Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Qupperneq 46

Frjáls verslun - 01.08.1989, Qupperneq 46
SÖLUMENNSKA KAUPMENNSKA ER EKKIÖLLUM GEFIN Greinarhöfundur Leó M. Jónsson er véltæknifræðingur að mennt og starfar sem ritstjóri tímaritanna Bíllinn og Bóndinn. Undanfarin ár hafa ritstjórum borist óteljandi bréf og tilkynn- ingar frá fyrirtækjum og ein- staklingum sem hafa ákveðið að bjóða öðrum ráðgjöf á sviði tölvumála. Sumir þessara aðila eru ennþá starfandi en ég man ekki eftir neinum sem hefur helgað sig tölvuráðgjöf ein- göngu. Hafi viðkomandi ekki hætt eftir skamman tíma hefur hann tekið upp umboðssölu, námskeiðahald, tölvuvinnslu, ráðningarþjónustu eða aðra óskylda starfsemi. Oftast er það sameiginlegt með tilkynningum þessara aðila að í þeim er lögð sérstök áhersla á að viðkomandi ráðgjöf sé óháð seljendum tölva og hugbúnaðar. Svo virðist sem það dæmi vilji ekki ganga upp og að talsvert kunni að vera til í þeirri kenningu að enginn hlut- laus aðili geti gefið góð ráð. SVIÐIN JÖRÐ EÐA ÁFRAMHALDANDI VIÐSKIPTI? Mín persónulega reynsla undanfar- in 20 ár er sú að góður sölumaður sé undantekningarlaust besti ráðgjafinn. Ég tel mig geta rökstutt þessa full- yrðingu. Hafa ber í huga að hér er gerður skýr greinarmunur á sölu- manni og góðum sölumanni en báðar gerðimar þekki ég mætavel. Stærsti munurinn á venjulegum sölumanni og góðum sölumanni er sá að góður sölu- maður selur alltaf með það fyrir aug- um að geta selt sama kaupanda oftar en einu sinni. Góður sölumaður selur vegna gæða fremur en verðs og góð- ur sölumaður lætur aldrei hanka sig á því að baktala samkeppnisaðila. Sum- ir geta selt mikið á skömmum tíma en skilja eftir sig sviðna jörð. Það orkar tvímælis hvort hægt er að kalla slík vinnubrögð sölumennsku. Þessi atriði gera það að verkum að undir- búningur, skipulag, vinnuaðferðir og tækni þessara tveggja einstaklinga er gjörólík. Um þetta mætti skrifa langt mál. Margir stjórnendur þekkja þess- ar tvær gerðir sölumanna þótt þeim hætti stundum til að sofna á verðinum og gleyma að fylgjast með atferli þeirra. Af þessu leiðir að góður sölumaður er besti ráðgjafmn þegar kemur að tölvukaupum. Það er því ekki svo vit- laus pólitík að skipta við tvö eða fleiri fyrirtæki á tölvusviði, fyrirtæki sem eru með góða sölumenn og geta þannig gengið að fleiri en einum góð- um ráðgjafa. í þessu sambandi bendi ég á, máli mínu til frekari stuðnings, að hið opin- bera hefur alltaf sótt þekkingu og ráð- gjöf til sölumanna þegar meiri háttar kaup á tölvum eða hugbúnaði hafa staðið fyrir dyrum og oft hafa sérstak- ir ráðgjafar komið þar við sögu og fengið greitt fyrir að flytja upplýsingar frá seljanda til kaupanda, þ.e. sem milliliðir. Þetta leiðir hugann að þeirri tilgátu að tíðum sé ruglað saman hug- tökunum upplýsingamiðlun, úr- vinnslu upplýsinga og ráðgjöf sem byggð er á sérþekkingu og að sá rugl- ingur valdi því hve margir „ráðgjafar" daga uppi. GÓÐUR SÖLUMAÐUR ER KAUPMAÐUR Þegar litið er um öxl og hugsað til allra fréttatilkynninganna sem borist hafa undanfarin ár, þykist ég taka eftir því að sérfræðingar hafi fæstir orðið feitir af því að stunda viðskipti ef und- an eru skildir lögfræðingar og ber ekki að skilja það sem hótfyndni í þeirra garð. Til þess að stunda við- skipti og famast vel þarf viðkomandi að vera kaupmaður og kaupmennska er ekki öllum gefin fremur en tón- listargáfa. Þótt einstaklingur sé við- 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.