Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1991, Síða 40

Frjáls verslun - 01.07.1991, Síða 40
verða því að horfa á eftir megninu af gróð- anum renna í vasa Morgan Creek fyrir- tækisins sem greiddi afganginn af fram- leiðslukostnaðinum. Illa horfir einnig með nýja reglugerð sem gerir það að verkum að þær sjón- varpsstöðvar, sem verða fyrstar til að sýna sjónvarpsþættiíBandaríkjunum, eigi eftir það rétt á hluta af tekjum af sölu þáttanna erlendis. Það þýðir um leið minni tekjur til framleiðanda þáttanna. Reglu- gerðardraugurinn ógnar kapalsjónvarpinu einnig en þar er falinn mesti styrkur Time Warner samsteypunnar. Líklegt er talið að Bandaríkjaþing samþykki fljótlega lög sem kreflast þess að kapalsjónvarps- stöðvamar greiði gjöld af því efni sem núna er sýnt ókeypis. Forráðamenn fyrir- tækisins telja slfk lög algera fásinnu en fá litlu þar umráðið. STERKT FYRIRTÆKIOG VEL REKIÐ Minnsta deildin innan Time Warner samsteypunnar er svokölluð Home Box Office (heimabíóið) eða HBO deildin en hún dreifir efni gegnum kapalkerfin gegn gjaldi öfugt við venjulegar kapalstöðvar, sem fá tekjur sínar mestmegnis af auglýs- ingum. Þótt HBO sé öflugastur og bestur slíkra dreifiaðila þá er heldur tekið að dragast saman miðað við það þegar vest lét. Þrátt fyrir ýmsar blikur þá er Time Wamer gríðarlega sterkt og vel rekið fyrirtæki. Vandinn felst einkum í því að Ross lagði fjármagn hluthafa undir til að kosta draumsýn sína um stórgróða á al- þjóðamarkaði. Draumurinn virðist hins vegar ekki ætla að rætast og hluthafar verða að borga brúsann. Ross er ekki vin- sælasti maður vestan hafs um þessar mundir. Einu og hálfu ári eftir að hafa komið í veg fyrir að fjárfestingaraðilar gætu notið gylliboðs Paramount í hluta- bréf Time er hann eina ferðina enn að láta hluthafa þjást. Það fer að teljast til þversagna að segj- ast græða peninga á hlutabréfum í Time Warner, að sögn Dale Hanson, forstjóra Ijárfestingarfélags, sem á hlutabréf upp á rúmlega 3 milljarða króna í samsteypunni. Hanson er einn af mörgum hluthöfum sem hafa bmgðist ókvæða við og lagt hart að Time Wamer að hætta við hlutafjárútboð- ið. Sögusagnir þess efnis að fyrirtækið væri að láta undan þrýstingi hafa orðið til þess að hlutabréf fyrirtækisins hafa hækk- að í verði nokkmm sinnum í júlí. HVERNIG FER? Flestir telja að hlutafjárútboðið verði að veruleika á einn eða annan hátt. Ef ekki á að selja eignir fyrirtækisins þá er engin önnur leið möguleg til að greiða niður 270 milljarða skuldina 1993. Skuldbreyting myndi hafa í för með sér stórfelldan kostn- aðarauka þar sem nýjar reglugerðir hafa verið gefnar út sem heimila bönkum að heimta miklu hærri þjónustugjöld þegar um yfirtöku fyrirtækja sé að ræða. Ross er því í vanda staddur. En hann er vanur að sleppa óskaddaður út úr ótrúlegustu ógöngum. Sem dæmi má nefna gríðar- stórt gjaldþrot Atari dótturfyrirtækisins og óvænt tilboð Paramount í Time. Fáir búast þess vegna við öðru en að Ross hafi það einnig af að þessu sinni. Það er hins vegar vafasamt hvort draumsýnir Ross lifi af þrengingamar. Time Wamer er ekki í neinni yfirvofandi hættu en hlut- hafa í stærsta Ijölmiðlafyrirtæki veraldar er marga farið að gmna að verið sé að verja fjármunum þeirra í tálsýnir og skýja- borgir. (Þýtt, stytt og endursagt. Heimild: Business Week) /a\ Smíðum flekahurðir úr lituðu klæðningarstáli eða trefjaplasti fyrir Verksmiðjur Verkstæði Vörugeymslur Bifreiðageymslur o.fl. með eða án glugga Öryggi — þægindi ótrúleg ending og ekki spillir útlitið. íslensk framleiðsla sem stenst samkeppni. Stíll að utan sem innan. ALLAR FREKARI UPPLÝSINGAR FÁST BIFREIÐA- & TRÉSMIÐJA BORGARNES BORGARNESI - SllUII 93-71975 40

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.