Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1991, Qupperneq 32

Frjáls verslun - 01.07.1991, Qupperneq 32
eignaðist þriðja barnið. Fyrirtækið varð við óskum hennar og hún vinnur nú þrjá daga í viku, tíu stundir á dag. í greininni kemur fram að í fyrstu hafi yfirmenn litið með tortryggni á starfs- skiptingu. Markaðsfræðingur hjá Lotus bílaverksmiðjunum segir yfir- menn sína hafa haft miklar efasemdir varðandi ágæti þessa fyrirkomulags en það viðhorf hafi breyst þegar í ljós kom að þeir átján starfsmenn fyrir- tækisins, sem skipta með sér starfi, náðu bestum árangri í starfi, hver á sínu sviði. Sum fyrirtæki gera meira en að verða við óskum einstakra starfs- manna. NCNB, National Bank of North Carolina, hvetur alla sína starfsmenn, sem flestir eru konur, til að verja tveimur tímum í viku - í vinnutímanum á kostnað fyrirtækis- ins - til að heimsækja skóla eða leik- skóla barna sinna. Lára V. Júlíusdóttir: Neitað um fæðingarorlof vegna launagreiðslna frá vinnuveitanda. ÍSLAND ER BARNFJANDSAMLEGT WÓDFÉLAG SEGIR LÁRA V. JÚLÍUSDÓTTIR, FRAMKVÆMDASTJÓRIOG LÖGFRÆÐINGUR ASÍ „Ástæða þess að ég fór í þetta mál var sú að í mínu starfi varð ég vör við að Trygg- ingastofnun túlkar vafaatriði í lögunum þröngt og auðvitað alltaf sér í hag. Þegar ég sjálf stóð í þeim sporum að fara í fæðingarorlof ákvað ég að láta reyna á þetta. Vonandi ryður niðurstaða málsins brautina fyrir aðra,“ segir Lára. „Ég samdi um það við ASÍ að mér yrði bætt upp launatap þannig að ég héldi óskertum launum þann tíma sem ég væri frá í fæðingarorlofi, en launin voru töluvert hærri heldur en greiðslur Tryggingastofnunar. Það var því ákveðið að ASÍ legði út fyrir laununum þennan tíma og svo myndi ég endurgreiða ASI fæðingarorlofs- greiðslurnar þegar þar að kæmi. Svo sótti ég um fæðingarorlofsgreiðslu. Þá var mér bent á það niðri í Trygg- ingastofnun að ég ætti ekki að segja frá því að ég fengi viðbótargreiðslur frá vinnuveitanda á þessum tíma. Það væri ekkert sniðugt að taka það fram því þá fengi ég ekkert greitt. En ég var tilbúin í þennan slag og gaf yfirlýsingu um að ég fengi viðbótar- greiðslu frá vinnuveitanda. Síðan heyrði ég ekkert frá stoftiuninni fyrr en 6-7 vikum síðar. Þá hringdi ég og var sagt að þessu hefði verið hafn- að. Ég skrifaði Tryggingaráði og færði rök fyrir máli mínu; ég taldi þetta vera þrot á lögunum um fæð- ingarorlof. Stofnunin gæti ekki svipt mig þessum grundvallarrétti á greiðslu fæðingarorlofs, jafnvel þótt atvinnurekandinn byðist til að greiða einhverja viðbót. í janúar 1990 kom úrskurður Tryggingaráðs og hann var á þá leið ég ætti ekki rétt á þessum bótum og rökin voru þau að rétt væri að láta þetta bíða vegna þess að lögin um fæðingarorlof væru í endurskoðun. Mér var sem sagt synjað um bætur vegna einhvers nefndarstarfs sem var í gangi. Það voru að sjálfsögðu ekki gild rök. Þegar þetta lá fyrir stefndi ég Tryggingastofnun ríkis- ins fyrir Bæjarþingi Reykjavíkur og þar var fallist á mína kröfu. Megin- atriðið í málflutningi Tryggingast- ofnunarinnar var það að ég hefði ekki farið í algert frí í fæðingarorlofi og ég hefði haldið fullum launum. Þess vegna bæri þeim ekki að greiða neitt til viðbótar. í raun hafði ASÍ bara lánað mér þessa peninga og það stóð aldrei neitt annað til en að ASI fengi endurgreiðslu. En Tryggingastofnun áfrýjaði málinu til Hæstaréttar." 32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.