Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1987, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.06.1987, Blaðsíða 7
Frjáls verslun Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál RITSTJÓRIOG ÁBYRGÐARMAÐUR: Kjartan Stefánsson LJÓSMYNDIR: Grímur Bjarnason Gunnar Gunnarsson Kristján Einarsson AUGLYSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir UTGEFANDI: Frjálstframtakhf. Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, simi 82300 Auglýsingasími 31661 RITSTJÓRN: Bíldshöfði 18, sími 685380 STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðviksson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir ÁSKRIFTARVERÐ: 1155 kr. 4 blöð (eintak í áskrift 288,75 kr.) LAU SASÖLUVERÐ: 297 kr. SETNING, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentstofa G. Benediktssonar LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. m itstjórnargrein Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. Heimamarkaður Evrópu Fáar þjóðir heims eru eins háðar utanríkisviðskiptum og við Is- lendingar. Við þurfum að fylgjast grannt með öllum hræringum á erlendum mörkuðum því minnstu breytingar geta haft áhrif á kjör okkar til hins betra eða verra. Fyrirhugað er að Evrópubandalags- þjóðirnar komi á einum markaði, heimamarkaði Evrópu, árið 1992. Þessi áform eru án efa stærsta einstaka breytingin á erlend- um mörkuðum sem haft getur áhrif á viðskiptakjör þjóðarinnar á næstu árum. Þegar verið er að ræða um einn markað í Evrópu er ekki aðeins átt við að landamæri ríkja verði opnuð fyrir vörum og þjónustu. Um er að ræða gagnkvæman aðgang að mörkuðum jafnt sem auð- lindum, þar með talið náttúruauðlindir og vinnuafl. Menn hafa stundum í þessu samhengi talað um Bandaríki Evrópu. Einn markaður er kærkomið tækifæri fyrir mörg fyrirtæki því þar fá þau aðgang að stærri markaði en þau höfðu áður haft og vaxtarmöguleikar þeirra aukast. Stór evrópskur heimamarkaður mun einnig verða lyftistöng fyrir tækni, rannsóknir og vöruþróun. Búast má við því að Evrópa verði miklu sterkari heild tæknilega og efnahagslega en áður og mun hún því standa betur að vígi gagnvart Bandaríkjunum og Japan. Það er einnig þjóðhagslega hagkvæmt að ryðja úr vegi þeim leifum hindrunum sem verið hafa á viðskiptum milli Efnahagsbandalagslandanna. Þessar hindranir hafa verið lagðar þrátt fyrir yfirlýsta stefnu um fríverslun og þær hafa haft ýmsan aukakostnað í för með sér. íslendingar hafa átt mikil og vaxandi viðskipti við Efnahags- bandalagslöndin á undanförnum árum og það er mikilvægt fyrir okkur að geta haldið þeim viðskipum áfram ekki síst eftir stækkun bandalagsins. Eins og málin standa í dag er ekki boðið upp á sam- bærilega samninga og við höfum nú við bandalagið eftir 1992. Við virðumst því standa frammi fyrir tveimur kostum: Vera fyrir utan Efnahagsbandalagið og taka á okkur verðlækkun á mikilvægum útflutningsvörum í formi tolla eða ganga í bandalagið með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Hvorugur þessara kosta er góður fyrir okkur. Það er ekki nema rétt rúmur áratugur síðan sigur vannst í landhelgismálinu og mönnum hrís hugur við þeirri tilhugusun að opna landhelgina fyr- ir erlendum veiðiskipum. Ekki eru nema fjögur ár til stefnu þar til við verðum að gera upp hug okkar í þessu máli. Sjálfsagt er að reyna til þrautar að fá sérstöðu okkar viðurkennda þannig að við getum notið sambærilegra viðskiptakjara og áður en auðvitað verður þar á brattann að sækja. Á hinn bóginn þurfum við að breyta starfsskilyrðum atvinnu- lífsins á þann veg að þau líkist sem mest starfsskilyrðum í helstu samkeppnislöndum okkar. Með því sláum við tvær flugur í einu höggi. Innleiðum hagkvæmt fyrirkomulag í atvinnulífið, sem er auðvitað sjálfstætt markmið, og búum íslensk fyrirtæki betur und- ir samkeppni við erlend fyrirtæki hvort sem við tengjumst Efna- hagsbandalaginu að einhverju leyti eða ekki. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.