Frjáls verslun - 01.08.1996, Qupperneq 8
RITSTJORNARGREIN
LEIÐ ALLA RÍKA
Hinn 74 ára heiðursborgari á Eskifirði og for-
stjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar, Aðalsteinn
Jónsson, jafnan nefndur Alli ríki, sagði nýlega að
hann væri ánægður með að tryggt væri að fyrir-
tækið yrði áfram gott eftir hans dag. Fyrir nokkr-
um árum gerði hann fyrirtækið að almennings-
hlutafélagi sem notið hefur mikilla
vinsælda á hlutabréfamarkaðnum.
Alli ríki gerðist einfaldlega sannur
kapítalisti.
Aðalsteinn á um 24% í Hraðfrysti-
húsi Eskifjarðar, eða um fjórðung,
en hlutur fjölskyldu hans er hins
vegar meiri, eða um helmingur. Að
öðru leyti er hlutabréfaeign frekar
dreifð í fyrirtækinu. Að fyrirtækinu
standa núna margir fjármagnseig-
endur, kapítalistar, þótt í daglegu
tali sé það sagt í eigu Alla ríka og að stór hluti
Eskfirðinga vinni hjá honum. Hluthafarnir í
fyrirtækinu hugsa núna frekar sem eigendur en
stjórnendur.
Fyrrum forsætisráðherra Bretlands, frú Mar-
grét Thatcher, hrinti í valdatíð sinni af stað mik-
illi einkavæðingu ríkisfyrirtækja í Bretlandi - og
tókst vel upp. Um einkavæðingu hennar var sagt
að hún hefði gert verkafólk í Bretlandi að
kapítalistum. Verkamenn, sem aðrar stéttir,
keyptu hlutabréf. Markaðurinn hér á landi er að
vísu ungur og ekki eins þróaður og í Bretlandi.
En samt. Hlutabréfaeign er að verða almenn hér
á landi. Fleiri eru að gerast kapítalistar.
Orð Alla ríka um að fyrirtæki hans verði áfram
gott eftir hans dag beinir athyglinni að því hvað
sundri helst fjölskyldufyrirtækjum. í stuttu máli
er svarið öfund og togstreita á milli erfingja,
valdabarátta þeirra og ólíkar skoðanir um stefnu
og rekstur fyrirtækjanna. Það er hins vegar eng-
in algild regla að fjölskyldufyrirtæki sundrist, til
eru mörg dæmi um mikla samheldni í þeim.
Stundum er vísað til kenningar-
innar um að fyrsta kynslóðin byggi
þau upp en önnur og þriðja kynslóðin
í fyrirtækjum klúðri þeim og eyði
auðnum, fari með allt til fjandans. í
raun þarf ekki aðra og þriðju kynslóð
til að klúðra fyrirtækjum. Flest
fyrirtæki deyja drottni sínum hjá
fyrstu kynslóðinni - og það eftir
aðeins nokkur ár frá stofnun þeirra.
Engu að síður er það verðugt íhug-
unarefni hjá erfingjum fyrirtækja,
annarri og þriðju kynslóðinni, að opna fyrirtæk-
in fyrir almenningi. Hugsa fremur sem eigendur
en daglegir stjórnendur.
Hlutabréfamarkaðurinn á Islandi hefur verið
afskaplega líflegur á þessu ári. Hlutabréf hafa
snarhækkað í verði í flestum þeim fyrirtækjum
sem skráð eru á markaðnum. Þessar hækkanir
má meðal annars rekja til þess að eftirspurn eftir
hlutabréfum er meiri en framboð.
Nú er því lag að velja leið Alla ríka og fleiri
þekktra manna í viðskiptalífinu og gera lokuð
einkafyrirtæki að almenningshlutafélögum - og
ennfremur að velja leið járnfrúarinnar í Bret-
landi og einkavæða ríkisfyrirtæki.
Jón G. Hauksson
ISSN 1017-3544
Stofnuð 1939
Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál — 57. árgangur
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson — AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir —
LJÓSMYNDARI: Bragi Þ. Jósefsson - ÚTGEFANDI: Talnakönnun hf. - SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Borgartún 23,
105 Reykjavík, sími 561-7575, fax 561-8646 - RITSTJÓRN: Sírni 561-7575. - AUGLÝSINGAR: Sírni 561-7575 -
ÁSKRIFTARVERÐ: 2.895 kr. fyrir 1.-5. tbl., 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti. LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. —
DREIFING í bókaverslanir og sölutuma á Stór-Reykjavíkursvæðinu annast fyrirtækið Sala og dreifing, sími GSM 89-23334.
SETNING, GRAFÍK, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. - LITGREININGAR:
Prentmyndastofan hf. — ÖU réttindi áskilin varðandi efni og myndir.