Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Page 40

Frjáls verslun - 01.08.1989, Page 40
HONNUN SJÁLFSAGÐIR HLUT1R ÖRN D. JÓNSSON RÆÐIR VIÐ ROBERT BLAICH SEM BER ÁBYRGÐ Á HÖNNUNARSTEFNU PHILIPS, EINS STÆRSTA FYRIRTÆKIS í HEIMI Örn D. Jónsson er atvinnuskiþulags- fræðingur, formaður s Form Islands, og starfar sjálfstætt. Hvernig ætli það sé að bera ábyrgð á hönnunarstefnu eins stærsta tækjafyrirtækis heims? Fyrir stuttu átti ég tal við Robert Blaich, hönnunarstjóra Philips. Hjá Philips vinna 354.000 manns í 420 verksmiðjum víðs vegar um heim í 60 þjóðlöndum. Þeir 250 hönnuðir sem vinna hjá fyrirtækinu starfa á þrjátíu mismunandi stöðum allt frá Tapei til Santa Ana, Bombay til Knoxville en höfuðstöðvarnar eru í Eindhoven í Hollandi. Þar býr Robert Blaich ásamt konu sinni sem hann hittir víst ekki nema á flugvöllum því hún hefur þann starfa að skrifa ræður fyrir Reagan og forsetaembætti Bandaríkjanna þegar mikið ligg- ur við. Blaich, sem er ættaður frá Colora- do, h'tur einna helst út fyrir að vera alþjóðlegur kúreki. Hávaxinn með silfurgrátt Dallashár og það gustar af honum. Það vantar ekkert nema hatt- inn! Hann þeytist á milli staða og jafn- vel þó að hann eigi fjögurra daga við- dvöl einhvers staðar þá er eins og hann sé alltaf að gera sjö hluti í einu. Samt sem áður virðist hann hafa tíma til að sinna því sem hann hefur áhuga á. Líklega er eitthvað til í þeirri full- yrðingu að lítill munur sé á að stjórna sæmilega stóru fyrirtæki og risafyrir- tæki eins og Phihps en erillinn er með ólíkindum. Ég náði að ræða við hann brot úr degi um hann sjálfan en fyrst og fremst um starf hans og hugmynd- ir sem hönnunarstjóri Philips. Það sem að mínu mati gerir Blaich áhugaverðan er að hann hefur þorað að gjörbylta hönnunarstefnu fyrir- tækisins og umskiptin hafa heppnast. Philips var eiginlega fulltrúi grá- myglunnar á meðal stóru heimilisfyr- irtækjanna. Þeir höfðu alltaf verið með fremur vandaða vöru en hallær- islega. Á meðan Braun, AEG og þýsku fyrirtækin náðu að hreinrækta stílfegurð fúnksjónahsmans voru vör- ur Philips hvorki né, eða eins og Bla- ich orðaði það, gráar en tæknilega góðar. Þegar Japanir náðu sama tæknistigi og evrópskir og amerískir framleið- endur stóð hollenski risinn á kross- götum. Stafræn miðlun, hvort sem það er á tónlist, mynd eða öðrum upp- lýsingum, er orðin alþjóðleg grunn- tækni. Fyrirtækin geta ekki keppt í tækninni sem slíkri og Blaich hefur eftir kollega sínum Georg Nelson að góð hönnun sé þá orðin einn af fáum möguleikum fyrirtækjanna til að ná samkeppnisforskoti. Robert var áður aðstoðarforstjóri hjá Hermann Miller, stóru amerísku húsgagnafyrirtæki sem hefur haft marga af þekktari hönnuðum samtím- ans á launalista sínum. Þar fundu „hausaveiðarar“ Philips hann og gerðu honum tilboð sem hann gat ekki hafnað. Honum var ætlað að breyta hönnunarstefnu fyrirtækisins þannig að hún yrði það samkeppnis- forskot sem dygði til að hfa í heimi stóraukinnar milliríkjaverslunar. Einn af frösum viðskiptafræðanna er að góður stjómendandi hafi vit á því að gera hlutina ekki sjálfur, hafi þekkingu til að velja rétta fólkið og kjark til að treysta því. Ég veit ekki hvort Blaich var gæddur öllum þess- um hæfileikum, en hann hefur að minnsta kosti sýnt að hann er opinn fyrir nýjungunum og þorir að fylgja þeim eftir og í ekta kúrekastíl segir hann frá afrekunum sínum: „Ég sýndi deildarstjórunum mínum verk eftir 40

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.