Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Page 16

Frjáls verslun - 01.08.1989, Page 16
FORSIÐUGREIN Fljótlega eftir að Happdrætti Há- skóla íslands hafði verið hleypt af stokkunum komu tvenn önnur sam- tök í kjölfarið. Samband íslenskra berklasjúklinga, SÍBS, hóf rekstur vöruhappdrættis árið 1949 og var tilgangurinn sá að afla fjár til byggingar Reykjalundar í MosfeUssveit. Æ síðan hefur happ- drættið verið nán- ast eina tekjulind samtakanna og skilað þeim veru- legum arði í gegn- um árin. Nokkrum árum síðar eða um miðj- an 6. áratuginn, hófst rekstur happ- drættis Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. í lög- unum er ekki kveðið á um að það sé vöruhappdrætti heldur er þar nánar skilgreint hvaða hlutir skulu greiddir í vinninga, þ.e.a.s. bifreiðar, bifhjól, bátar, búnaðarvélar, íbúðar- hús og einstakar íbúðir, húsbúnaður, hljóðfæri, búpeningur, flugvélar og farmiðar til ferðalaga. Skýrt og skor- inort! Þessi þijú happdrætti voru einráð á íslenskum markaði næstu áratugi ef undan eru skilin happdrættin sam- kvæmt lögum frá 1926 sem áður var minnst á. Hins vegar má ekki gleyma lögum frá árinu 1945 sem heimila dómsmálaráðherra að veita leyfi til veðmálastarfsemi í sambandi við kappreiðar og kappróður. Vera má að þama hafi eimt eftir af áhrifum hinna veðmálasjúku bresku hermanna er hér dvöldu á árunum 1940-43 en okk- ur er ekki kunnugt um að þessi heim- ild hafi verið nýtt að marki. Sam- kvæmt henni máttu hestamannafélög reka veðmálastarfsemi enda rynnu 10% hagnaðar til reiðvega og sjó- mannadagsráð mátti gera slíkt hið sama varðandi kappróðra á Sjó- mannadaginn enda rynnu 75% ágóð- ans til sjóminjasafhs! Sannarlega þjóðþrifamál og ef til vill fær leið fyrir Sjóminjasafn íslands að auka tekjur sínar. Það er svo ekki fyrr en árið 1972 að lög eru sett um íslenskar getraunir til eflingar félögum innan fþróttasam- bands íslands og Ungmennafélags ís- lands og árið 1986 em sett lög um talnagetraunir eða það fyrirbrigði sem við nefnum lottó í daglegu tali. EINFALDAR STARFSREGLUR Segja má að öll skyndi- happdrætti á landinu eigi sér aðeins stoð í einni setningu í lögum frá árinu 1926, að engin reglugerð gildi fyrir þau og að það sé háð samþykki em- bættismanna í dómsmálaráðun- eyti hvort og með hvaða hætti slík happdrætti skuli leyfð. Jón Thors í dómsmál- aráðuneytinu sagði í sam- tali við Frjálsa verslun að varð- andi leyfisveitingar giltu starfsreglur ráðuneytisins, sem mótast hefðu í gegnum árin. í fyrsta lagi þyrfti að vera um að ræða fjáröflun til líknar- mála og þjóðþrifamála almennt séð. I öðru lagi yrðu viðkomandi að taka skýrt fram fjölda vinninga og verð- mæti þeirra. í þriðja lagi þyrftu að koma fram á miðunum upplýsingar um dráttardag og hverjir stæðu að viðkomandi happdrætti. Þá væri einnig nauðsynlegt að taka fram fjölda útgefinna miða og gefa ráðuneytinu upplýsingar um vinningshlutfall. Eins og áður sagði styðjast ráðu- neytismenn við hefðir þegar þeir gefa leyfi til reksturs happdrætta í fjáröfl- unarskyni. Ein hefðin er sú að í skyndihappdrættum, sem dregið er í eftir á, verði vinningshlutfall að vera að minnsta kosti 16.67% Um happ- drætti sem ekki er dregið í eftir á, þ.e. skafmiðahappdrættum, gildir 40% vinningshlutfall og að sögn Jóns eru sum happdrættin af því tagi með allt að 50% vinningshlutfall. Jón Thors sagði að bingó væru einnig leyfisskyld en engar ákveðnar reglur væru að öðru leyti um þá teg- und fjáröflunaraðferðar. Þrír aðilar eru með leyfi til bingórekstrar og hafa templarar verið manna duglegastir að tileinka sér þessa aðferð. Hins vegar væru bingó og happdrætti á lokuðum skemmtunum ekki leyfisskyld. Aðspurður kvað Jón Thors lengi hafa staðið til að endurskoða löggjöf um happdrætti en í önn daganna hefði sú vinna orðið að sitja á hakanum og því væri frumvarp til laga sem og reglugerð ekki í sjónmáli samkvæmt hans vitund. Flestir viðmælendur blaðsins voru á því að of mikið stjómleysi ríkti á þessum markaði. Nánast hver sem er Skafmiðar hafa gjörbreytt íslenska happdrættismarkaðnum og allt bendir til að hann standi nú á tímamótum. I samkeppninni um skafmiðana er Happaþrenna Háskólans og Lukkutríó björgunarsveitanna með algjöra yfir- burði. Happdrætti Háskóla íslands er langstærsta happdrættið með tæplega 1,5 milljarða veltu á síðasta ári. Happaþrennan skilaði verulegum hagnaði og hún er sá skafmiði sem best hefur selst frá upphafi. 16

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.