Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Side 53

Frjáls verslun - 01.08.1989, Side 53
í mjög skuldsettum fyrirtækjum þar sem lántakan er við eða nærri efri mörkum og sérhvert frávik frá áætl- unum þarf að skýra ítarlega fyrir við- komandi banka. íslenskir bankastjór- ar eru ekkert frábrugðnir bankastjór- um annars staðar að því leyti að vera ákaflega tortryggnir þegar breytingar á áætlunum eiga sér stað og mjög tregir til að leggja fram viðbótarfé. Það kann að þykja sérkennilegt en varkárar framleiðsluáætlanir í laxeldi, byggðar á slæglegri frammistöðu í erfiðu ári, krefjast oft viðbótarfjár- magns þegar árið er betra en gert var ráð fyrir (þ.e. fiskurinn vex hraðar eða verður stærri) og minna viðbót- arfjármagns til veltufjármyndunar þegar ver gengur. Það er ekki auð- velt að útskýra það fyrir bankastjór- um að viðbótarlán séu nauðsynleg vegna bættrar framleiðslu en ekki vegna minni framleiðslu en áætlað var! Mín reynsla af íslenskum banka- stjórum er sú að þeir séu mjög líkir bankastjórum annars staðar — hæg- fara, varkárir og að hneigðir til íhald- semi. Mikil ítök ríkisins í banka- og fjármálastarfsemi á Islandi leiðir til ýmiss konar afbrigðilegheita sem þó eru þekkt annars staðar. í fyrsta lagi er krafist margs konar skriflegra gagna sem bankastjórarnir hafa engin tök á að meta. Það er algeng lexía sem opinberir starfs- menn læra fljótt að það að gera ekkert er betra en að gera eitthvað — sem gæti verið rangt. En ef þú þarft að gera eitthvað vertu þá a.m.k. með skýrslu í skjalaskápnum þínum sem sýnir að það var ekki dómgreind þín sem brást heldur að upplýsingamar sem þú fékkst voru rangar. I öðru lagi er það fyrirbrigðið að „meðhöndla alla umsækjendur á sama hátt“ sem ekki er óalgengt í ríkisbönkum í smærri löndum. Að öllum sem hafa hug á að fara út í laxeldi eigi að standa til boða svipaðir fjármögnunarpakkar — heimspeki í ætt við það að dæma alla glæpamenn til sömu fangelsisvistar! Þegar um mikla skuldsetningu er að ræða þá eykst mikilvægi veða til tryggingar skuldunum umfram það sem annars þyrfti að vera. í sumum fiskeldis- fyrirtækjum, einkanlega þó á Islandi, hefur spurningin um útveg- un veða náð slíkri fágun að hægt er að tala um sjálfstætt listform! Það felur m.a. í sér vafasam- ar ábyrgðir, misnotkun á vátrygging- arskírteinum og verðmætamat eigna byggðu á óraunhæfum grunni. Flestum sem starfa við laxeldi ætti að vera ljóst að verðmæti gjaldþrota laxeldisfyrirtækis byggist eingöngu á mati kaupenda á getu sinni í að starf- Aðeins þarf fá, stór og áberandi gjaldþrot með stuttu millibili til að tryggja það að bankar, fjárfestar, ríkisvaldið og tryggingafélögin loki dyrum sínum fyrir auralausum fiskeldisfyrirtækjum. r\5ka Glerborgar K-qlerið ...tvöfalt betraen þrefalt! Með tvöföldu K-einangrunargleri eru kröfur nýrrar byggingareglugerðar um einangrunargildi að fullu upp- fylltar. Þannig losar K-glerið húsbyggjendur undan þeirri kvöð að glerja hús sín með venjulegu þreföldu einangrunargleri. K-gierið hleypir sólarjjósi og yl inn en kemur með sérstakri einangrunarhúð í veg fyrir að hitinn streymi út. K-glerið á erindi til allra íslenskra húsbyggj- enda. Gluggaðu í okkar gler. GLERBORG HF. DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SÍMI53333 ■o 'sx g> c 05 3 <

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.