Frjáls verslun - 01.03.1988, Blaðsíða 47
Ólafur B. Thors:
Sameining
er
æskileg
ÓlafurB. Thors.
Þegar Ólafur B. Thors, for-
stjóri Almennra Trygginga, var
spurður hvort slæm rekstraraf-
koma vátryggingafélaganna, há
iðgjöld og skortur á samkeppni
kallaði ekki á sameiningu félag-
anna sagðist hann vel geta fall-
ist á að félögin væru of mörg.
Það væri hinsvegar mikill mis-
skilningur að ekki ríkti sam-
keppni á milli tryggingafélag-
anna.
„Staðreyndin er sú að í iðgjöldum ríkja
alltaf bestu fáanleg kjör á hverjum tíma. Ef
eitthvert félaganna lækkar iðgjöld eða
hækkar bónus, svo dæmi séu nefnd, þá
fylgja hin alltaf fast á eftir vegna sam-
keppninnar. Það er næstum sama hversu
heimskulegar ákvarðanir eru teknar, hin
félögin verða að fylgja á eftir. Menn verða
lítið varir við þessa samkeppni vegna þess
að hún lækkar alla heildina. Væri hún hins-
vegar ekki fyrir hendi og ef hér væri t.d.
aðeins eitt ríkisrekið tryggingafyrirtæki,
er ég hræddur um að menn yrðu tilfinnan-
lega varir við skort á samkeppni."
— Hvaða hagræðing væri fólgin í sam-
einingu tryggingafélaga?
„Samkvæmt lögmálinu um að færri
rekstrareiningar og stærri séu betri en
smáar þá er sameining ugglaust af hinu
góða. Það er lögmál sem gildir í öllum
rekstri. En það má ekki ganga of langt.
Eitt væri hrikalegt en tvö ekki nóg. Mesta
hagkvæmnin væri vafalaust í lækkun
reksturskostnaðar sem e.t.v. skiptir ekki
miklu máli hvað ökutækjatryggingar varð-
ar vegna þess að svo oft kemur ekki króna
upp í reksturskostnaðinn heldur er hann
borinn uppi af fjármunatekjum fyrirtækis-
ins.“
— Hefur verið rætt um sameiningu
tryggingafélaganna? Ef svo er hvemig er
líklegt að slík sameining færi fram?
„Það væri eðlilegt að viðkomandi aðilar
kynntu sér hvaða arðsemi mætti vænta af
þessum félögum. Komist menn að þeirri
niðurstöðu að ijármunum þeirra sé betur
borgið með hlutdeild í stærri rekstrarein-
ingu þá er sameining eðlileg breyting.
Sameinig getur hinsvegar aldrei gerst
samkvæmt yfirvaldsboði. Mér vitanlega
em engar viðræður í gangi. Það segir þó
ekkert um að menn geti ekki velt fyrir sér
stöðunni. Það er alveg ljóst að síðastliðið
ár hefur orðið mörgum tryggingafélögum
erfitt."
— En eru iðgjöldin ekki of há?
„Ef við tökum ökutækjaiðgjöldin sem
dæmi þá er ljóst að þessi iðgjöld sem
ákveðin voru nú í vor munu ekki nægja til
að koma þessari tryggingagrein á réttan
kjöl nema menn taki upp nýja og betri siði í
umferðinni. Fólk verður að gera sér grein
fyrir því að það er dýr lúxus að haga sér
eins og raun ber vitnj. Það er trygginga-
félögunum ekki kappsmál að iðgjöld séu of
há. Þvert á móti. Tryggingaeftirlitið hefur
mjög strangt eftirlit með ákvörðun ið-
gjalda. Það gerist oftar en ekki að Trygg-
ingaeftirlitið sker miskunnarlaust niður ið-
gjaldaákvarðanir félaganna. Það er m.a.
ein orsök þess að svona stórar iðgjalda-
sveiflur eiga sér stað. Við skulum aðeins
staldra við og athuga hvað það er sem
ræður útkomunni hjá vátryggingafélögun-
um. Það er í fyrsta lagi hlutfallið á milli
iðgjalda og tjóna. Ég geri ráð fyrir að hjá
flestum eða öllum félögunum sé þetta
hlutfall öfugtþ.e.a.s. að tjónakostnaður sé
hærri en iðgjöld.
í öðru lagi hvemig félögin ávaxta sjóði
sína. Þegar ástandið er eins og núna geri
ég ráð fyrir að þetta atriði sé það sem máli
skiptir fyrir rekstur félagsins. Þau félög
sem eiga stærstu sjóðina og hafa mestar
ávöxtunartekjur koma best út. í þriðja lagi
skiptir rekstrarkostnaður félaganna miklu
máli. Það kemur í ljós ef sá kostnaður er
borinn saman við samsvarandi tölur frá
erlendum fyrirtækjum að við rekum félög-
in með mun minni kostnaði en gerist víða
erlendis. Það er því ekki hægt að benda á
að kostnaður félaganna sé óeðlilega mikill.
Hitt er svo annað mál að eflaust má draga
úr kostnaði með stærri rekstrareiningum.
Félögin geta líka þurft að vera nægilega
hörð í að innheimta dráttarvexti og láta
peningana vinna fyrir sig. Hinsvegar sýnir
reynslan að það gengur ekki til lengri tíma
að jafna misvægið milli tjóna og iðgjalda
með fjármunatekjum. En ef ekkert af
þessu dugar til — mismunur milli iðgjalda
og tjóna, fjámunatekjur og spamaður í
rekstri, þá verða fyrirtækin að sækja á
önnur mið eftir viðbótarfé — t.d. í formi
hlutafjáraukningar. “
— Telur þú æskilegt að félögin samein-
ist að einhverju leyti?
,Já, ég tel æskilegt að sjá í framtíðinni
einhverja sameiningu hér á markaðnum.
Ég tel eðlilegt að rekstrareiningar séu
færri, stærri og sterkari. En það verður
að tryggja eðlilega samkeppni sem kemur
fram í aukinni þjónustu. Við lifum í vaxandi
samkeppnisþjóðfélagi og sú samkeppni
kemur fram hjá tryggingafélögunum þó
svo að menn verði ekki alltaf varir við hana
og þessvegna fullyrði ég að það em alltaf
bestu fáanleg kjör sem gilda hverju sinni.“
47