Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1996, Page 36

Frjáls verslun - 01.08.1996, Page 36
er sagt einkar lagið að ná til fólks og fá það til að leggja sig fram í vinnu og skila sínu besta. Hann hefur gífurlega mikla innsýn í alla starfsþætti þessa mikla fyrir- tækis og þekkir persónulega til áratuga flesta ef ekki alla starfs- menn þess sem hafa mannafor- ráð. Þess vegna leggja menn sig alla fram því þeim finnst þeir vera persónulega ábyrgir gagnvart Haraldi og bræðrum hans. Hann er ekki í jakkafötum í vinnunni og er ekki stíft skipulagður forstjóri með einkaritara, sem vaktar hann hverja mínútu, og með sí- tístandi GSM síma í vasanum. Af skrifstofu hans er stutt að ganga niður á neðri hæðirnar þar sem fisklyktin angar og vélamar suða daglangt og tilbúnar neytenda- pakkningar streyma um hendur kvennaskarans með tilstyrk tölvuvæddra skurðarvéla, flokk- ara, færibanda og flæðilína. Það er líka stutt upp á efri hæðina þaðan sem sést yfir höfnina og meirihlutann af athafnasvæði þessa gróna fyrirtækis. Haraldur ann þessu fyrirtæki og gengur stoltur um húsakynnin með gestum en lítur síðan á klukkuna og man allt í einu að hann þarf að sækja yngsta soninn á leikskólann, fara með hann heim og gefa honum að borða. Margir myndu kalla þetta jarðbundinn og afslappaðan stjórnunarstíl og hann k'tur út fyrir að vera það á hinu ytra borði. VARKÁR EN FRAMSÆKINN Þeir, sem gagnrýna Harald, segja að hann sé óþarflega varkár og tregur til að taka áhættu og slíkt leiði til stöðnunar. Andmælendur þessa benda á forystuhlutverk HB í fiskiðn- aði sem standi í fremstu röð einmitt vegna þess að stjómendur þess hafi af skynsemi og varkámi vakð bestu leiðirnar fram til nýs tíma. Þannig sýnist stjómunin kannski vera varkár en í raun sé hún framsækin. Þannig sé Af skrifstofunni er stutt að ganga niður á neðri hæðirnar þar sem fiskilyktin angar og vélarnar suða daglangt. í rauninni alltaf horft 10 ár fram í tím- ann og t.d. hafi endurnýjun húsakosts landvinnslunnar hafist 1978 og hægt og bítandi verið unnið að því verkefni sem hafi í raun ekki lokið fyrr en fyrir tveimur árum. FUNDIR, DANSLEIKIR, FJÖLMIÐLAR Haraldur er feiminn að eðlisfari og virðist vera hógvær því oft hefur hann sig ekki mikið í frammi heldur lætur öðrum eftir sviðsljósið. Hann hefur sagt að hann hafi ofnæmi fyrir þrennu: Fundum, dansleikjum og fjölmiðlum. Hann er hinsvegar býsna fastur fyrir og þótt það gerist ekki með hávaða eða látum þá skilur hann yfirleitt ekki við mál eða sleppir af þeim takinu fyrr en þau eru komin nákvæmlega í þann farveg sem hann vill. Hann á til að vaka yfir jafnvel smæstu atriðum í daglegum rekstri og þá finnst fólki hann stundum smá- munasamur. Aðrir segja að hann eigi þvert á móti auðvelt með að setja traust sitt á aðra stjórnendur og gefa þeim lausan tauminn. Hann viti yfir- leitt nákvæmlega hvernig hann vilji hafa hlutina og þótt hann fari ekki beina leið að settu marki þá missi hann aldrei sjónar á því. ÚTIAÐ SKOKKA Haraldur á stóra fjölskyldu á Akranesi, bæði roskna móður, systkini og vini sem tengjast fót- bolta og vinnunni með einum eða öðrum hætti. Þetta mun vera sá vinahópur sem hann kann best við sig í og unir sér vel í því hann er sagður heimakær og mikill fjölskyldumaður og hefur stutt syni sína dyggilega í þeirra íþrótt sem er að sjálfsögðu fótboltinn en elstu synir þeirra Haraldar og Ingibjargar hafa fetað í fótspor föður síns á grasinu og þykja lið- tækir knattspymumenn. Stur- laugur leikur með ÍA en Pálmi með Breiðabliki. í það að fylgjast með fótbolta, nánar tiltekið leikj- um ÍA, og starfa að málum félagsins fer drjúgur tími Haraldar af því sem talist geta tómstundir. Þó gefur hann sér tíma til þess að stunda líkamsrækt og bregður sér oft út að skokka sér til heilsubótar. Stundum fara þau hjónin saman en einnig fer hann iðulega með hópi starfsmanna HB út að skokka í hádeginu eða eftir vinnu. Hann hefur tekið þátt í Akraneshlaupinu nokkrum sinnum en það er vinsælt almennings- hlaup sem haldið er árlega á Skagan- um. Haraldur var eitt sinn félagi í Kiwanisklúbbi á Akranesi en þótti mæta illa og mun hafa verið rekinn úr klúbbnum og er því ekki í neinu hefð- bundnu félagsstarfi. Hann stundar ekki laxveiði, hið hefðbundna for- stjórasport, en fór í Víðidalsá fyrir réttum 25 árum og veiddi ágætlega. Þannig sýnir nærmyndin af Haraldi okkur stefnufastan rólyndismann, farsælan í starfi, framsækinn og var- káran í senn. AF ÞRIÐJU KYNSLÓÐINNI Það er stundum sagt um íslenskan atvinnurekstur að fyrsta kynslóðin hafi byggt hann upp, önnur kynslóðin eyði afrakstrinum og þriðja kynslóðin gangi svo af öllu saman dauðu. Þessi saga á ekki við um HB. Undir stjórn þeirra bræðra hefur fyrirtækinu vaxið fiskur um hrygg. 36
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.