Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1991, Síða 53

Frjáls verslun - 01.07.1991, Síða 53
kemur mér á óvart varðandi það sem þessum hagsmunagæsluaðilum dett- ur í hug. Þegar Sunna var svipt flugrekstr- arleyfi vorum við með leiguvél og höfðum fyrirliggjandi mörg verkefni erlendis. Þá sannaðist í dómsmáli að ráðherra fékk bréf frá öðrum flug- rekstraraðila þar sem hann var beð- inn um að taka leyfið af okkur. Þetta mál var lengi að gerjast í dómskerfinu og þegar okkur voru dæmdar bætur hafði verðbólgan étið þær upp þannig að þær sex milljónir króna, sem við fengum, voru einn tuttugasti af verð- mæti þeirra bóta sem við áttum að fá.“ AÐEINS 4% AF MARKAÐNUM Ætlarðu þér stóra hluti á ferða- markaðnum að þessu sinni? „Mitt keppikefli er ekki að gera stóra hluti á markaðnum. Leiguflug okkar hefur valdið ergelsi hjá aðilum sem hafa lengi staðið í þeirri trú að þeir eigi einir rétt á flugrekstri. Þess- ir aðilar hafa ekki mikla ástæðu til að óttast, að mínu mati. Sætaframboð okkar á markaðnum í dag er ekki nema u.þ.b. 4% af því sætaframboði sem er í áætlunarfluginu.“ Ertu að segja að Flugleiðir séu of- verndaðir af hinu opinbera? „Ég vil ekki fullyrða að svo sé núna, en svo hefur vissulega verið í gegnum tíðina. Flugleiðir og forverar þeirra, þá sérstaklega Flugfélag ís- lands, þar sem Loftleiðir voru eins- konar olnbogabarn, hafa átt mjög upp á pallborðið hjá ríkisvaldinu. Hefði svo ekki verið hefði ég aldrei þurft að sækja skaðabætur í dómsmáli - það segir sig sjálft. “ Þú lítur þá þannig á að samkeppni sé nauðsynleg á þessum markaði? „Ég held að það sé engin spurning. Það er engin samkeppni hér í áætlun- arfluginu. Þó svo að menn séu að benda á það að flugfélög tíu landa eigi möguleika á því að fljúga hingað er það staðreynd að þessi stóru flugfé- lög erlendis hafa einfaldlega ekki áhuga á þeim markaði sem hér býðst. Islendingar eru því miður ekki vernd- aðir af neinni samkeppni á þessum markaði, eins og nauðsynlegt er. Það segir sig sjálft að flugfélög erlendis fara ekki að sækja á þennan markað íslendingar voru ferðafælnir á þeim árum sem Guðni hóf rekstur sinn. En það átti eftir að lagast! einvörðungu til þess að vernda hags- muni íslenskra neytenda. Ég held að það sé nauðsynlegt að hafa fleiri en eitt íslenskt flugfélag í millilandaflugi. Ég bendi á að fyrrverandi stjórnarfor- maður Flugleiða, Sigurður Helgason, jjÁjJJi j'-JJJjJ V ljtj’LSjJ .... JJ1j\JJJJDjjJJJ ...á húseignum, skipum, verksmiðjum og nánast hverju sem er. ViS notum traktorsdælu af öflugustu gerS. Vinnuþrýstingur er 400kg/cm2 sem þýðir aö við getum bæði hreinsað yfirborö málningarinnar og/eða fjarlægt hana að öllu leyti. Háþ.-sílanhúðun o.fl. Háþrýstijpvottur eða votsandblástur er forsenda þess að málning endist! Sími: 91-623036/73346 Bíiasími: 985-34662 Símboði: 984-52053 53

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.