Frjáls verslun - 01.08.1989, Page 19
SIBS, DAS og Háskólahappdrættið eru þau einu sem starfa eftir sérstökum
lögum og reglugerð. Engin reglugerð er til fyrir skyndihappdrætti sem velta
hundruðum milljóna á ári hverju.
Happdrætti DAS seldi á síðasta
reikningsári fyrir um 108 milljónir.
Sala Gullmolans var rúmlega 30 millj-
ónir á reikningsárinu en þess má geta
að hún hófst ekki fyrr en í nóvember á
síðasta ári. Af þessu sést hvílíka yfir-
burði Happdrætti HÍ hefur yfir hin
hefðbundnu happdrættin og ekki
spillir vöxtur og viðgangur skafmið-
anna fyrir þeim Háskólamönnum.
Hagnaður þessara hefðbundu
happdrætta er einnig afar misjafn. Að
sögnjóhannesar L.L. Helgasonar hjá
HHI námu hreinar tekjur af happ-
drættinu um 340 milljónum króna, en
þar af runnu 20% í formi einkaleyfis-
gjalds til ríkissjóðs. Ólafur Jóhannes-
son hjá SÍBS sagði hagnaðinn hafa
numið 37 milljónum króna í fyrra og
Baldvin Jónsson sagði hagnað happ-
drættis DAS hafa verið um 8 milljónir
króna.
Við þessar tölur vakna ýmsar
spurningar. Hverjir bera mest úr být-
um þegar happdrætti eru annars veg-
ar? Greinilegt er að í mörgum tilfell-
um eru það ekki þeir sem standa fyrir
fjáröfluninni og óvíst er hvort kaup-
endur miðanna hirða meginhluta ág-
óðans. Sennilega eru það alls kyns
milliliðir sem hafa sitt á þurru og má í
því sambandi nefna söluaðila, auglýs-
ingastofur, prentsmiðjur og aðra þá
sem koma nærri þessari miklu pen-
ingaveltu. — En spáum áfram í spilin.
fslensk Getspá seldi lottómiða fyrir
GOTT ÚRVAL af notuðum skrifstofu-
húsgögnum, mestallt nýlegt á 50%
verði og minna, erum með línur á
heilu skrifstofurnar, skrifborð, fund-
arborð, tölvuborð, afgreiðsluborð,
skrifstofustóla, kúnnastóla, skilrúm,
leðurhœgindastóla, skjalaskápa, tölv-
ur o.m.fl.
Ath. Tökum í umboðssölu eða kaup-
um vel með farna hluti.
Skipholt 50b, jarðhœð.
Sími 626062.
VERSLUNIN
SEM VANTAÐI.
Skipholt 50b, jarðhœð.
Sími 627763.