Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1988, Page 65

Frjáls verslun - 01.03.1988, Page 65
ðutan Japanir erfiðir á heimamarkaði Japanir eru erfiðir viður- eignar á heimamarkaði og reyna eftir bestu getu að koma í veg fyrir aukinn innflutning með hjálp alls- konar reglugerða. Nýverið hafa þeir komið saman reglugerð um hvernig inn- flutt matvæli skuli pökkuð og munu þessar reglur draga úr sölu á erlendri matvöru á Japansmarkaði. Samkvæmt nýju reglu- gerðinni verður að gera grein fyrir öllum gerviefn- um í matvöru á neytenda- pakkningunni. Reglugerð- in nær ekki til innlendra framleiðenda, sem nota mest svonefnd náttúruleg aukaefni. Japanskir neyt- endur halda að gerviefni í matvælum séu hættuleg en þau “náttúrulegu“ skað- laus. f raun er þessu oft öfugt farið. Gera má ráð fyrir samdrætti í innflutn- ingi matvæla til Japans af þessum ástæðum og til þess er líka leikurinn gerð- ur. Búast má við harðnandi deilum milli Japana og viðskiptaþjóða þeirra. Góð ár í Bandaríkjunum eru góð ár framundan fyrir neyt- endur. Að þessari niður- stöðu kemst skoðanakönn- unar- og ráðgjafafyrirtæk- ið Meretrends í Columbus, Ohio. Þjóðarframleiðsla Bandaríkjanna hækkar úr 4,48 billjónum dollara fyrir síðastliðið ár í 6,49 billjón- ir 1992 og persónutekjur Bandaríkjamanna munu aukast úr samanlagt 3,74 billjónum í 5,43 billjónir. Á sama tíma mun atvinnu- leysi minnka úr 6,2% í 4,5% og eykur það ráðstöf- unartekjur borgaranna. Ekki er gott að spá í hversu ríkum mæli evrópsk fyrir- tæki geta nýtt sér þessa þróun fyrr en línur taka að skýrast í forsetakosning- unum þar vestra, því sumir frambjóðenda hafa rætt nauðsyn mögulegra vernd- artolla. (INSIDE RETAILING, VOL. XIII, N0.10) Ýmsar reglugerðir beina viðskiptum japanskra neytenda frá innflutningi. Skriff innska er tímaskekkja Fyrirtækjastjórnun þar sem öllum verkefnum er stjórnað og dreift ofanfrá þýðir einfaldlega að stjórn- endur velja sér þau verk- efni sem þeim líkar best og láta undirmennina um hin. Áhugi þeirra verður svo í samræmi við verkefn- in. Prófessor John Hunt við London Business School segir, að annars vegar þurfi að gera meira í því að aðlaga vinnustaði að fólk- inu en ekki öfúgt og hins vegar mælir hann með rekstrarfýrirkomulagi sem byrjar á réttum enda, það er að segja hjá viðskipta- vininum. Það er langt í frá að þetta gildi einungis fyrir hefðbundin þjónustufyr- irtæki, segir hann. Hug- takið „viðskiptavinur- inn-er númer-eitt“ leiðir til meiri ábyrgðartilfinningar hjá almennum starfsmönn- um. Ákvarðanataka yfir- manna verður rökréttari í augum starfsfólks en ekki tiktúra úr stjómendum sem ógnað geti hinum ein- staka starfsmanni. Skrif- finnskulegir stjómunar- hættir er tímaskekkja og hægt er að taka sem dæmi seinvirknina hjá hinu opin- bera og einokunarfyrir- tækjum. Rukkanir í tölvu- útskrift rétt yfir núlli er möguleg afleiðing stirðn- aðar og sálar- og hugsunar- lausrar stjórnarskrif- finnsku. Hæfni til að aðlag- ast síbreytilegum markaðsaðstæðum er ekki fyrir hendi hjá fyrirtæki þar sem mikil skriffinnska er — og því meiri skrif- finnska því minni sam- keppnishæfni. 65

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.