Frjáls verslun - 01.08.1989, Page 60
LOGFRÆÐI
í haust eru líkur á því að komið verði í veg fyrir að skuldarar geti tafið
einföld skuldamál með áfrýjun til Hæstaréttar.
AÐFÖR ÁN DÓMS
En það eru frekari breytingar í
vændum sem miða að því að auðvelda
kröfueigendum innheimtu skulda.
Þann 1. júlí 1992 taka gildi lög um
aðför nr. 90/1989. Við gildistöku
þeirra verður heimilt að gera aðför til
fullnustu kröfum skv. m.a. víxlum,
tékkum og skuldabréfum án undan-
gengis dóms eða áritunar.
Hér er um mjög viðamikla breyt-
ingu að ræða og ætti innheimta skulda
að ganga hraðar eftir gildistöku lag-
anna. Allt sem gerðarbeiðandi þarf að
gera áður en aðfarar er krafist er að
beina greiðsluáskorun á sannanlegan
hátt til gerðarþola með minnst 15
daga fyrirvara þar sem tekið er fram
að aðfarar verði krafist fyrir skuldinni
ef áskoruninni verði ekki sinnt. Sinni
skuldari ekki áskoruninni fer kröfu-
hafi með víxillinn, tékkann eða
skuldabréfið, eftir atvikum til sýslu-
manns eða löglærðra fulltrúa hans og
biður skriflega um aðför.
Auðvitað er viss hætta á efnislega
rangri úrlausn þegar málsmeðferðin
er hröð. A móti kemur að mál þau er
hér um ræðir eru yfirleitt óumdeild og
málavextir mjög einfaldir. Formskil-
yrði eru einnig athuguð og er réttur
gerðarþola því bærilega tryggður og
hættan á rangri úrlausn því ekki mikil.
UPPBOÐAMEÐFERÐ DREGST ÚR
HÖMLU
Við þessar breytingar má segja að
málsmeðferð einfaldra skuldamála
verði eins hröð og kostur er — þang-
að til uppboðsmeðferð hefst. Sér-
staklega á þetta við um uppboðsmeð-
ferð á fasteignum. Á margan hátt er
það eðlilegt og sanngjarnt að upp-
boðsmeðferð á fasteignum skuli taka
langan tíma og að gerðarþoli eigi rétt
á frestum. Það sjónarmið að ekki
skuli selja ofan af mönnum og fjöl-
skyldum þeirra fyrr en í lengstu lög
vegur hér þungt. Uppboðsmeðferð
fasteigna dregst þó stundum úr
hömlu og er þar við ýmislegt að sak-
ast.
Oft fá gerðarþolar ítrekaðan frest
hjá lögmönnum sem vilja frekar fá
skuldina greidda á löngum tíma en að
selja ofan af viðkomandi. En hitt er
líka staðreynd að einstök embætti
sýslumanna standa sig ekki nægilega
vel hvað varðar gang uppboðsmála.
Nægir þar að nefna embættin í Vík í
Mýrdal og Bolungarvík.
ÁFRÝJAÐ TIL HÆSTARÉTTAR
Það eru gömul sannindi að gerðar-
þolar eru oft fljótari en lögspekingar
að koma auga á galla einstakra laga.
Þannig er það nú mjög vinsælt hjá
helstu stórskuldurum landsins að
áfrýja þriðja og síðasta uppboði á fast-
eign til Hæstaréttar. Þar er málið
tekið fyrir þegar að því kemur eftir
u.þ.b. ár. Skuldarinn situr því leigu-
laust íhúsi, gjarnan veðsettu upp fyrir
sjónvarpsloftnet, þangað til Hæsti-
réttur hefur fjallað um málið. í lang-
flestum tilvikum, þegar þriðja og síð-
asta uppboði er áfrýjað, er nákvæm-
lega ekkert að framkvæmd
uppboðsins heldur er áfrýjað á grund-
velli einhverra hártogana sem eiga að
heita lögskýringar. Þetta er einungis
gert til þess að vinna tíma á kostnað
kröfueiganda og kemur sér því oft
afar illa fyrir kröfueiganda.
En í haust er líklegt að komist verði
fyrir þennan leka því nú hefur réttar-
farsnefnd, sem er einkum skipuð lög-
mönnum og dómurum, samið frum-
varp til laga um breytingar á nokkrum
greinum laga nr. 75/1973 um Hæsta-
rétt. Þar er meðal annars gert ráð
fyrir því að hafi menn eitthvað við
framkvæmd aðfaragerðar eða upp-
boðs að athuga sæti það kæru til
Hæstaréttar en ekki áfrýjun. Eins og
mönnum er kunnungt tekur kæru-
meðferð að jafnaði aðeins nokkrar
vikur.
Það eru því líkur á því að strax í
haust verði komið í veg fyrir að skuld-
arar geti tafið einföld skuldamál með
áfrýjun til Hæstaréttar. Þann 1. júlí
1992 verður meðferð þessara mála
síðan færð í enn fljótvirkara horf.
Helstu heimildir:
C. Strecken og R. Bender, Access to
justice, A world survey, Milan 1978.
Procedures facilitating access to justice,
Strassbourg 1980.
Baumbach, Lauterbach, Albers og
Hartmann, Zivilprozessordnung
Milnchen 1982.
Stefán Már Stefánsson, Um
útivistarmál, Úlfljótur 3.tbl. Rvk.
1969.
Stefán Már Stefánsson, Áskorunarmál,
Úlfljótur 3.tbl. Rvk. 1967.
Ámi Tryggvason, Úlfljótur 2.tbl. Rvk.
1949.
60