Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1991, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.07.1991, Blaðsíða 14
liRCYSTI OQ HEILBRIQÐ!) FRETTIR ingur, er stjórnarformað- ur beggja fyrirtækjanna. Hjá þeim starfa nú um 400 manns. HAGKAUP Heilsa (X Hollusta HAGKAUP: ÚTGÁFAÁ BÆKLINGUM UM HEILSU OG HOLLUSTU Neytendaþjónusta Hagkaups er tekin til starfa og er henni einkum ætlað að vinna að ýmsum hagsmunamálum neyt- enda varðandi upplýsing- ar um neysluvenjur. Nú er verið að gefa út röð bæklinga á vegum Neytendaþjónustu Hag- kaups undir samheitinu Heilsa og hollusta. Heiti bæklinganna eru: Hreysti og Heilbrigði, Fita, Prótein og Vítamín og steinefni. Bæklingunum verður dreift í verslunum Hag- kaups í Reykjavík, á Sel- tjarnarnesi, í Njarðvík og á Akureyri. HAGVIRKI10 ÁRA Nú í sumar voru tíu ár liðin frá stofnun Hagvirk- is hf. Strax á öðru rekstr- arári félagsins varð það stærsta verktakafyrir- tæki landsins, að frátöld- um Islenskum Aðalverk- tökum, en þeir starfa, sem kunnugt er, ekki á almennum verktaka- markaði. Fyrsta verkefni félags- ins var gatnagerð milli Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar. Árið 1982 fékk fé- lagið það verkefni að byggja Sultartangastíflu fyrir Landsvirkjun. Það var stærsti verksamning- ur sem þá hafði verið gerður við íslenskt fyrir- tæki. Þegar stórframkvæmd- ir drógust saman um miðjan níunda áratuginn snéri Hagvirki sé í aukn- um mæli að húsbygging- um og innréttingum og vann þá m.a. stórt verk- efni við Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík. Á síðari árum hefur félagið lagt mikla áherslu á að geta boðið viðskiptavin- um sínum heildarlausnir við byggingar og hefur þá annast alla þætti, allt frá hönnun til síðustu skrúfu í mannvirkin. Þessi að- ferð er nefnd alverktaka. Á þennan hátt hefur Hag- virki byggt mörg hús, bæði iðnaðarhús, íþrótta- hús og íbúðarhús og á sín- um tíma byggði félagið fiskvinnsluhús á Græn- landi með þessum hætti. Hagvirki hefur enn- fremur unnið að þróun byggingarsvæða á Sel- tjarnarnesi og í Smára- hvammslandi í Kópa- vogsdal. Þar eru nú til sölu byggingalóðir sem ætla má að verði innan skamms með eftirsótt- ustu lóðum á Reykjavík- ursvæðinu, enda eru þær vel í sveit settar. Á síðasta vetri var starfsemi Hagvirkis skipt þannig upp að véla- og jarðvinnuverk annast Hagvirki-Klettur hf., en Hagvirki hf. einbeitir sér að almennum húsbygg- ingum. Áður höfðu sam- svarandi deildir í Hag- virki hf. starfað mjög sjálfstætt og raunar oft eins og um sjálfstæð fyrirtæki væri að ræða. Árið 1990 hóf Ilagvirki samstarf við sænska verktakafyrirtækið NCC International AB., en það er næst stærsta verk- takafyrirtæki áNorður- löndunum. Félögin eiga nú lægsta boð í væntan- lega Fljótsdalsvirkjun. Fyrirtækin lögðu tugi milljóna í vinnu og rann- sóknir á því verkefni og nú gæti það skilað þjóð- inni á annan milljarð króna. Helstu verkefni fyrir- tækjanna, sem nú er unn- ið að, eru stíflur við Blönduvirkjun, sjóvarn- argarður við Höfn í Hornafirði og 6 stórhýsi í Reykjavík. Sævar Þorbjörnsson, verkfræðingur, er fram- kvæmdastjóri Hagvirkis hf. og Brynjar Brjánsson, verkfræðingur, er fram- kvæmdastjóri Hagvirkis- Kletts hf. Jóhann G. Bergþórsson, verkfræð- BORGARKRINGLAN: LANDSLIÐSMAÐUR OPNAR VERSLUN Sævar Jónsson, knatt- spyrnumaður í Val og leikmaður með íslenska landsliðinu, opnaði þann 20.júlí verslun í Borgar- kringlunni. Sævar verður með til sölu úr, skartgripi og margháttaðar gjafa- vörur af þekktum gerðum víða að úr heiminum. Ætlun Sævars er að hafa vöruvalið fjölbreytt og við hæfi sem flestra. Þannig hefur hann til sölu úr sem spanna alla hugsanlega verðflokka, frá ódýrum og allt upp í það vandaðasta og dýra- sta sem þekkist hér á landi. Hann hefur tryggt sér umboð fyrir fjölmörg heimsþekkt vörumerki sem verða til sölu í búð- inni. Hún ber nafnið LEONARD. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.