Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1991, Síða 21

Frjáls verslun - 01.07.1991, Síða 21
atvinnu í gegnum árin. Og hjá varnar- liðinu eru störf sem hvergi eru til ann- ars staðar og þvíbetur borguð. Margt af því kvenfólki, sem vinnur á vellin- um, fengi ekki sambærilega vinnu hér.“ Frá því í febrúar 1990 hefur ekki verið ráðið í störf sem einhver hættir í. Urn þá „frystingu" á íslensku starfs- fólki, sem ráðið er hjá varnarliðinu, segir formaður verkalýðsfélagsins að það hafi alltaf öðru hvoru komið upp á í kringum hverjar forsetakosningar í Bandarílrjunum. „Við höfum ævinlega fengið það upphafið, en núna hefur það ekki fengist. Breytingarnar í Evrópu hafa gert það að verkum að það hefur orðið „gengisfall" á stöðinni hér. Verkalýðsfélagið hefur reynt að fá þessu breytt því að eftir því sem starfsfólki fækkar verður meira álag á fjölda vinnustaða. Okkur hefur ekki tekist að koma í veg fyrir þetta og það lítur út fyrir að breytingarnar, sem ég var að minnast á, geri það að verkurn að þetta verði látið halda áfram enn um sinn að einhverju ráði.“ Karl Steinar segir að það sé markmið Bandarílijastjórnar að fækka borgara- legu starfsfólki hjá Bandaríkjaher um fjórðung -eða um eina milljón - á næstu 5-6 árum og undir þau ákvæði föllum við þó að ekki verði um beinar uppsagnir að ræða hjá varnarliðinu hér. Það hefur verið fæklrað um eitt hundrað íslenska starfsmenn hjá varnarliðinu. Gangi 25% fækkun eftir munu 175 til viðbótar láta af störfum. „Við getum náttúrlega ekki spáð fyrir urn þessi mál,“ segir Karl Steinar, „en eftir því sem ég best veit frá þing- mannanefnd Atlantshafsbandalagsins er þessi stöð ein af tíu þýðingarmestu stöðvum Bandarílvjanna og hlutverk hennar kemur til með að breytast rnikið. Þetta verður mjög líklega fyrst og fremst eftirlitsstöð og það er lík- legt að það krefjist færra fólks í þessi störf. Stjórnvöld hafa ekki treyst sér til að hugsa þá hugsun til enda hvað ætti að gera ef varnarliðið færi með einu símtali milli Gorbatsjovs og Bush,“ segir Karl Steinar Guðnason en bætir við: „Ég á ekki von á því að þetta gerist í einni hendingu núna, en menn hafa ekki trúað því að það kynnu að verða þær breytingar að herinn færi.“ en að erfitt sé að gera sér grein fyrir hversu stóran þátt af flugvallarrekstr- inum megi beinlínis rekja til þess að varnarliðið sé hér (og haldi þar með uppi fullkomnari þjónustu en ætla mætti að íslendingar réðu við). HUNDRUÐ FYRIRTÆKJA HAGNAST AF VARNARLIÐINU Rúmlega 1000 manns starfa beint hjá varnarliðinu, en verktakastarf- semin er gífurleg eins og fram hefur komið. Langstærstir verktaka eru ís- lenskir Aðalverktakar sem stofnaðir voru 1954 til að annast verktöku fyrir vamarliðið. 1 fyrra voru hreinar gjaldeyristekj- ur af varnarliðsstarfseminni 8.252 milljónir króna, en fjölmargir aðilar njóta góðs af viðskiptum við varnar- liðið. I fyrra skiptust fyrirtæki í við- skiptum við varnarliðið þannig: 24 verktakar 15 fyrirtæki í flutningum 4 fyrirtæki í orkusölu 3 olíufélög 10 sérleyfishafar og bílaleigur 3 fyrirtæki í búslóðapökkun 17 fyrirtæki í matvælasölu 7 í ullar- og minjagripasölu 2 fyrirtæki í áfengissölu 2 verktakar í hreingerningum 50 aðilar í ferðaþjónustu 723 aðilar með ýmsa þjónustu eða vörusölu Auk þessara aðila, sem átt hafa bein viðskipti við varnarliðið, eru fjölinargir aðrir sem ekki eru taldir upp hér, t.d. lögregla, Póstur og sími o.fl. ÚTSVARIÐ UM 80 MILUÓNIR í KEFLAVÍK 0G NJARÐVÍK Starfskjör hjá varnarliðinu eru met- in af sérstakri kaupskrámefnd. Vinnustaðurinn telst „utan byggðar“ eins og álverið í Straumsvík eða Áburðarverksmiðjan og er reynt að miða launakjörin við sambærileg störf á fremur stórum vinnustað. í febrúar 1991 voru heildargreiðslur til 1034 starfsmanna um 1932 milljónir króna miðað við eitt ár. Opinber gjöld af starfsmönnum eru samtals 456 millj- ónir króna ogmá gera ráð fyrir því að 21

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.