Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Síða 12

Frjáls verslun - 01.08.1989, Síða 12
FRETTIR SAMVINNUBANKi/LANDSBANKI: KAUPIN ÁKVEÐIN Talsmenn SÍS og Landsbankans hafa látið í veðri vaka að undanförnu að viðræður um kaup Landsbankans á Sam- vinnubankanum liggi niðri. Það mun ekki vera rétt því að tjaldabaki hafa viðræðurnar haldið áfram og leitt til þess að þegar liggur fyrir að Landsbankinn kaupi hlut samvinnuhreyfingarinn- ar í Samvinnubankanum. Ekki sé lengur spurning um hvort - heldur hve- nær. / / / / ÞYSK-ISLENSKA/UTSYN: SJÁLFSBJÖRG SEMUR Sjálfsbjörg, landssam- band fatlaðra, gerði ný- lega samning við Þýsk-ís- lenska hf. og Ferðaskrif- stofuna Utsýn hf. sem FRÍSTUND SF: BÝÐUR ALHLIÐA HEIMILISRAFEINDATÆKI Nýlega keypti Frístund rafeindatæki sf. þau vöruumboð sem áður voru á vegum Nesco Laugavegur hf. Jafnframt tók fyrirtækið að sér alla ábyrgðarþjónustu sem Nesco hafði áður haft með höndum. Frístund sf. verður fyrst og fremst rekin sem heildverslun en verður þó með sýningarbás fyrir tæki sín í Skútuvogi 11. Fyrirtækið hefur komið sér upp umboðs- og sölu- aðilum um land allt og mun byggja á þeim varð- andi smásölu á vörum sínum, en meðal þeirra umboða sem Frístund raf- eindatæki sf. hefur tekið að sér má nefna: Grundig, Orion, Akai, Clarion, Fi- delity, Crown, Thorens, Xenon, Mission og Schneider. Fyrirtækið er í eigu fjögurra ungra manna sem allir starfa við það. Ástþór Bjarni Sigurðsson er framkvæmdastjóri en hann hefur um árabil haft með höndum verslunar- rekstur í Keflavík og Njarðvík.Þór Ostensen er sölustjóri, Helgi Magnús Hermannsson er inn- kaupastjóri og Davíð Ein- ar Sigmundsson rafeinda- tæknifræðingur sér um eftirþjónustu og veitir verkstæði fýrirtækisins forstöðu. gengur út á það að fyrir- tækin munu styrkja Sjálfsbjörgu um milljónir króna á næstu árum. I samningnum er einn- ig gert ráð fyrir því að Út- sýn, fyrst íslenskra ferða- skrifstofa, muni skipu- leggja a.m.k. eina veglega sumarleyfisferð á ári sem henti fötluðum. Samningurinn var und- irritaður af Jóhanni Pétri Sveinssyni formanni Sjálfsbjargar og Ómari Kristjánssyni fyrir hönd Þýsk-íslenska og Útsýn- ar. Þeir sjást á meðfylgj- andi mynd ásamt öðrum sem viðstaddir voru und- irritun samningsins. IBM: KYNNIR FJOLSKYLDUTOLVU IBM á íslandi er nú að hefja kynningu á fjöl- skyldutölvu hér á landi. Kynningar hófust í Kringlunni í samstarfi við Gísla J. Johnsen og Skrifstofuvélar hf. og svo áfram umhverfis landið. IBM fjölskyldutölvan er PS/2 tölva af fullkomn- ustu gerð. Henni fýlgir hágæða litaskjár, mús til að auðvelda vinnslu og prentari. Fjölskyldutölv- an er þannig úr garði gerð að vonast er til að allir á heimilinu finni eitthvað við sitt hæfi. Hún er talin henta til margvíslegra starfa eins og skýrslu- vinnu, töfluuppsetning- ar, ritvinnslu, íyrir heim- ilisbókhaldið, uppskriftir og hvað eina sem hafa þarf reglu á. Fyrir börn og unglinga fylgir sérstakur hugbúnaður, stærðfræði- spil og svokölluð hermi- líkön. Þessi forrit inni- halda ýmsa þroskandi leiki og veita margvís- lega fræðslu og þjálfun. 12

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.