Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Side 13

Frjáls verslun - 01.08.1989, Side 13
 FRETTIR KENTUCKY FRIED CHICKEN ISKEIFUNNI: HIKAR VIÐ AD OPNA Helgi Vilhjálmsson eigandi Sælgætisgerðar- innar Góu og Kentucky Fried Chicken í Hafnar- firði er fyir allnokkru búinn að byggja og ljúka við nýjan kjúklingastað í Skeifunni í Reykjavík sem hann hefur þó ekki opnað enn þrátt fyrir að allt sé fullfrágengið að ut- an og innan. I stuttu spjalli við Frjálsa verslun sagði Helgi að hann hafi hikað við að opna staðinn vegna ótta við hráefnisþurrð. Svo virðist sem kjúkl- ingaframleiðendur á Is- landi geti ekki tryggt hinu nýja fyrirtæki nægi- legt magn kjúklinga og hann hefur hikað við að leggja af stað án þess að hafa vissu fyrir nægu hrá- efni. Helgi Vilhjálmsson telur að staðirnir hans tveir muni þurfa 250 tonn á ári af kjúklingum eftir að opnað hefur verið í Skeifunni. Samkvæmt uppgefnum framleiðslu- tölum kjúklingabænda er það magn um 30% af árs- framleiðslu kjúklinga á Islandi. Byggingarframkvæmd- ir við hinn nýja stað hóf- ust á árinu 1987 og þeim lauk að mestu í fyrravet- ur og þá var í raun ekkert til fyrirstöðu að hefja rekstur - annað en óttinn við hráefnisvöntun. Stað- urinn hefur því staðið fullbúinn og ónotaður í um það bil hálft ár. Helgi Vilhjálmsson segist geta opnað Kent- ucky Fried Chicken í Skeifunni innan viku frá því hann tekur ákvörðun um að hefja þar rekstur. Hann gerir sér vonir um að opna á næstunni en FISKIFRETTIR: UPPGRIP KOMA ENN FYRIR I Fiskifréttum frá 18. ágúst er skýrt frá dæmi um uppgrip sjómanna á lúðuveiðum. Þar segir að áhöfnin á Gullborg VE frá Vestmannaeyjum hafi náð 320 þús króna viku- hlut á lúðuveiðum í sum- ar. Úthald skipsins á þessum veiðum var í 3 vikur og aflahluturinn reyndist vera nálægt 900 þús. krónum. Ánægjulegt er til þess að vita að uppgrip af SSN, \ % u%r''ojf,0ij- þessu tagi skuli enn koma fyrir þrátt fyrir all- an barlóminn í sjávarút- veginum. Hér mun þó vera um mjög sérstakt til- vik að ræða og er okkur sagt að þessi góði áran- gur byggist einkum á því að skipstjórinn sé ein- stök aflakló og áhöfnin samhent og harðdugleg. Af þessum tekjutölum verði því engar stórar ál- yktanir dregnar. segist þó fyrst vilja sann- færa sig um að ekki komi til kjúklingavöntunar - því kjúklingastaður sé til lítils án kjúklinga! UTFLUTNINGSRAB: SKÝRSLA UMEB Útflutningsráð íslands hefur gefið út skýrslu eft- ir Kristján Jóhannsson rekstrarhagfræðing um innri markað Evrópu- bandalagsins og íslenskt útflutningsatvinnulíf. Skýrsla þessi er kandi- datsritgerð Kristjáns við verslunarháskólann í Ár- ósum. Hann starfar nú hjá Vinnuveitendasamb- andi Islands og sinnir þar málefnum sem snúa að Evrópubandalaginu. Skýrslu Kristjáns er ætlað að bæta úr þeirri vöntun sem er hér á landi á upplýsingum um hvernig innri markaður EB getur haft áhrif á ís- lenskt atvinnulíf. Um 60% af heildarútflutningi Islendinga fer til Evrópu- bandalagsríkja þannig að mikið er í húfi. Kristján Jóhannsson. 13

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.