Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Page 41

Frjáls verslun - 01.08.1989, Page 41
Robert Blaich hefur gjörbreytt hönnunarstefnu Philips á nokkrum árum. Vang Hong Tsai og þeir skildu ekkert í því hvað hann var að gera og hlógu bara að þessu og þá rak ég þá“. En Tsai hefur m.a. fengist við að yfirfæra mýkt og fegurð tónlistarinnar sjálfrar yfir á hljómflutningstækin. Robert segir að hann hafi ekki verið búinn að ákveða hvað hann ætl- aði að gera þegar hann var ráðinn til fyrirtækisins 1980. Hann hafi haft al- mennar hugmyndir um að draga úr miðstýringu og leggja aukna áherslu á hópstarf. Að fá menn til að vinna sam- eiginlega að einstökum hugmyndum á eins opinn hátt og mögulegt var. Hann segir að vendipunkturinn hafi verið þegar hann las grein eftir Michele De Lucchi eins af forsprökk- um Memphis-hópsins (sem var í heimsókn hér ekki alls fyrir löngu). „Ferðasegulbönd, útvörp, heymar- tæki og sjónvörp ættu að miðla góðri tónlist eða mynd og eiga sér útlit sem hæfir þeirri ánægju — við eigum að skapa okkur umhverfi sem veitir okk- ur ánægju í önn dagsins". Blaich kynnti þessar hugmyndir fyrir samstarfsmönnum sínum sem í fyrstu héldu að hann væri að hæðast að þeim og það var skiljanlegt að hans mati. Hugmyndir Memphis-hópsins voru vissulega nýstárlegar. Stefnu- breytingin komst á framkvæmdastig þegar hann kynntist hóp hönnuða og fræðimanna sem voru að fást við táknmál hlutanna (product semant- ics). Hópurinn var mjög samsettur og starfaði víðs vegar um heiminn, þó aðallega í Bandaríkjunum. Kjarni hópsins hafði upphaflega stundað nám og starfað við tækniskólann í Ulm í Þýskalandi, en síðan flutt sig til Bandaríkjanna og þar höfðu hug- myndirnar þróast. Blaich efndi til ráðstefnu fyrir hönnuði Philips þar sem hann fékk táknmálshópinn til að halda fyrirlestra og vinna með hönnuðum fyrirtækis- ins í vinnuhópum. Síðan fylgdi hann ráðstefnunni eftir með stöðugu sam- bandi við hópinn og endurmat hug- myndir þeirra með samstarfsmönn- um sínum. Þannig hefur Philips tekist að breyta hönnunarstefnu sinni frá því að vera ein sú litlausasta og íhaldsam- asta í það að eiga í fullu tré við Japani og stundum vel það. Það sem þeir gerðu var að tileinka sér hugmyndir hámenntaðra framúrstefnumanna og Roller Radio, útvarpið sem sjá má hér að ofan, varð upphaflega til á nám- skeiði um táknmál hlutanna. Þar var tölvuútvarp sett á milli tveggja bong- ótromma. 41

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.