Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1991, Qupperneq 66

Frjáls verslun - 01.07.1991, Qupperneq 66
BRÉF FRÁ ÚTGEFANDA FJOLÞÆTTARA ATVINNULÍF Mitt í þeirri miklu veðurblíðu, sem leikið hefur við íslendinga í sumar, bárust heldur dökkar fréttir þegar Hafrannsóknarstofnunin birti tillögur sínar um þorsk- veiðar næsta árs. Með þeim er lagt til að aflasamdráttur verði mjög mikill, eða um 70 þúsund tonn, sem mun þýða 8 til 9 milljarða króna tekjutap fyrir þjóðarbúið. Þær von- ir, sem menn höfðu gert sér um að við værum að rísa úr þeim efnahagslega öldudal sem við höfum verið í undan- farin ár, virðast því ætla að verða að litlu. Við þetta bætast svo fréttir um að verð á fiskafurðum í Bandaríkjunum hafi heldur farið lækkandi að undanförnu, enda sennilega búið að vera í algjöru hámarki um skeið. Gamalt orðtak segir að svikull sé sjávarafli. Kannski á það ekki við nema að hluta til varðandi þá skerðingu afla sem nú er fyrirséð. Okkur hefur enn ekki tekist að byggja upp fiskstofnana við landið og aðstæður í lífríki sjávar ráða enn mestu um afkomu íslensku þjóðarinnar. Sá samdráttur, sem er fyrirséður í fiskveiðum á næsta ári, leiðir enn hugann að því hversu nauðsynlegt það er fyrir íslendinga að renna fleiri stoðum undir atvinnulíf sitt. Fáar þjóðir búa við eins einhæfa framleiðslu og við og þegar einhverjar sveiflur verða í sjávarútveginum segja þær strax til sín í rekstri þjóðarbúsins og tekjum heimil- anna. Við höfum vissulega gert tilraunir til þess að auka fjölbreytnina, meðal annars með loðdýrabúskap og fisk- eldi, og allir vita um árangur þess erfiðis. Milljarða króna framlögum skattborgaranna virðist því miður kastað á glæ. A sama tíma hefur lítið sem ekkert verið gert til þess að styrkja atvinnurekstur, sem hefur þó gefið góðar tekj- ur, og má þar sérstaklega nefna ferðamannaiðnaðinn sem hefur um árabil verið vaxandi atvinnugrein hérlendis og allir virðast sammála um að eigi framtíðina fyrir sér. Þær hugmyndir, sem settar voru fram af nefnd sem Steingrím- ur Hermannsson skipaði til þess að kanna möguleika á þessu sviði, voru hinar athyglisverðustu, jafnvel þótt ein- hverjum fyndist þær sjálfsagt hálfloftkastalalegar. En málinu sem slíku er nauðsynlegt að fylgja eftir og það hlýtur að koma að því að íslendingar marki sér ákveðna framtíðarstefnu í ferðamálum. Það virðist alltaf horft fram hjá því að þjónusta, hverju nafni sem hún nefnist, geti líka verið arðvænleg atvinnugrein og það hefur allt of lítið verið gert af því að huga að möguleikum á því sviði. Stóriðjumálin, raforkusalan, eru líka mál sem tvímæla- laust er of lítill gaumur gefinn. Kannski felast þar einmitt mestu framtíðarmöguleikarnir. Einhvern veginn hafa leikmenn það á tilfinningunni að það sé mjög tilviljunar- kennt hvað íslendingar eru að gera á þeim vettvangi. Verður reist álver eða verður það ekki reist? Er verið að gera eitthvað annað til þess að koma raforku í verð? Ætla mætti að íslendingar þyrftu að gera stórátak til þess að kynna möguleika sem þeir hafa upp á að bjóða á þessu sviði. Ekki er verið að gera lítið úr störfum þeirra manna sem eru í hinni svokölluðu stóriðjunefnd eða vinna að samningamálum við erlenda orkukaupendur. En á þessu sviði, eins og flestum öðrum, ríkir hörð samkeppni og það þarf örugglega hreina og beina sölumennsku til þess að ná inn í landið stórum orkukaupendum. Kannski hefði verið betra að eyða einhverju af því fjármagni, sem runnið hef- ur til atvinnugreina sem fyrirfram voru dauðadæmdar, til þess að reka slíkt sölustarf. Það þarf enginn að halda að erlend stórfyrirtæki standi í biðröð eftir því að fá að fjár- festa á íslandi. En það er okkur hins vegar brýn nauðsyn að efla atvinnulífið og reyna að koma þar á meiri stöðug- leika. Það verður ekki gert nema að auka fjölbreytni þess. Meðan við verðum nær eingöngu að treysta á sjávarafla er hægt að ganga að miklum sveiflum sem gefnum. 66
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.