Frjáls verslun - 01.08.1989, Qupperneq 5
RITSTJÓRNARGREIN
STJÓRNMÁLAMENN ERU ILLA LAUNAÐIR.
Frjáls verslun hefur kannað launakjör nokkurra
hópa manna á árinu 1988. Byggt er á upplýsingum
sem lesa má úr skattskrám sem lagðar voru fram nú
í sumar. Nokkrir einstaklingar voru valdir af hand-
ahófi úr þeim starfsstéttum sem skoðaðar voru en
þær eru flestar hverjar taldar meðal hálaunastétta
hér á landi. Skattskyldar heildartekjur manna á
árinu 1988 voru athugaðar. Þó niðurstöðurnar séu á
engan hátt tæmandi er engu að síður ljóst að þær
gefa góðar vísbendingar.
Launakjör stjórnmálamanna vekja mesta athygli
okkar. Þau eru ótrúlega slæm miðað við kjör ann-
arra sem litið var á. Fram kemur að unnt er að nefna
dæmi um opinberan embættismann sem hefur fjór-
föld laun á við forsætisráðherra landsins. Ymsir
opinberir embættismenn eru mun betur launaðir en
ráðherrar sem þó eru yfirmenn þeirra og æðstu em-
bættismenn ríkisins. Þetta kemur á óvart og vekur
furðu.
Svo virðist sem embættismenn, ýmsir sérfræð-
ingar og forsvarsmenn stærri fyrirtækja njóti mun
betri launakjara en stjómmálamenn þrátt fyrir þá
ábyrgð sem ætla verður að hvíli á stjórnmálamönn-
um og þær kröfur sem óhjákvæmilega verður að
gera til þeirra. Þetta er mjög óæskilegt og getur
raunar verið stórhættulegt ef launakjör verða til
þess að fæla hæfa menn frá pólitískum afskiptum.
Full ástæða er til að skoða það í alvöru hvort ekki
beri að stórhækka laun alþingismanna og ráðherra
ef það mætti verða til að laða fleiri hæfa einstak-
linga að landsstjórninni. Við mælum hins vegar
ekki með aukningu ríkisútgjalda þannig að hin aug-
ljósa leið í þessu er að fækka alþingismönnum og
ráðherrum samhliða hækkun á launum þeirra.
Enda getur ekki verið að dvergríkið Island þurfi alla
þessa menn til að fylla ríkisstjórn og sitja á alþingi!
I þessu sambandi má spyrja hvað það sé sem laði
menn að stjórnmálaþátttöku því jafnan komast
færri að en vilja. Ekki eru það launin. En peningar
eru heldur ekki allt þó því verði ekki á móti mælt að
þeir skipta máli. Ekki er hægt að útiloka að á meðal
stjórnmálamanna leynist einhverjir hugsjónamenn
sem sæki í þessi störf af hugsjón einni saman. En
líklegasta skýringin er samt sú að ásókn í áhrif og
völd ráði ferðinni hjá flestum stjórnmálamönnum
samfara athyglissýki á misalvarlegu stigi.
Bætt launakjör stjórnmálamanna ættu að skila
fleiri hæfum einstaklingum til forystu í landsmál-
unum. Ekki veitir af!
Stofnuð 1939
Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Helgi Magnússon — RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Valþór Hlöðversson —
AUGLÝ SIN G ASTJ ÓRAR: Sjöfn Sigurgeirsdóttir og Kristrín Eggertsdóttir — LJÓSMYNDARAR: Grímur Bjamason, Gunnar
Gunnarsson, og Kristján Einarsson — ÚTGEFANDI: Frjálst framtak M. — Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum —
SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, sími 82300, Auglýsingasími 31661 - RITSTJÓRN: Bildshöfði 18, sími 685380 -
STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson — AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson — FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra
Viktorsdóttir — ÁSKRIFTARVERÐ: 2.280 kr. (380 kr. á eintak) - LAUSASÖLUVERÐ: 449 kr. - SETNING, TÖLVUUMBROT,
PRENTUN OG BÓKBAND: Prentstofa G. Benediktssonar — LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf.
Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir
5