Frjáls verslun - 01.08.1989, Page 63
ÞAÐ NÝJASTA í BANDARÍSKUM STÓRMÖRKUÐUM:
INNKAUPAVAGNARNIR
MEÐ SJÓNVARPSSKERMUM
í síðasta mánuði (októ-
ber) hófst nýstárleg tilraun
með nýja innkaupavagna í
stórmörkuðum í Chicago,
Atlanta og Los Angeles.
Nýju vagnarnir eru með litl-
um sjónvarpsskermum sem
festir eru á handfang þeirra.
Þegar þessum nýju vögn-
um er ekið um markaðina
nema þeir sendingar frá
sendum sem komið er fyrir í
hillum eða á borðum inn á
milli vörutegundanna. A
skermum þessum birtast
ýmist auglýsingar um nýst-
árlegar tegundir eða góð
verðtilboð, samanburður á
einingaverði og fleiri tálbeit-
ur.
VAGNARNIR HEILSA VIÐSKIPTAVINUM
OGKVEÐJAÞÁ
Á vissum stöðum í markaðinum
eru sendar sem bregða á skjáinn á
innkaupavagninum mynd af búðinni,
þannig að sá, sem er að gera innkaup,
eigi auðveldara með að finna það sem
hann leitar að. Aðrir sendar skjóta
uppskriftum á skjáinn og birta nýjustu
veðurspá. Nýju vagnarnir heilsa við-
skiptavinum þegar þeir korna inn í
búðina og kveðja þá við brottför.
„Allt stuðlar þetta að því að gera
verslunarferðina skemmtilegri", seg-
ir hönnuður hinna nýju innkaupa-
vagna.
Tilgangurinn með þessum nýju
vögnum er að hvetja viðskiptavini til
aukinna innkaupa þegar þeir eru
komnir í stórmarkaðinn. Raunin er sú
að flestir koma í stórmarkaðina án
um er, og veruleg áhrif má
hafa á söluna með auglýsing-
um á staðnum.
Því er spáð að viðskipta-
vinum stórmarkaðanna
muni líka vel við nýju inn-
kaupavagnana með sjón-
varpsskermunum, að
minnsta kosti til að byrja
með. Menn eru hins vegar
nokkuð sammála um að ef
auglýsingamagnið á þessum
skermum verður of mikið
eða auglýsingaskrum of
augljóst verði nýjungin
hvorki til bóta né til að auka
viðskiptin.
18 MISMUNANDISENDAR
Nýju innkaupavagnamir
eru með venjulegri vörugrind en und-
irvagninn er breiðari og sterkari,
m.a. vegna þess að sjónvarpsskerm-
urinn vegur um 5 kg. Þeir kosta um
200 dollara eða tæpar 10 þúsund
krónur. Meðan tilraunin með vagnana
stendur yfir fá stórmarkaðirnir þá án
endurgjalds en verða sennilega síðar
meir að kaupa þá.
Til að byrja með geta stórmarkað-
irnir valið um 18 mismunandi sendi-
tæki til að hafa í búðunum en hvert
þeirra getur sent út fjölda auglýsinga,
uppskrifta eða annarra upplýsinga.
Fjölbreytnin í senditækninni mun svo
aukast hröðum skrefum ef að líkum
lætur.
Það eru þrjár keðjur stórmarkaða í
áðurnefndum borgum sem hafa verið
valdar til tilraunarinnar með nýju inn-
kaupavagnana. Ef tilraunin tekst vel
munu vagnamir væntanlega koma í
flesta aðra stórmarkaði á næsta ári.
þess að hafa fyrst gert innkaupalista
og eru því veikir fyrir frekari innkaup-
um.
ÁVÖXTUR SAMKEPPNINNAR
Samkepnni stórmarkaðanna í
Bandaríkjunum er gífurlega hörð,
ekki síður en á Islandi og í öðrum
löndum. Árleg velta bandarískra stór-
markaða nemur um 200 milljörðum
dollara en 10 milljörðum dollara er ár-
lega varið til ýmislegrar auglýsinga-
starfsemi inni í stórmörkuðunum.
Forráðamenn markaðanna segja að
venjulegar auglýsingar í dagblöðum,
tímaritum og sjónvarpi nái ekki nógu
fljótt til viðskiptavina. Kostaboð á
grænmeti, ávöxtum, kaffi eða öðrum
vörutegundum verði að kynna í búð-
unum sjálfum. í búðunum er vöruval-
ið svo mikið að viðskiptavinirnir eygja
ekki nema brot af því, sem á boðstól-
Viðskiptavinirnir geta horft á auglýsingar eða fengið
uppskriftir og margskonar upplýsingar meðan þeir
fara um búðina og velja sér vörur.
63