Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1988, Síða 44

Frjáls verslun - 01.03.1988, Síða 44
Tryggingar Gísli Ólafson: Ekki slæmt ár hjá okkur „Árið 1987 var ekki slæmt ár hjá okkur,“ sagði Gísli Ólafson forstjóri Tryggingamiðstöðvar- innar þegar hann var inntur álits á því hvort breytinga væri þörf í rekstri tryggingafélag- anna m.a. vegna slæmrar rekstrarafkomu á síðastliðnu ári. „Við erum tiltölulega smáir í ökutækja- tryggingum en það er einkum sú grein sem veldur vanda tryggingafélaganna í dag. Það er ekkert leyndarmál að við töp- um verulega á þeirri tryggingagrein. Vá- MINOITA NETTAR, LITLAR OGLÉTTAR LJOSRITUNARVÉLAR - og þær gera allt sem gera þarf á minni skrifstofum Lítil, einföld og því traust. Fyrirtak á skrifborðið! Verðkr. 25.025.-stgr. D-100 Japönsk snilldarttönnun, bysk endinq oq nákvæmni. Verð frá kr. 37.300.- stgr. 5 lita prentun ef vill, innsetning einstakra arka, innbyggður arkabakki til að spara pláss; hágæðaprentun og hagkvæmni í rekstri. Verð kr. 48.200.- stgr. KJARAN ARMÚLA 22. SIMI (91) 8 30 22. 106 REYKJAVlK Gísli Ólafson. tryggingagreinamar koma misjafnlega út. Astæðan fyrir því að við sýnum hagnað er aðallega sú, að okkar eigið fé og trygg- ingasjóðimir afla umtalsverðra flármuna- tekna. Eflaust má að einhverju leyti fallast á að félögin séu of mörg. Það hefur ekki verið talað við okkur um sameiningu og við höfum ekki rætt við aðra a.m.k. ekki síðastliðin tvö ár. Hinar ýmsu trygginga- greinar em afskaplega misjafnar. Sumar má bera á innlendum markaði eins og t.d. ökutækjatryggingar. Aðrar hafa það háar fjárhæðir í för með sér að jafnvel þó öll félögin sameinuðust um þær dygði það ekki til. Þar er helst að nefna stórtjón eins og t.d. flugvélatjón og ákveðnar iðnað- aráhættur sem em hundruð milljóna sam- settar á einum stað. Það em takmörk fyrir því hve mikla eigin áhættu eitt félag getur borið og þó sú upphæð hækkaði með sameiningu er eng- an veginn víst að félagið gæti borið hana. Allt tal um að ekki sé nein samkeppni á milli félaganna er að mínu mati út í hött. Að tala um fækkun félaganna og aukna sam- keppni í sömu andránni er einnig út í hött. Fækkun hlýtur að sjálfsögðu að hafa hag- ræðingu í för með sér en rekstrarkostnað- ur félaganna er mjög misjafn. Okkar er t.d. fremur lágur en við, og ég tel að það gildi um öll félögin, erum sífellt að endur- skoða rekstrarkostnað okkar og gera ráð- stafanir sem við teljum að muni draga úr honum. Ökutækjatryggingar em dýmstu tryggingar sem til eru. Rekstrarkostnað- ur er hár og þegar talað er um há iðgjöld gleymist gjaman að líta til tjónakostnaðar- ins sem er gífurlegur. Reynslan sýnir, og það er mín skoðun, að sameining eða hag- ræðing innan tryggingafélaganna skipti litlu máli fyrir endanlega útkomu. Það sem skiptir máli er að berjast gegn tjónunum og lækka þannig kostnað félaganna sem aftur á móti gæti leitt til lækkunar iðgjalda. Stærri rekstrareiningar geta verið hag- kvæmari. En slíkum breytingum fylgja óhjákvæmilega vandamál t.d. hvað varðar starfsfólkið. Það verður að stokka upp frá gmnni og færa menn til í störfum. Eru menn tilbúnir að leggja fram allar upp- lýsingar um fjárhagsstöðu viðkomandi fyrirtækja? Em tryggingasjóðirnir nægj- anlegir? Við getum tekið bankakerfið til samanburðar. Það em allir bankar með lífeyrisskuldbreytingar. Það vita líka allir að ekki eru nægjanlegar tryggingar fyrir hendi. Hvernig stæðu bankarnir ef þetta dæmi væri reiknað út? Hjá tryggingafélögum er þetta mat á tryggingasjóðum og ég efast ekki um að þau reyni öll að hafa nægilegt flármagn til að standa við sínar skuldbind- ingar. En það er margt sem spilar þama inn í. Gjaldeyrisþróun getur verið óhag- stæð. Hvaða fé hafa þessi félög til að ávaxta og standa þannig gegn hækkandi verðlagi með íjármagnstekjum. Þessar upplýsingar em þess eðlis að ég á eftir að sjá félögin leggja þær fram. En þetta ætti auðvitað ekki að vera því til fyrirstöðu að þau sameinist. Þetta er spuming um gagn- kvæma hagkvæmni fyrir félögin og eig- endur þeirra því það eru jú þeir sem eiga fjármagnið — ekki satt? Það væri e.t.v. 44

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.