Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1988, Side 27

Frjáls verslun - 01.03.1988, Side 27
Fjölskyldan á bak við Nóatúnsverslanimar. Talið frá vinstri: Jón Þorsteinn Jónsson matreiðslunemi á Hótel Loftleið- um, Rut Jónsdóttir vinnur á skrifstofunni í Nóatúni, Sigrún Jónsdóttir annar eigandi að Vogaveri, Oddný Sigurðardóttir eiginkona Jóns, Jón I. Júlíusson, Einar Öm Jónsson verslunarstjóri Nóatúns í Rofabæ og Júlíus Þór Jónsson verslunar- stjóri Nóatúns í Kópavogi. ekki í sömu stöðu og Sambandið og Sláturfélagið að geta rekið verslanir í gegnum landbúnaðarstefnuna. Staða matvörukaupmannsins í dag er þann- ig að nú eru þeir fleiri sem vilja selja verslanir sínar en þeir sem vilja starfa áfram. Það þarf svo lítið til að þær hrökkvi upp af.“ Jón nefndi einnig sem dæmi um lága álagningu hjá kaupmönnum að smásöluverslun með matvöru væri með lægri álagn- ingu en heildsalan. Þessu ætti einmitt að vera öfugt farið þar sem kostnaður við smásöludreifinguna væri meiri. Þrátt fyrir þessa erfiðleika í matvöru- versluninni segir Jón að hann hafi sloppið hingað til. Afkoman er réttu megin við strikið. Hörð samkeppni — Það er að sjálfsögðu sam- keppnin sem heldur kaupmanninum í þessari úlfakreppu. Bæði samkeppn- in innbyrðis og við stórmarkaðina. En þýðir nokkuð að sporna við þessari Fimmta verslunin Rétt um það leyti sem verið var að ganga frá viðtalinu við Jón Júlíusson í prentsmiðju bár- ust þær fréttir að hann hefði keypt verslun Sláturfélags Suð- urlands við Hlemm. Það kom reyndar ekki á óvart því í viðtal- inu segir Jón að hann hyggi á stækkun þegar hentugt tæki- færi byðist. „Með þessum kaup- um og kaupunum á versluninni í Kópavogi hefur Nóatún nánast tvöfaldað veltu sína á hálfu ári,“ sagði Jón Júlíusson þegar við slógum á þráðinn til hans. „Með þessari stækkun getum við náð miklu betri aðstöðu í vöruinn- kaupum.“ þróun? Eru stórmarkaðirnir ekki hag- kvæmur kostur fyrir neytandann? „Það er rétt. Þetta er þróun sem við komumst ekki hjá á vissan hátt. En hún hefur bara verið allt of ör hjá okkur. Ég álít að fjárfesting í verslun sé óeðlilega mikil. Til dæmis voru Mikligarður og Kaupstaður í Mjódd óþörf fjárfesting því verslunarrými í höfuðborginni er meira en nóg. Kaup- mannasamtökin lögðust gegn úthlut- un lóðar undir verslunarmiðstöðina í Kringlumýri. Það sjónarmið var uppi þar að slíkar verslunarmiðstöðvar ætti að reisa í útjaðri byggðarinnar. Kaupstaður í Mjódd veldur því að verslunin í Breiðholti verður óhag- kvæmari en áður vegna þess að fjár- magnið sem er bundið í verslunar- húsnæðinu þar nýtist ekki eins vel og áður.“ Jón sagðist álíta að þróun stór- markaðanna væri komin á lokastig. Ef þeim fjölgaði á næstunni yrði það aðeins til þess að þeir tækju verslun hver frá öðrum. Þeir myndu ekki auka hlutdeild sína í matvöruverslun- inni meira en orðið er. 27

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.