Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1991, Side 60

Frjáls verslun - 01.07.1991, Side 60
VIÐTAL Davíð Sch. Thorsteinsson með umbúðirnar sem hafa vakið athygli víða um heim. Á dögunum fékk plastdósin frá Islensku bergvatni hf. eftirsótt verðlaun í Bandaríkjunum. ÍSLENSKA VATNIÐ Á ERLENDUM MÖRKUÐUM: MARGFALT DÝRARA EN OLÍA! RÆTT VIÐ DAVÍÐ SCH. THORSTEINSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRA SÓLAR HF. OG STJÓRNARFORMANN ÍSLENSKS BERGVANTS HF. „Vatnið er mikil auðlind og ég er ekki í vafa um að í því gætu falist miklir framtíðarmöguleik- ar okkar Islendinga - ef rétt er á haldið. Islenska vatnið gæti orð- ið okkar stóriðja og þar erum við ekki að tala um mengandi verk- smiðjur heldur sjálfbæra, óm- engandi stóriðju sem getur framleitt afurð sem er um 10 sinnum dýrari en bensín á er- Iendum mörkuðum.“ Það er bjartsýnismaðurinn og eld- huginn Davíð Sch. Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Smjörlíkis hf. Sól- ar hf., sem hefur orðið. Hann hefur um þriggja áratuga skeið stýrt einu öflugasta iðnfyrirtæki landsins og TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON MYNDIR: HREINN HREINSSON víða höggvið strandhögg, stundum með misjöfnum árangri. Óbilandi bjartsýni og trú á framtíð íslensks iðn- aðar hefur verið drifkrafturinn í fyrir- tækinu og um þessar mundir eru vatnaskilin ef til vill framundan - í bókstaflegum skilningi. Þessa dagana er verið að tappa íslensku bergvatni á plastdósir til útflutnings á Bandaríkja- markað og er óhætt að segja að veru- legar vonir séu bundnar við þau við- skipti. Davíð Sch. Thorsteinsson er maðurinn á bak við þau áform og hann er í spjalli við Frjálsa verslun að þessu sinni. Við ræðum við Davíð um fyrirtæki hans, framlag Sólar hf. til umbúða- menningarinnar, þá trú íslendinga að 60

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.