Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1989, Síða 56

Frjáls verslun - 01.08.1989, Síða 56
AÐ UTAN STJÓRNENDUR LIFA LENGUR Bandaríska viðskipta- blaðið INC hefur komist að óvæntri niðurstöðu um heilsu og aldur fyrir- tækjastjórnenda. Stjórnendur 500 fyrir- tækja, sem eru í örum vexti, tóku þátt í rann- sókninni en hún var gerð í samvinnu við General Health INC. Rannsóknin leiddi í ljós að samanbor- ið við meðal-Bandaríkja- manninn þá eru fyrir- tækjastjórnendur með- vitaðri um heilbrigt líferni og hafa því betri heilsu. Sem dæmi má nefna að meira en helmingur fyrir- tækjastjórnendanna í úr- takinu hafði aldrei reykt og aðeins 15% þeirra eru reykingamenn. Að með- altali iðka þeir íþróttir 4 tíma á viku. Engu að síð- ur eru 70% þeirra yfir meðalþyngd og meira en 'A hluti hópsins telur sig neyta áfengis fram úr hófi. Þar af leiðandi eru líkurnar fyrir því að þessi hópur fólks deyi vegna skorpulifrar tvisvar sinn- um meiri en hjá öðrum Bandaríkjamönnum. Aft- ur á móti er krabbamein eða hjartabilun óalgeng- ari dánarorsök meðal þessara aðila en annarra Bandaríkjamanna. En kapphlaupið við klukk- una er að öllum líkindum ástæðan fyrir því að helm- ingi fleiri fyrirtækja- stjómendur láta lífið í um- ferðarslysum en meðal- Bandaríkjamaðurinn. (INC) A AD „LEY$A“ OLL VANDAMAL Að leysa öll vandamál, sem upp koma hjá fyrir- tækinu, er ekki endilega dæmi um hæfni þína sem fyrirtækjastjórnandi. Dæmi: Hversu oft kemur starfsmaður inn á skrif- stofuna þína og segir: „Eg á í dálitlum vandræðum ...“ eða „Geturðu hjálpað mér með ...?“ Ef þú svar- ar á þá leið að þú ætlir að hugsa málið eða „Við at- hugum þetta betur seinna“, þá ert þú með þessum svömm búinn að taka að þér málið og gera vandamál starfsmann- sins að þínu. Það em 2 einföld ráð sem ættu að hjálpa þér til að fá meiri tíma til að sinna verkefn- um sem bara þú getur tekið ákvarðanir um: í fyrsta lagi skaltu biðja starfsmanninn að leggja fram hugmyndir til lausn- ar vandanum. Á þann hátt hveturðu hann til að koma með eigin lausnir og þannig virkjar þú starfskrafta hans betur. í öðm lagi skaltu halda aft- ur af lönguninni að vera allt í öllu. Vissulega get- urðu sjálfur leyst mörg vandamálanna, sem upp koma, fljótar en þú missir þá um leið tíma frá verk- efnum sem að em mun mikilvægari fyrir fyrir- tækið. Auk þess þá ger- irðu starfsmenn þína ós- jálfstæðari og þar með síður færa um að finna lausnir. (COMMUNICATION BRIEF- INGS) JAPANSKT HRAÐFLUTNINGASKIP Japanska samgöngu- málaráðuneytið ætlar að þróa hraðflutningaskip sem verða tvisvar til þrisvar sinnum fljótari í ferðum en núverandi flutningaskip og þau munu stytta siglingartí- mann á skipaleiðinni milli Japan og Bandaríkj- anna um 3 daga. Áætlað er að byggja tilraunaskip sem verður 100 m langt og með 1000 tonna flutn- ingagetu. Samgöngumál- aráðuneytið áætlar 5 ár til verksins. (Business Tokyo)

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.