Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1991, Page 6

Frjáls verslun - 01.07.1991, Page 6
EFNI 5 RITSTJÓRNARGREIN 8 FRÉTTIR 16 FORSÍÐUGREIN Á þessu ári eru 40 ár liðin frá því samningur Islands og Bandaríkjanna um vamir landsins var undirritaður. Mikil uppbygging hefur verið á Keflavíkurflugvelli og í nágrenni hans á vegum hersins. Á þessum fjórum áratugum hafa efnahagsleg áhrif hersins verið svo mikil á íslenskt hagkerfi að ætla má að um 10% af þjóðartekjum íslendinga á þessu tímabili séu tilkomnar vegna starfsemi vamarliðsins. Þannig má segja að hver íslendingur hafi verið í starfi hjá hemum 4 ár af þessum 40 sem vamarsamstarfið hefur staðið yfir! Talið er að tíundi hluti hreinna gjaldeyristekna þjóðarinnar hafi komið frá vamarliðsviðskiptum á þessu 40 ára tímabili. Ef íslenska ríkið ætti að reka Keflavíkurflugvöll er talið að það mundi auka útgjöld þess um 1.5 milljarð króna. Byggingarkostnaður Keflavíkurflugvallar nemur fjárlögum íslenska ríkisins í heilt ár. Talið er að tekjur þjóðarbúsins af þjónustu og verktakastarfsemi vegna vamarliðsins á þessum 40 ámm jafngildi ársútgjöldum íslenska ríkisins í 10 til 15 ár. 28 BITNAR STARFSFRAMI F0RELDRA Á UPPELDI BARNA? I nútímaþjóðfélaginu eykst togstreyta milli starfsframa fólks og heimilislífsins stöðugt. Menntun er sífellt að aukast og fólk sækist að sjálfsögðu eftir að geta nýtt kunnáttu sína og hæfileika í daglegu starfi. Þetta á ekki síður við um konur, en háskólamenntuðum konum fjölgar stöðugt. En þá vaknar sú spuming, hvort starfsframinn bitni ekki á uppeldi bama og heimilislífi. Hér er litið á þetta mál. 34 HEILSA Uggi Þórður Agnarsson, læknir, fjallar að þessu sinni um flugur og ofnæmi í tilefni árstímans. 35 ERLENT Time Wamer fjölmiðlarisinn í Bandaríkjunum hefur staðið frammi fyrir margháttuðum vaxtarverkjum í kjölfar mikillar útþenslu á ýmsum sviðum. Hér er birt þýdd grein um stöðu þessarar miklu samsteypu sem hefur trúlega meiri áhrif á líf okkar en við gerum okkur grein fyrir. 41 FJÁRMÁL Þór Sigfússon ritar grein um fjárfestingar útlendinga á íslandi. Hann telur m.a. að íslendingar eigi að bjóða útlendinga velkomna til að fjárfesta hér á landi. Hann segir að nágrannaþjóðir okkar í Evrópu standi nú fyrir skipulagðri markaðssetningu til að laða að erlenda íjárfesta. 44 FERÐALÖG Umræður hafa verið um það að undanfömu að flugfélög og ferðaskrifstofur auglýsi ferðir sínar til útlanda á misvísandi verðum. Reyndar hafa klögumál gengið á víxl milli aðila um þessi efni og hafa verðlagsyfirvöld skorist í leikinn. Víst er að smáa letrið er skeinuhætt, eins og fram kemur í athugun okkar. 48 GUÐNI í SUNNU Einn þeirra, sem verið hafa í sviðsljósinu út af auglýstu verði á utanferðum, er Guðni Þórðarson, sem nú rekur ferðaskrifstofuna Flugferðir-Sólarflug og stendur m.a. fyrir leiguflugi til stórborga í Evrópu. Hann er þjóðkunnur maður og setti mjög svip sinn á ferðaþjónustu hér á landi fyrir rúmum áratug, þá eigandi Ferðaskrifstofunnar Sunnu. Um árabil hefur farið lítið fyrir honum, en nú skýtur Guðna upp að nýju og þá er hann fyrirferðarmikill að vanda. Frjáls verslun sá ástæðu til að ræða við hann um nútíð og fortíð í ferðaþjónustunni. 56 ÞINGMENN UEKKA í LAUNUM Við gerðum athugun á tekjum nokkurra þeirra sem tóku sæti á Alþingi í fyrsta sinn nú í vor. Almennt virðist sem þeir lækki verulega í launum við að hverfa frá fyrri störfum sínum og gerast alþingismenn. 58 VERÐKÖNNUN Verðkönnun, sem gerð var fyrir Frjálsa verslun í helstu stórmörkuðum höfuðborgarsvæðisins, sýnir að neysluvörur hafa LÆKKAÐ verulega frá því fyrir einu ári. Samkeppni á matvörumarkaðinum virðist vera afar hörð um þessar mundir. 60 VIÐTAL Davíð Scheving Thorsteinsson, forstjóri Sólar, Smjörlíkis og íslensks bergvatns, er í viðtali við Frjálsa verslun. Hann hefur frá mörgu að segja, en staldrar einkum við útflutning fyrirtækjanna á íslensku vatni. Davíð segir að íslenskt vatn sé dýrara en oh'a þegar það er komið á markaðinn erlendis. 66 BRÉF FRÁ ÚTGEFANDA 6

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.