Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1988, Page 64

Frjáls verslun - 01.03.1988, Page 64
Grundvallarreglur gilda hjá öllum Gilda þessar reglur alls staðar? — Grundvallarreglumar gilda hjá öllum burtséð frá því hvert þjóðfélag- ið er eða menning þess, mismunurinn er fólginn í ólíkum lögum varðandi hvað skal geymt, geymslutíma og annað slíkt. Og það má undirstrika að höfuðreglan er alltaf sú að geyma þau gögn sem ekki er hægt að vera án og sem ekki er hægt að búa til á ný. Þar getur verið um að ræða framleiðslu- formúlu sem verður að geyma sér- staklega tryggilega til dæmis í sér- stökum peningaskáp eða bankahólfi, geyma í tveimur eintökum á tveimur mismunandi stöðum eða með öðrum hætti. Við verðum að hafa í huga að það er ekki alltaf hægt að skapa á ný mikilvæg gögn sem hafa tapast eða eyðilagst. I Bandaríkjunum eru í gildi kringum þrjú þúsund lög er varða meðferð og geymslu skjala og gagna. Skjala- stjómendur þurfa að vera nokkuð vel heima í þessum lögum en þau snerta einkanlega varðveislu gagna hjá opin- berum stofnunum en einnig fjölmörg atriði varðandi bókhald og samninga sem gilda fyrir ölJ fyrirtæki. Ég býst nú kannski við að á íslandi séu lög um þetta ekki alveg svona mörg. I þess- um lögum hjá okkur í Bandaríkjunum er nákvæmlega tilgreint hvað skal geymt og hversu lengi þannig að við höfum góðar leiðbeiningar til að fara eftir. Því má skjóta hér inn að mjög lítið er um lög á íslandi til leiðbeiningar um skjöl og skjalastjóm. Helst eru það lög um bókhald, lög um Þjóðskjala- safn íslands, lög um kerfisbundna skráningu á upplýsingum er varða einkamálefni, oftnefndtölvulögin, lög um skylduskil til safna og þinglýsing- arlög. Þá má nefna ýmsar reglugerðir í þessu sambandi svo sem reglugerð um bókhald. Dr. Bennett segir að stofnuð hafi verið alþjóðleg félög um skjalastjóm- un sem standi fyrir ráðstefnum og námskeiðum og hvatti hann íslend- inga til að ganga í þau samtök ef og þegar félag um skjalastjómun verður stofnað hérlendis. Áhugahópurinn Frá sýningunni sem haldin var í tengslum við námsstefnuna. um skjalastjórn mun fjalla um það á næstunni hver verða næstu skref í starfseminni. En eru stjórnendur fyrirtækja hérlendis famir að gera sér grein fyrir mikilvægi skjalastjómun- ar? Stefanía og Svanhildur svara því: Tilviljun háð hvað geymt er —Já, í sívaxandi mæli. En fram til þessa hefur verið mikill misbrestur á að myndun skjala, grisjun og geymslu væri stjórnað á skipulagðan hátt. Ennfremur vantar mikið lög og reglu- gerðir um þessi mál. Þess vegna fannst okkur mjög mikilvægt að geta staðið fyrir námstefnu í skjalastjómun með þekktum fyrirlesara á þessu sviði og við emm mjög ánægðar með hversu margir stjórnendur fyrirtækja sóttu hana. Skjalavarsla hefur hérlendis byggst of mikið á því hversu mikið geymslu- rými er fáanlegt til að geyma skjölin. Menn hafa komið þeim í geymslu svo lengi sem geymslur hafa tekið við en síðan grisjað þegar pláss er á þrotum. Þá er það kannski algjörlega háð til- viljunum hverju er hent og hvað er geymt — og kannski hent því sem síst skyldi. Við viljum hvetja menn til að breyta þessum vinnubrögðum og vonandi getur Áhugahópur um skjala- stjórn — og kannski félag seinna — komið til hjálpar í þessu sambandi, segja þær Stefanía Júlíusdóttir og Svanhildur Bogadóttir. Hér má sjá dæmi um feril skjals og þær spurningar sem hafa þarf í huga við meðferð þess. gangskör Sf Fyrirtæki á sviöi skjalastjóm- unar og bókasafnsfræði RÁÐGJÖF OG PJÓMUSTÆ - Skjalavistunarkerfí - Frágangureldri skjala oggeymslu- áætlanir - Efnislyklun - A triðisorðaskrár Uppsetning og við- hald bóka- og tímaritasafna, korta-og myndasafna og hvers konargagnasafna fvrirstofnanirog fvrirtæki. Sími 30601. 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.