Frjáls verslun - 01.03.1988, Page 58
Herratískan
langt síðan að þegar strákur var
fermdur þá fékk hann dökk jakkaföt,
hvíta skyrtu, bindi og frakka. Sem
sagt hann varð að litlum herramanni
frá þeim degi og síðan gekk hann í
dökkum jakkafötum, hvítri skyrtu og
með bindi ef hann ætlaði að vera fínn.
Þetta breyttist og strákar urðu
strákar aftur en það nýjasta er að litli
herramaðurinn er að koma aftur.
Ungir strákar í dag vilja fín föt —
vandaðan fatnað og þeir vilja ekki sjá
þessar druslur sem áður voru í tísku
og nú í ár kaupa stúdentarnir smók-
ing. Ég hef ekki haft undan að selja
smókinga undanfarna daga.“
Hvað finnst þér einkenna herra-
tískuna í dag?
„Fyrir utan hvað föt eru vönduð þá
finnst mér létt og frjálsleg snið vera
einkennandi. Auðvitað er misjafnt
hvað menn þurfa og menn í toppstöðu
klæðast jakkafötum. Því hærra sem
þeir eru settir — ef þeir eru í miklum
ábyrgðarstöðum þá finnst mér að þeir
eigi að vera í hlutlausum, vönduðum
en glæsilegum jakkafötum og í hvítri
skyrtu. Þeir eiga ekki að vera áber-
andi klæddir. Margir karlmenn í þjóð-
félaginu eru líka það sterkir „karakt-
erar“ að þeir þurfa ekki áberandi föt
til að láta bera á sér. Sumir vilja það
heldur alls ekki og vilja falla inn í fjöld-
ann en það gera þeir með því að klæð-
ast hlutlausum fötum.
Annars kaupa menn mikið staka
jakka og buxur, skyrturnar eru rönd-
óttar og bindin í ýmsum litum. Litrík
og falleg bindi hafa mikið að segja.
Samsetning eins og þessi er að mínu
mati frískleg og glæsileg en um leið er
létt yfirbragð yfir henni.
Þeir vildu fá
alþjóðlegt
yfirbragð sem er
ríkjandi erlendis
Það sem mér fmnst hafa breyst
mikið er að nú sést ekki svo mikill
munur á mönnum þrátt fyrir aldurs-
mun. Fertugur maður og rúmlega
tvítugur klæðast svipuðum fatnaði —
sá eldri reynir að yngja sig en sá yngri
reynir að sýnast virðulegri og það er á
kostnað klæðaburðarins. Þó einkenn-
ir frjálsleiki yfirbragð þeirra beggja.
Yngri menn leggja mun meira upp
úr fatnaði en áður var. Þeir vilja vera
vel klæddir og kaupa því vönduð föt
sem endast vel.“
Hverjir versla hjá þér?
„Hingað koma menn á öllum aldri,
úr öllum þjóðfélagshópum og hingað
koma konur í stórum stíl. Það virðist
sem ákveðinn skortur ríki í fatnaði
fyrir konur. Ef kona vill klæðast vand-
aðri flík án þess að það komi niður á
hönnuninni þá lendir hún í vandræð-
um. Konur kaupa mikið hjá mér jakka
og frakka og ég er mjög ánægður með
það.“
Eru konurnar enn með í för þegar
karlmaðurinn kaupir sér föt?
„Já, um helmingur karlmanna taka
konurnar með þegar þeir eru að
kaupa sér föt. Mér finnst þetta ósköp
svipað og hefur alltaf verið. Konur
hafa mikið að segja þegar þeir eru að
velja föt. Við verslunarmenn höfum
einnig mikið að segja og hlutverk okk-
ar hefur breyst mikið á þessum tíma.
Við höfum breyst úr sölumönnum í
leiðbeinendur. Það er staðreynd að ef
þú vilt vera vel klæddur þá fer heil-
mikill tími í að velja hvað á vel saman,
hvað klæðir viðkomandi og hvað hann
þarf. Við sem vinnum við föt erum
auðvitað betur þjálfaðir en aðrir í
þessu sem kemur sér því vel fyrir
viðskiptavininn, sparar honum tíma
og fyrirhöfn."
Hvers vegna leggja menn' svona
mikið upp úr því að vera vel til fara
dags daglega?
„Það er margt sem kemur þar til. í
flestum tilfellum eru menn að kaupa
sér vinnufatnað og það er ekki svo
lítið atriði fyrir menn að vera vel til
fara. Maður treystir betur vel klædd-
um manni en illa klæddum. Sá vel
klæddi íjárfestir í sjálfum sér með
góðum og vönduðum fötum og um
leið verður sjálfstraustið meira hjá
ílestum ef þeir eru vel klæddir."
Hvað verður í tísku fyrir karlmenn-
ina í sumar og haust?
„Mér finnst jarðlitir einkenna bæði
sumar- og haustvörurnar. I haust
verða fötin dekkri og fara út í grátt og
svart en eru lífguð upp með ljósum og
fallegum skyrtum og mikið verður
lagt upp úr fallegum og litríkum bind-
um,“ sagði Gaðar í Herragarðinum að
lokum.
r
Áskriftarsími 82300
v
58