Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.08.1989, Blaðsíða 30
FERÐAMAL ISLENSK FERÐAÞJONUSTA: HEFUR HJAKKAÐ í SAMA FARINU í TÍU ÁR - SEGIR STEINN LÁRUSSON FRAMKVÆMDASTJÓRIFLUGLEIÐA í LONDON „Ég er búinn að vera í þessum bransa í hundrað ár“ svaraði Steinn Lárusson að bragði þegar Frjáls verslun hitti hann að máli á skrifstofu hans í London og spurði hve lengi hann hefði fengist við ferðaþjónustu. Steinn hefur unnið við ferðaþjón- ustu allan sinn starfsferil — sem reyndar spannar ekki alveg hundrað ár. Hann hef- ur engu að síður lagt að baki um þrjá ára- tugi í starfsgreininni og er samt enn á allra besta starfsaldri. í upphafi rak Steinn ferðaskrifstofuna Lönd og leiðir en tók við fram- kvæmdastjórn ferða- skrifstofunnar Úrvals þegar Flugleiðir og Eimskip stofnuðu hana. Frá Úrval fór hann til Osló og tók við skrifstofu Flugleiða þar en fluttist til London árið 1987 til að taka við nú- verandi starfi sínu. Um árabil átti Steinn sæti í stjóm og framkvæmdast- jóm Ferðamálar- áðs og einnig átti hann sæti í stjórn og var formaður Félags ís- lenskra ferðaskrifstofa. Lopapeysuauglýsing Flugleiða á Norðurlöndum vakti mikla athygli á sínum tíma. Nú verður þessi hugmynd yfirfærð og aðlöguð að breska markaðinum. TEXTI: HELGI MAGNÚSSON MYNDIR: KRISTJÁN E. EINARSSON O.FL. 30 Hann segir að framvindan í ferða- þjónustu á Islandi sé því miður allt of hæg. „Menn eru búnir að vera að ryðja út úr sér sömu hugmyndunum í þijátíu ár. Þetta verður mjög þreyt- andi til lengdar því framkvæmdavald- ið gerir ekki neitt og virðist nær eng- an skilning hafa á þörfum þessarar atvinnugreinar. Allir tala um að þjóðin þurfi meiri gjaldeyristekjur og að við getum ekki lifað til lengdar eingöngu á „uggum og ullarreifum." Þjónusta við erlenda ferðamenn skilar þjóðarbúinu miklum tekjum og gæti skilað því mun meiri tekjum ef stjórnvöld sýndu ein- hvern skilning. Það er með þessa at- vinnugrein eins og flest önnur við- skipti að það þarf peninga til að búa til peninga. En þeir peningar sem til þarf fást einfaldlega ekki til eflingar ferða- þjónustunnar á íslandi. Á meðan svo er þarf ekki að búast við stórafrekum og stjórnvöld geta sjálfum sér um kennt. Þrátt fyrir þetta undrar mann stundum hvað okkur tekst að „ströggla" og oft er árangurinn miklu betri en við mætti búast.“ Steinn segir að litlu hafi munað á árinu 1988 að stjórnvöldum tækist að eyðileggja ferðamarkaðinn, t.d. í Bretlandi, þegar matarskattur var lagður á, þ.e. söluskattur á matvöru, til viðbótar við fastgengisstefnuna sem leiddi til svo mikilla verðhækk- ana á ferðum til íslands milli ára að viðskiptunum hafi verið stefnt í hættu. Hann segir að ástandið hafi mikið lagast við gengisfellingarnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.