Frjáls verslun - 01.03.1988, Side 14
Til umræðu
Félagshyggja, markaðs-
hyggja og „franskar“
Greinarhöfundur, Sigmar
Þormar er þjóðfélagsfræðingur
að mennt og starfar hjá
Verslunarráði Islands.
Franskar kartöflur hafa að
undanförnu verið deilumál
ráðuneyta, samtaka atvinnulífs-
ins og neytenda. Erfiðleikarnir
stafa af því að landbúnaðarráðu-
neytið vill hamla gegn innflutn-
ingi á þessari vöru. Sú ástæða er
gefin að nauðsynlegt sé að
vernda innlenda framleiðslu.
Takmarkanir á innflutning franskra
kartaflna skipta varla meginmáli í
efnahagslífi íslensku þjóðarinnar.
Hins vegar má velta því fyrir sér hvað
ræður ákvörðunum landbúnaðar-
ráðuneytisins í þessu máli. Er hér um
að ræða aðgerðir í ætt við „félags-
hyggju“ eða ræður eitthvað annað
ferðinni? I greininni verður þessu velt
fyrir sér.
Mikið af kartöflum
I haust varð kartöfluuppskeran hér
á landi mjög mikil. Þetta virðist hafa
átt einhvem þátt í því að landbúnaðar-
ráðuneytið ákvað að stöðva innflutn-
ing á frönskum kartöflum um skeið.
Talað var um tímabundna ráðstöfun
meðan „athugun á birgðastöðu“ færi
fram. Eftir afskipti fjármálaráðuneyt-
isins þann 15. febrúar s.l. var innflutn-
ingsbanninu aflétt. Landbúnaðar-
ráðuneytið svaraði að bragði með
reglugerð þann 26. febrúar þar sem
heimild ráðuneytisins til að leggja á
aðflutningsgjald á þessa vöru var
nýtt. LFpphæð svokallaðs „jöfnunar-
gjalds“ var ákveðið 190%, sem ásamt
30% tolli gerir erlendu vöruna mjög
dýra.
Svo undarlega vill til að þessi mikla
hækkun fylgir rétt í kjölfarið á lækkun
og samræmingu á aðflutningsgjöldum
nú um áramótin en þar var um að
ræða framkvæmd á mikilvægu
stefnumáli ríkisstjórnarinnar.
Neytendasjónarmið,
veitingasjónarmið
Samstarfsráð verslunarinnar,
Neytendasamtökin og Samband veit-
inga- og gistihúsaeigenda héldu
blaðamannafund í mars sl.í húsnæði
Verzlunarráðs Islands, skömmu eftir
að gjaldið var lagt á. Lýst var yfir
megnri óánægju með vinnubrögð hins
opinbera í þessu máli.
Á fundinum var talað um að að-
gerðirnar stuðluðu ekki að auknum
skilningi milli landbúnaðarins annars
vegar og annarra atvinnugreina og
neytenda hins vegar.
Mótmæli Neytendasamtakanna
falla saman við mótmæli Félags ís-
lenskra stórkaupmanna og annarra
samtaka er tengjast verslun. Þetta er
áhugavert því benda má á að þessir
aðilar fylgjast ekki alltaf að. Neyt-
endasamtökin gagnrýndu harðlega ís-
lenska stórkaupmenn fyrir verðlag á
ýmsum innfluttum vörum í kjölfar
svonefndrar „Bergen könnunar"
Verðlagsstofnunar síðastliðið sumar.
Mótmæli Neytendasamtakanna og
alger samstaða þeirra með Sam-
starfsráði verslunarinnar beinir aug-
um að því hve harkalega neytenda-
sjónarmið hafa verið sett til hliðar í
þessu máli.
Vernd?
Að auki er hagfræðimenntað fólk
varla mjög hrifið af aðgerðum land-
búnaðarráðuneytisins. Á síðari hluta
tuttugustu aldar eru einföld verndar-
stefnusjónarmið ekki tekin gild. Stór-
14