Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1988, Síða 25

Frjáls verslun - 01.03.1988, Síða 25
Athafnamenn Matvöruverslun verður að hafa sterka eiginfjárstöðu — Rætt við Jón I. Júlíusson kaupmann I Nóatúni r • • • b ■ i í • " Jón I. Júlíusson kaupmaður í Nóatúni fyrir framan fyrstu Nóatúnsverslunina. Þrátt fyrir að margir kaup- menn hafi átt undir högg að sækja undanfarin ár er ekki þannig farið um alla. Jón I. Júlíusson kaupmaður í Nóa- túni byrjaði smátt fyrir tæp- um 30 árum en er nú orðinn all umsvifamikill. Hann rek- ur nú fjórar verslanir og ný- lega var stofnað hlutafélag um reksturinn, Nóatún hf. Hlutafé félagsins er 45 millj- ónir króna og allt innborgað. Þrátt fyrir hlutafélagsformið verður Nóatún áfram fjöl- skyldufyrirtæki og er það stærsta fjölskyldufyrirtækið hér á landi í matvöruverslun ef Hagkaup er frátalið. Jón sagðist í samtali við Frjálsa verslun hafa byrjað með litla verslun í Samtúni í Höfðaborginni í nóvember árið 1960. Það var um það leyti sem innflutningshöftum var létt af þjóðinni og uppgangur varð í verslun þótt ekki sé hægt að segja að íbúar Höfðaborg- arinnar væru í hópi þeirra sem mestu fjárráðin höfðu. I maí 1964 fékk Jón úthlutað lóð við Nóatún 17 og þar byrjaði hann að versla í október 1965. I Nóatúni 17 er einnig fjöldi annarra verslana og fyrirtækja í húsnæði sem Jón byggði. Mánaðarvelta 65 milljónir Þegar Jón var búinn að reka versl- unina í Nóatúni í um 8 ár keypti hann verslunina Arbæjarmarkaðinn og hóf þar verslunarrekstur ásamt öðrum 1973. Jón og fjölskylda hans keyptu TEXTI: KJARTAN STEFÁNSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON 25

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.