.