Frjáls verslun - 01.08.1989, Side 20
FORSIÐUGREIN
755 milljónir króna á síðasta
reikningsári. Þar af komu
um 30% til baka í formi
hreinna tekna til
þeirra aðila sem
standa að fyrir-
tækinu, eða um
225 milljónir
króna. Lottóið
ber ennþá ægis-
hjálm yfir ís-
lenskar Getra-
unir því að sögn
Hákons Gunnars-
sonar framkvæmd-
astjóra nam velta
getraunanna á síðasta
reikningsári 160 milljónum
króna og hagnaður fyrirtækisins
varð um 30 milljónir.
Sala skafiniða hjá Lukkutríói Björg-
unarsveitanna og Slysavamafélags
íslands nam um 200 milljónum króna
á síðasta ári og hagnaður af sölunni
varð um 50 milljónir. Varðandi Fjarka
Skáksambandsins og HSÍ vom seldir
miðar á fyrsta starfsárinu, þ.e. 1988,
sem svöruðu til um 60 milljóna króna.
Ekki er að finna upplýsingar um
önnur skafmiðahappdrætti en sam-
kvæmt upplýsingum Fijálsrar versl-
unar var dræm sala á Ferðaþristi
Ungmennafélags Ölfuss síðustu mán-
uðina og sama er að segja um sölu á
Bflaþrennu SÁÁ meðan hún var og
hét.
MILUARÐUR í SPILAKASSA
En það er meira blóð í kúnni. Það
vekur athygli þegar opinberar hagtöl-
ur eru skoðaðar að þegar reynt er að
meta eyðslu landsmanna er
ekki tekið inn í reikninginn
það sem við eyðum í
söfnunarkassa Rauða
kross íslands. Þetta
er þeim mun sér-
kennilegra þegar í
ljós kemur að
kassamir veltu
um milljarði
króna á síðasta
ári og hagnaður
fyrirtækisins af
þessari íjáröflun
nam 152 milljónum
króna á árinu 1988.
Hannes Hauksson hjá
Rauða krossinum sagði aðila
á þeim bæ hafa áttað sig á því fyrir
löngu að hinn hefðbundni happdrætt-
ismarkaður væri mettaður og því
hefði verið nauðsynlegt að finna ein-
hverja leið til öflunar fjár, sem aðrir
hefðu ekki farið. Því hefði fengist leyfi
hjá ráðherra árið 1972 til að staðsetja
söfnunarkassa víða um land og væri
þessi fjáröflun skilgreind sem happ-
drætti.
í dag er Rauði kross íslands með
195 kassa í gangi um land allt og þeir
skila lflmarstarfinu umtalsverðum
ijármunum. Rauði krossinn hefur
ekki staðið fyrir happdrættum síð-
ustu árin þótt einstakar deildir hans
hafi ráðist í skafmiðahappdrætti, t.d.
Reykjavíkurdeildin árið 1987.
Hannes sagði það greinilegt að
þrátt fyrir sérstöðu söfnunarkass-
anna væri því ekki að neita að inn-
streymið hefði hægt verulega á sér á
Jóhannes L.L. Helgason framkvæmdastjóri HHÍ við tromluna góðu sem
notuð var til að draga út vinninga áður en nútíma tölvutækni tók við.
Rauði kross
íslands hefur
einkaleyfi, samkvæmt
heimild ráðherra frá 1972,
til að reka spilakassa í versl-
unum og spilasölum.
Talsmenn RKÍ telja að um 1
milljarður króna hafi komið í
kassana á síðasta ári og að
850 milljónir hafi verið
greiddar í vinninga.
HAPPAÞRENNA HÁSKÓLANS
alveg MILLJÓN
20