Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1991, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.07.1991, Blaðsíða 23
Líklegt er að 1300—1500 störf á Suðumesjum séu beint undir handarkrika varnarliðsins, en í fyrra áttu 850 aðilar viðskipti við vamarliðið. manns séu algjörlega háð starfsem- inni hjá varnarliðinu sjálfu sé reiknað með meðalfjölskyldum þessara starfsmanna. Séu starfsmenn verk- taka (400-480 af 500-600 samtals) og ýmissa þjónustuaðila taldir með þá er líklegt að 1300-1500 störf á Suður- nesjum séu beint undir handarkrika varnarliðsins og um 4500 manns njóti framfærslu af vinnu á vellinum eða í tengslum við hann. Meðal þjónustu- aðila má nefna leigubflstjóra og sér- leyfishafa, starfsmenn ratsjárstöðva, orkufyrirtækja, olíufélaga, hótela og Pósts og síma, pökkunarmeistara og hreingerningafólk. Talið er að milli 70 og 100 fyrirtæki á Suðurnesjum teng- ist vallarstarfseminni að verulegu leyti. Þess má geta að nýjustu tölur (frá 1989) um atvinnuþátttöku á Suður- nesjum herma að 7300 ársverk séu á svæðinu. Samkvæmt þessu mati eru því 18-21% starfa á Suðurnesjum beint tengd verkefnum fyrir varnar- liðið. Sé enn frekar rýnt í tölur og reynt að meta hversu mikla aðra þjón- ustu það fólk kallar á, sem er í „út- flutningi" fyrir íslenska ríkið með því að vinna hjá varnarliðinu, þá er ljóst að 1800-2000 fjölskyldur á Suður- nesjum eru beint eða óbeint háðar veru varnarliðsins. — Og enn höfum við ekki tekið Flugstöð Leifs EinLs- sonar inn í dæmið. 7,4 MILUARÐAR KR.ÍFYRRATIL VERKTAKA OG ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKJA í fyrra greiddi varnarliðið 124 millj- ónir dala til íslenskra fyrirtækja og einstaklinga vegna verktöku, vöru- innkaupa og þjónustu. Það svarar til 7.440 milljóna íslenskra króna, sem er álíka há upphæð og gera má ráð fyrir að séu hreinar gjaldeyristekjur, en tekjur vegna margvíslegra annarra starfa, sem tengjast veru varnarliðs- ins beint eða óbeint, eru ekki inn- ifaldar í þeirri tölu. Það er ógerningur að gera sér fulla grein fyrir því hversu víða má rekja fjármagn sem á uppruna sinn í starfsemi á vellinum. „FRYSTINGIN" LÆKKAR LAUN UM145 MILUÓNIR KR. Margoft hafa verið uppi raddir um að draga úr mannskap hjá varnarlið- inu. Við hverjar kosningar í Banda- ríkjunum hafa verið uppi háværar raddir um „frystingu“ og henni hefur verið beitt en aðeins tímabundið í senn. Nú hefur „frystingin“ staðið yfir í hálft annað ár. 100 manns hafa látið af störfum og það án þess að aðrir hafi verið ráðnir í staðinn. „Frystingin“ hefur í för með sér töp- uð laun upp á 145 milljónir króna, að mati starfsmannadeildar varnarliðs- ins, og hvað staðgreiðslur varðar um 44 milljónir króna. „Þetta eru tapaðir peningar á þessu svæði hér,“ segir Guðni Jónsson starfsmannastjóri. „Við værum að fylla í stöðurnar núna ef við mættum ráða og þá kæmu 95% af fólkinu af svæðinu hér vegna þess að vinnumarkaðurinn hefur breyst mikið hér. “ Guðni segir að það sé nóg framboð af góðu fólki á Suðurnesjun- um og að ekki þyrfti að leita til Reykjavíkur. Mikil breyting varð á starfsmanna- fjölda með samningi sem gerður var 1974. Þá var fækkað í vamarliðinu um 450 menn og Islendingar ráðnir í um 300 starfanna. Hvert starf hjá vamar- liðinu er metið sérstaklega og starf- slýsing gefrn. Um 1000 kauptaxtar eru í gangi í 23 samningum og hreyf- anleiki milli starfa töluverður. Yfir- borganir á markaðnum skila sér seinna inn í starfsmannakerfi vamar- liðsins þar sem kaupskrárnefndin ákveður með ákveðnu millibili kaup- gjaldið. Með þjóðarsáttinni voru til dæmis ákveðnar starfsstéttir „ffyst- ar“ þar sem óheimilt var að leiðrétta kauptaxta eftir á. ISLENSKIR STARFSMENN A VARNARSVÆÐUM VARNARLIÐIÐ OG TENGDIR AÐILAR SAMTALS 1923 STARFSMENN - MARS 91 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.