Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1991, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.07.1991, Blaðsíða 25
FORSÍÐUGREIN „Það gerir enginn út á hervarnir sé þeirra ekki þörf. Það er staðreyndin sem blasir við ef þíðan viðhelst milli austurs og vesturs. HVAÐ GERÐIST EF HERINN FÆRI? Það fer ekkert á milli mála að þeir, sem vinna hjá varnarliðinu og hjá verktökum, hafa búið við góð kjör og vinnuaðstöðu. Þau tíðindi, sem ber- ast úr herbúðum stórveldanna, hafa borist inn í íslenska lögsögu — og einnig á völlinn. Enginn stjórnmála- flokkur hefur þó hugleitt hvað kynni að gerast ef ekki yrði lengur þörf á hernum til varnar, þ.e. hvað gerðist ef Gorbatsjov og Bush kæmust að því með einu símtali að hersins á Miðnes- heiði væri ekki þörf lengur. Varnarliðið er á við 100 þúsund tonn af þorski ef það kynni að auð- velda viðmiðunina. Hundruðir millj- óna hafa runnið tiltölulega átakalítið inn til þjóðarbúsins og án þess að ís- lenska ríkið hafi þurft að kosta neinu til sem heitið getur. „Við getum náttúrlega ekki spáð fyrir um þessi mál,“ segir Karl Stein- ar, formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur og nágrennis í Keflavílv. Enn er væntanlega langt í að kallið komi og á meðan bíða verk- taka mikil viðhaldsverkefni. Það er dýrt að halda úti 5500 manna ríkis- reknu bæjarfélagi nyrst við Atlan- tsála. Einkaleyfi stórra verktaka að feitum verkefnum hafa fært ýmsum mikla björg í bú á liðnum áratugum. Og 1000 starfsmenn hafa getað geng- ið að verkefnum vísum hjá varnarlið- inu sjálfu. Fari herinn eða verði stórlega dregið úr umsvifum hans á íslandi dragast tekjur þjóðarbúsins verulega saman í kjölfar minni tekna einstak- linga. Sé allt meðtalið erum við að tala um tugi milljarða króna. Það gerir enginn út á hervarnir sé þeirra ekki þörf. Það er staðreyndin, sem blasir við, ef þíðan viðhelst milli austurs og vesturs. Þá kemur að því að íslensk stjórnvöld verða að gera „viðeigandi ráðstafanir". Hvernig væri að huga að framtíðinni áður en hún sjálf knýr dyra? 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.