Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Page 47

Frjáls verslun - 01.08.1989, Page 47
skiptafræðingur að mennt er ekki þar með sagt að hann sé kaupmaður og sé hann ekki kaupmaður eru harla litlar líkur á því að hann geti bjargað sér fyrir hom í viðskiptum með því að kalla sig markaðsstjóra. Hins vegar ætti það varla að skaða kaupmann þótt hann aflaði sér sérstakrar menntunar, t.d. á viðskiptasviði. Mér eru minnisstæðar fréttatil- kynningar frá fyrirtækjum á tölvu- sviðinu sem beinlínis auglýstu að eng- inn kaupmaður væri þar með í ráðum. Aðrar tilkynningar hafa staðfest að algjörir viðvaningar höfðu fengið vitr- un og ætluðu að leggja heiminn að fótum sér á nokkrum mánuðum. Sameiginlegt með ótrúlega mörgum fréttatilkynningum íslenskra fyrir- tækja er að þær fjalla um hugmyndir, eitthvað sem mönnum hefur dottið í hug að gera; fyrirætlanir, framsýn eða hreina hugaróra án jarðsam- bands. Stundum virðast þessar hug- myndir vera sprottnar af tilbreyting- arleysi eða leiðindum. Þessir loft- kastalar rata síðan gagnrýnislaust beina leið í fjölmiðla þótt ekkert sé á bak við þá. Ur tölvubransanum eru mér tvær slíkar tilkynningar minnis- stæðari en aðrar. VIÐVANINGSBRAGUR í eitt skipti höfðu hæfileikamenn þróað ákveðinn hugbúnað sem þeir töldu vera bæði fullkomnari og betri en það sem fyrir var á markaðinum. í þessum tilvikum fylgir alltaf sögunni að einhverjir ónafngreindir útlending- ar eða útlend fyrirtæki hafi sýnt fyrir- bærinu mjög mikinn áhuga. í þessu tilfelli var ekki látið þar við sitja heldur auglýst nokkrum sinnum í bandaríska tímaritinu BYTE. Sú auglýsing varð FYRIRXÆKtÐ ■ U HYSTEIl n ■ SÁ RÉTTIFYRIR MG ÍSLENZKA DMBMSSALAN NP. KLAPPARSTÍG 29, S. (91) - 2 64 88 47

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.