Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1996, Page 33

Frjáls verslun - 01.08.1996, Page 33
LANDSUÐSMAÐUR í KNATTSPYRNU Haraldur er með mikla knattspyrnudellu. Hann varð íslandsmeistari í knattspyrnu með Akranesliðinu árin 1970, 1974 og 1975 og lék sjö sinnum í landsliðinu. Hann varð fyrstur íslenskra knattspyrnumanna til að vera dæmdur í leikbann í Evrópukeppni félagsliða árið 1975 og fór fyrir vikið ekki með félögum sínum í ÍA til Rússlands að leika við Dynamo Kiev. □ yrirtækið Haraldur Böðvars- son & Co á Akranesi, sem nú heitir reyndar Haraldur Böðv- arsson hf. eða HB í daglegu tali, hefur áratugum saman verið meðal stærstu útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja landsins. Þeirri stöðu hefur fyrirtæk- ið haldið undanfarin ár en sýnt þykir að þegar fyrirhuguð sameining þess við Miðnes hf. í Sandgerði verður orðin að veruleika stendur hið nýja HB eftir sem stærsta sjáv- arútvegsfyrirtæki á íslandi mið- að við kvótahlutdeild með 5% af heildaraflamarki og tekur þann sess af Granda hf. sem hefur leitt þessa undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar undanfarin 10 ár. Viðfangsefni nærmyndar Fijálsrar verslunar að þessu sinni er Haraldur Sturlaugsson, forstjóri HB síðustu 20 árin og verðandi forstjóri hins nýja sam- einaða sjávarútvegsrisa. Haraldur er fæddur 24. júlí ár- ið 1949 á Akranesi og er því í merki Ljónsins. Samkvæmt fræðum himnarýna er Ljónið ró- legt og yfirvegað, einbeitt og sjálfsöruggt og hegðar sér oft eins og það væri konungborið. Haraldur á sama afmælisdag og Ditlev Thom- sen, kaupmaður og bílainnflytjandi, sem fæddist 1867, Sigurður Thor- oddsen, verkfræðingur og frumkvöð- ull, fæddist þennan dag 1892 en Helga Bachmann leikkona þennan dag 1931. Þennan dag árið 1783 bárust fyrst fréttir af Skaftáreldum til Kaup- mannahafnar, árið 1901 urðu þennan dag breytingar í danska stjórnkerfinu sem leiddu síðar til þess að íslending- ar fengu fyrsta ráðherrann og þennan dag 1984 var Fjalakötturinn í Grjóta- þorpi, elsta kvikmyndahús á Norður- löndum, rifið. Nafn: Haraldur Sturlaugsson. Starf: Forstjóri Haraldar Böðvarssonar hf., HB, á Akranesi. Aldur: 47 ára. Fæddur: 24. júlí 1949. Fjölskylduhagir: Giftur Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra. Þau eiga fjóra syni. Þeir eru Sturlaugur f. 1973, Pálmi f. 1974, (sólfur f. 1979 og Haraldur f. 1989. Foreldrar: Sturlaugur H. Böðvarsson útgerðarmaður og kona hans, Ftannveig Böðvarsson húsmóðir, en hún er dóttir Pálma Hannessonar, fyrrum rektors MR. Systkini: Næstelstur sex systkina. Hálfsystir hans, samfeðra, er Ingunn Helga læknir. Áhugamál: Knattspyrna og félagsstörf fyrir (A. Stjórnandi: Fremur hlédrægur og látlaus en býsna fastur fyrir. NÆRMYND Páll Ásgeir Ásgeirsson Myndir: Kristján Maack AFTURTIL UPPRUNANS Foreldrar Haraldar voru þau Stur- laugur H. Böðvarsson útgerðarmað- ur og kona hans, Rannveig Böðvars- son húsmóðir. Rannveig er dóttir Pálma Hannessonar, rektors MR, og Mattheu K. Pálsdóttur. Sturlaugur var sonur Haraldar Böðvarssonar út- gerðarmanns sem stofnaði HB&Co á sínum tíma árið 1906 en hann fékkst fyrst við útgerð í Garði og Vog- um. Á árunum 1914 til 1931 var fyrirtækið starfrækt í Sandgerði en þegar Haraldur ákvað að flytja upp á Akranes keyptu Sveinn og Ólafur Jónssynir í Sandgerði fyrst helminginn af fyrirtækinu og síðar allt. Ólafur var faðir bræðranna sem eiga og reka Miðnes í dag. Þannig er fýrirhug- uð sameining sérstök í sögulegu tilliti því segja má að verið sé að sameina fyrirtækið að nýju. Haraldur er næstelstur sex systkina. Elst er Matthea Kristín fulltrúi f. 1947, þá Haraldur en síðan Sveinn útgerðarstjóri f. 1951, Rannveig húsmóðir f. 1954, Sturlaugur aðstoðarfram- kvæmdastjóri f. 1958 og yngst er Helga Ingunn hjúkrunarfræðingur f. 1963. Eldri en öll systkinin er hálf- systir þeirra samfeðra, Ingunn Helga læknir f. 1941 en hún er dóttir Stur- laugs og fyrri konu hans Svönu G. Jóhannesdóttur úr Vestmannaeyjum, OG FJOLMIÐLA sjávarútvegsfyrirtæki á íslandi. Forstjórinn, Haraldur Sturlaugsson, er hér í nxrmynd
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.