Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1988, Qupperneq 7

Frjáls verslun - 01.03.1988, Qupperneq 7
Ritstjórnargrein Samningar ísjálfheldu Nú er lokið löngu og hörðu verkfalli verslunarmanna. Því er ekki úr vegi að vega og meta kostnað við verkfallið og það sem upp var skorið. Ljóst er að verkfallið hafði gífurlegan kostnað í för með sér. Verkfallsfólk sjálft varð ekki aðeins fyrir launatapi heldur misstu mörg fyrirtæki af tekjum sem skiptu tugum ef ekki hundruðum milljóna króna, einkum fyrirtæki í flutningum og ferðaþjón- ustu. Þá er ótalið það tjón sem Island varð fyrir sem ferðamannaland við þann álit- shnekki að geta ekki tekið á móti stórum hópum manna sem búnir voru að skipu- leggja ráðstefnur hér á landi með löngum fyrirvara. Það er réttur vinnandi fólks að geta lagt niður vinnu til að knýja á um gerð kjara- samninga. Verkbönn eru sambærilegur rétt- ur vinnuveitenda. Aðilar vinnumarkaðarins hafa ekki aðeins réttindi heldur einnig skyldur. Ein stærsta skylda þeirra er að varðveita friðinn. Verkföllum á aðeins að beita í ítrustu neyð því þau bitna á svo mörg- um sem ekki eiga hlut að máli og veikja þjóðfélagið í heild. Strax í upphafi mátti sjá að samningar verslunarmanna voru í sjálfheldu að því leyti að allar aðrar stéttir launamanna voru búnar að áskilja sér sömu hækkanir ef versl- unarmenn fengju meira en aðrir voru búnir að fá. Því var ekki eingöngu tekist á um laun verslunarfólks heldur einnig og miklu frem- ur um almenna launaþróun í landinu. Bog- inn hefur þegar verið spenntur í þeim efnum og lítið má út af bregða til þess að verðbólg- an fari á skrið á nýjan leik. An tillits til þess hvort krafa verslunarmanna var réttmæt eða ekki mátti sjá að barátta þeirra var töp- uð fyrirfram. Því má segja að lagt hafi verið út í mikinn herkostnað þrátt fyrir að von um ávinning hafi ekki verið mikil. Löngu er tímabært að endurskoða vinnu- lag við gerð kjarasamninga og skipulag aðila vinnumarkaðarins. Til dæmis er óviðunandi að fjöldi verkalýðsfélaga — hátt á annar tug- ur — geti hvert og eitt stöðvað flugsamgöng- ur til og frá landinu. Nær væri launafólk væri í starfsgreinafélögum þannig að fáeinir menn í hverju fyrirtæki geti ekki lamað starfsemi þess. Einnig væri hugsandi að fyrirtæki semdu beint við starfsmannafélög að minnsta kosti stærstu fyrirtækin. Frjáls verslun Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Kjartan Stefánsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir LJÓSMYNDARAR: Grímur Bjarnason Gunnar Gunnarsson Kristján Einarsson ÚTGEFANDI: Frjálst framtak hf. Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, sími 82300 Auglýsingasími 31661 RITSTJÓRN: Bfldshöfði 18, sími 685380 STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir ÁSKRIFTARVERÐ: 1.315 kr., jan. - júní, (eintak í áskrift 329 kr.) LAUSASÖLUVERÐ: 399 kr. SETNING; PRENTUN OG BÓKBAND: Prentstofa G. Benediktssonar LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir * 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.