Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Side 15

Frjáls verslun - 01.08.1989, Side 15
af happdrættum, sem flest eiga það sammerkt að ná upp úr handraða okk- ar i]árhæðum til að efla líknar- og menningarstarf í landinu. Hér á eftir er ætlunin að bregða ljósi á íslenskan happdrættismarkað. Hversu stór er hann? Hvaða leikregl- ur gilda á þeim vettvangi? Hvað verj- um við miklum fjármunum á þessu lukkuhjóli hversdagsins? Hvernig er þessum málum háttað í samanburði við önnur vestræn lönd og síðast en ekki síst: Hefur lukkuhjólið ætt stjórnlaust áfram og er það á góðri leið með að kremja í hjólfarinu þær vonir sem bundnar voru við það þegar lagt var af stað? FYRSTU LÖGIN FRÁ1926 Þegar skoðuð er löggjöf um happ- drætti kemur fljótlega í ljós að hún er ákaflega ófullkomin. Sérstakar reglu- gerðir hafa aðeins verið settar um stóru happdrættin þrjú, þ.e. Happ- drætti Háskóla íslands, SIBS og DAS en einnig um getraunir og lottó. Um önnur happdrætti er engin reglugerð til og aðeins stuðst við starfsreglur sem mótast hafa í gegnum árin. í nútímalögum er fyrst getið um happdrætti árið 1926 og segir þar að þau megi ekki hafa nema með leyfi dómsmálaráðuneytisins. Þá segir einnig að hlutaveltur megi ekki halda nema að fengnu leyfi lögreglustjóra. Þá er tekið fram að peningahapp- drætti megi ekki setja á stofn án laga- heimildar og að ekki megi versla með útlend happdrætti í landinu. Það var Happdrætti Háskóla ís- lands, sem reið á vaðið og lög um skka fjáröflun til handa skólanum voru sett árið 1933. Þar segir m.a. að HHÍ hafi einkaleyfi á peningahappdrættum til styrktar byggingum Háskólans en einnig sé heimilt að verja fé til eflingar rannsóknum og til kaupa á kennslu- tækjum. A móti er happdrættinu gert að greiða 20% af arðinum til ríkis- sjóðs, en sá skattur er nefndur einka- leyfisgjald. 15

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.