Frjáls verslun - 01.08.1989, Page 45
BÆKUR
ISLENSK FYRIRTÆKI20 ARA
t FYRIRTÆKIASKRÁ
• SKRÁ YFIR
ÚTFLYTJ ENDU R
• SKIPflSKRfl
• UMBODASKRÁ
Undirbúningur að útgáfu við-
skiptahandbókarinnar IS-
LENSK FYRIRTÆKI 1990 sem
koma á út í janúar nk. er nú haf-
inn. Útgefandi er Frjálst fram-
tak hf. en ritstjóri Halldóra J.
Rafnar.
Bókin ÍSLENSK FYRIRTÆKI
kom fyrst út árið 1970. Á þessum 20
árum hefur bókin vaxið og tekið mikl-
um breytingum. Er óhætt að segja að
ÍSLENSK FYRIRTÆKI sé fullkomn-
asta bók sinnar tegundar hér á landi.
í fyrirtækjaskránni, sem er lang-
veigamesti hluti bókarinnar, eru upp-
lýsingar um flest starfandi fyrirtæki,
félög og stofnanir á íslandi. Þá eru í
bókinni ýmsar aðrar hagnýtar skrár.
T.d. yfir útflytjendur, íslensk skip,
umboð og 2500 flokka vöru- og þjón-
ustu. Einnig eru í henni upplýsingar
unnar í samráði við Útflutningsráð
sérstaklega ætlaðar útflytjendum. Þá
eru upplýsingar um helstu hafnir á
íslandi.
Til þess að bók á borð við ÍS-
LENSK FYRIRTÆKI þjóni tilgangi
sínum þurfa upplýsingamar að vera
nýjar og réttar en breytingar milli ára
eru ótrúlega miklar og við liggur að á
hverri einustu síðu séu einhver atriði
sem þarf að breyta frá ári til árs. Þess
vegna er haft samband við hvert ein-
asta fyrirtæki árlega og verða sölu-
menn á ferðinni næstu vikur í þeim
íslensk
fyrirtæki.
Halldóra Rafnar.
tilgangi að sannreyna hvaða fyrirtæki
eru starfandi og hvort þær upplýsing-
ar sem í bókinni eru séu réttar.
Sá sem kaupir skráningu í fyrir-
tækjaskránni getur komið þar að öll-
um þeim upplýsingum sem hann vill.
Einnig getur hann látið birta myndir
og merki án þess að greiða aukalega
fyrir það. Þá getur fyrirtækið skráð
þjónustu sína og þær vömr sem á
boðstólum eru í eins marga af flokk-
unum 2500, sem í vöru- og þjónustu-
skránni eru, og viðkomandi kýs og
jafnvel látið búa til nýja flokka. Sama
gildir um umboðsskrána. í hana geta
fyrirtækin skráð umboð sín án þess
að greiða aukalega fyrir. í ár verður
einnig boðið upp á sérstaka skráningu
í vöru- og þjónustuskrána/umboða-
skrána.
45