Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1988, Qupperneq 17

Frjáls verslun - 01.03.1988, Qupperneq 17
með góðar minn- rá Landsbankanum 'a Pálsson bankastjóra Verzlunarbankans Þegar mér bauðst staða bankastjóra Verzlunarbankans ákvað ég að slá til og leggja út á nýjar brautir." Tryggvi segir tímann í Landsbankanum hafa verið góðan og þar gafst honum tæki- færi til að vinna að spennandi verk- efnum. En hann segist frekar vilja horfa fram á við en einblína á það sem liðið er. Reyndar segist hann alls ekki vera bitur vegna Landsbankamálsins. „Ég fer með góðar minningar frá Landsbankanum,“ segir Tryggvi. Bankaráð Verzlunarbankans er fljótt að taka ákvarðanir enda tók ráðning mín ekki nema örfáa daga. Það var haft sam- band við mig og ég spurður að því hvort ég hefði áhuga á að gegna stöðu bankastjóra Verzlunarbankans, ásamt Höskuldi Ólafssyni og Kristjáni Oddssyni. Ég bað um nokkurra daga umhugsunarfrest og þegar mér þótti sýnt að viðhorf stjórnenda bankans væru mér jákvæð þekktist ég boðið. Það var að kvöldi fimmtudagsins 4. febrúar síðastliðinn sem ég þáði boðið og bankaráð Verzlunarbankans gekk frá ráðningu minni á fundi daginn eftir. Sama morgun og gengið var frá ráðn- ingunni sagði ég upp stöðu minni við Landsbankann. Mér finnst eðlilegt og í raun æski- legt að menn í stjórnunarstöðum láti sem fyrst af störfum eftir að þeir hafa sagt upp og óskaði ég þess. En bankastjórar Landsbankans báðu mig að gegna starfinu áfram þar til búið væri að ganga frá ársreikningi bank- ans en það starf er í verkahring fjár- málasviðs. Mér fannst vænt um að vita af þessu trausti sem þeir báru til mín. Ég var því í Landsbankanum til 3. mars og hóf störf við Verzlunar- bankann 9. mars.“ Er um mjög ólíka banka að ræða? Já, bankarnir eru ólíkir. Verzl- unarbankinn er mun minni og þjónar fyrst og fremst höfuð- borgarsvæðinu, Mosfellsbæ og Keflavík. En stærðin segir ekki allt í rekstri banka, frekar en í almennum rekstri fyrirtækja. Verzlunarbankinn er einkabanki og í því felst meiri mun- ur en ég hafði áður gert mér grein fyrir. Ákvarðanatakan er mun sneggri eins og ég minntist á og arð- semismarkmiðið er sett mun ofar. E inkabankarnir eru sneggri ab taka ákvarbanir Arðsemismarkmiðið hefur sín áhrif á val og hvatningu allra starfsmanna. Ef einhver þykir ekki starfí sínu vaxinn er tekið á því máli. Á sama hátt er reynt að umbuna fyrir vel unnin störf. Gott starfsfólk er forsendan fyrir ár- angri en einnig þarf að byggja á mark- vissri stefnu. Um Verzlunarbankann blása ferskir vindar og það eru bjartir dagar framundan." Tryggvi Pálsson fæddist árið 1949 í Reykjavík og var alinn upp í Vesturbænum. Gekk í Melaskólann til tíu ára aldurs. En leið- ir hans áttu eftir að liggja víða. Þegar Tryggvi var tíu ára gamall flutti hann ásamt fjölskyldu sinni til Danmerkur þar sem faðir hans, Páll Ásgeir Tryggvason, tók við embætti sendi- ráðsritara. í Kaupmannahöfn bjó Tryggvi í þrjú ár og sótti þar skóla. Tryggvi segir það mikið stökk fyrir tíu ára gamlan dreng að flytjast búferl- um milli landa. „Það voru mikil um- skipti að flytja út og viðbrigðin voru ekki minni þegar ég flutti til íslands aftur. Þegar við fluttum út skákuðum við bræðurnir lengi í því skjólinu að við kynnum ekki dönsku en vorum farnir að skilja dönsku löngu áður en við viðurkenndum það. Satt best að segja vorum við ekki allt of duglegir í dönskum skólum. Við sátum í Skovgaardsskolen sem var mikill framúrstefnuskóli og á vissan hátt til- raunaskóli hjá Dönum. Þama var mik- ið álag á nemendum og góð kennsla. Það var lögð mikil áhersla á verklega kennslu og lagt kapp á að tengja nám- ið við umhverfið. Sem dæmi má nefna að tólf ára voru við komin með verk- lega eðlisfræði, verklega efnafræði, farin að læra ensku og þýsku og farin að stúdera byggingarlist, — teiknuð- um hús í gotneskum og rómverskum stíl. Eftir þriggja ára dvöl í Dan- mörku fóru foreldrar mínir til eins árs dvalar í Svíþjóð og þá þótti skynsamlegast að senda mig heim í annan bekk í gagnfræða- skóla til að búa mig sem best undir „hryllinginn" sem landsprófið var á 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.